Innlent

Árni Páll vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að gefa aftur kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni í dag.

Á síðunni segir Árni Páll að Samfylkingin sé stærsti flokkur landsins og eigi að hafa sjálfstraust til að vera kjölfesta stjórnmálanna á óvissutímum og halda fram í senn félagslegu réttlæti og frjálslyndi.

Vísir hafði samband við Katrínu Júlíusdóttur í dag og spurði hana hvort hann ætlaði líka að sækja eftir fyrsta sætinu, en hún var í 2. sæti í síðustu kosningum í kjördæminu. Hún sagðist ætla að bíða eftir niðurstöðu kjördæmaráðs um það hvernig raðað á listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×