Fleiri fréttir

Norðmenn leyfa lyf sem inniheldur kannabis

Norðmenn hafa ákveðið að leyfa notkun lyfs sem inniheldur kannabis. Um er að ræða úðann Sativex en notkun hans hefur þegar verið leyfð í Svíþjóð og Finnlandi.

Rússar í hart vegna laxveiði í net

Ríkisstjóri Múrmansk-héraðs í Rússlandi hefur ákveðið að vísa ágreiningi um laxveiðar Norðmanna í net á hafsvæði undan ströndum Finnmerkur til öryggisráðs Rússlands. Samningaviðræður Norðmanna og Rússa síðastliðin tvö ár hafa engan árangur borið, og því er þessi leið nú valin.

Deila um hver vissi hvað um framboðið - fréttaskýring

Óhætt er að segja að tíðindi af framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið á óvart. Varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu, Birki og Höskuld Þórhallsson.

Ný tækni eykur áhuga veiðimanna

Tveir áhugamenn um bryggjuveiði hafa sent stjórn Faxaflóahafna tillögur um það hvernig bæta megi aðstöðu til slíkra veiða í gömlu höfninni í Reykjavík.

Þrír stærstu barnahóparnir í hruninu

Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001.

Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum í Kraganum

Fjölmennur fundur í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti einróma í gærkvöldi tillögu kjörnefndar þess efnis að viðhafa prófkjör í kjördæminu laugardaginn 10. nóvember næstkomandi.

Hulunni svipt af langlífi geldinga

Ný rannsókn í Suður Kóreu hefur leitt í ljós afhverju geldingar lifa mun lengur en aðrir menn eða allt að 19 árum að meðaltali. Rannsóknin varpar einnig ljósi á afhverju konur lifa yfirleitt lengur en karlar.

Brigsl gengu á víxl á hitafundi í Kópavogi

„Að gefnu tilefni vill formaður bæjarráðs minna fundarmenn á að hafa í huga háttvísi í bókunum sínum og gæta að því að niðrandi ummæli sem geta talist beinast að persónum eru fulltrúum í bæjarráði ósæmandi," bókaði Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, á fundi á fimmtudaginn var.

Predikarinn Abu Hamza verður framseldur

Undirbúningur er hafinn að því að framselja hinn róttæka predikara Abu Hamza frá Bretlandi til Bandaríkjanna eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði beiðni hans um áfrýjun á málinu.

Kökusneið úr konunglegu brúðkaupi til sölu á uppboði

Nú er hægt að bjóða í eina af þeim 650 kökusneiðum sem í boði voru í brúðkaupi ársins, á vefsíðunni PFC Actions. Að sjálfsögðu erum við að tala um konunglegt brúðkaup þeirra Vilhjálms og Katrínar hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge en brúðkaupið fór fram í apríl síðastliðnum.

Fundu áður óþekktan vírus sem líkist SARS

Áður óþekktur vírus, þó ekki ólíkur þeim sem kallaðist SARS og varð hundruð manna að bana árið 2003, hefur greinst í manni sem nú er verið að meðhöndla á bresku sjúkrahúsi.

Lýður og Bjarnfreður ákærðir í Existamáli

Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu.

Fatlaðir fá að velja aðstoðarfólk

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælir í vikunni fyrir lagabreytingu sem gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar. Hann segir að grundvallarreglan verði sú að kjörstjórnir aðstoði þá sem ekki geta kosið, en ef fatlaður einstaklingur vilji sjálfur velja sér aðstoðarmann sé honum það heimilt.

Fólk í greiðsluaðlögun gæti hrakist úr námi

Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN).

Brahimi heldur í veika von

Mahmoud Ahmadinejad, forsætisráðherra Írans, notaði tækifærið til að skjóta á Bandaríkin og Ísrael þegar hann steig í ræðustól á fyrsta degi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær.

Over 30 kg amfetamin konfiskeret i Danmark

Nogle islændinge blev anholdt i Danmark i sidste uge i en kæmpestor smuglingssag. Over 30 kg amfetamin blev konfiskeret, og sagen strækker sig til mange lande i Europa.

Framsókn stefnir á fjóra menn í Reykjavík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn ætti að vera stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi. Þá telur hann að flokkurinn ætti að ná tveimur mönnum inn í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Zombí-býflugur valda heilabrotum

Býflugnabóndinn Mark Hohn frá Seattle í Bandaríkjunum tók eftir því á dögunum, þegar hann snéri heim úr fríi, að býflugur sem hann átti voru ýmist dauðar eða flugu tilviljanakennt um, eins og þær væru einhverskonar uppvakningar. Og líkingin á rétt á sér, ekki síst þar sem umræddar býflugur voru sýktar af dularfullum sjúkdómi sem draga þær með kvalarfullum hætti til dauða að lokum. Þetta veldur því að lokum að allar fullorðnar býflugur í býflugnabúum drepast að lokum.

Björguðu kynlífsdúkku úr Svartahafinu

Strandgestir í Tyrklandi nutu sólarinnar á dögunum en þeim brá heldur betur í brún þegar þeim sýndist sjá drukknaða konu í Svartahafinu þar sem gestirnir sóluðu sig.

Tveir ákærðir fyrir hlandhneyksli í Afganistan

Tveir hermenn í bandaríska hernum hafa verið ákærðir fyrir að kasta þvagi á lík hermanna Talibana í Afganistan á síðasta ári en myndir birtust af atvikinu í kjölfarið og myndband á Youtube. Málið vakti gríðarlega reiði í Mið-Austurlöndum á sínum tíma enda virðingarleysið algjört.

Vopnfirðingar moka upp makríl-milljörðum

Makríl-, síldar- og loðnutekjur Vopnafjarðar stefna í yfir átta milljarða króna á þessu ári. Þetta er sú byggð sem er með einna hæstu gjaldeyristekjur á íbúa á Íslandi og þar hefur verið líf og fjör að undanförnu. Í gamla daga var talað um síldarævintýri, svo kom loðnuævintýri og nú er hægt að tala um makrílævintýri á Vopnafirði.

Dæmdur í Litháen en náðaður á Íslandi

Íslendingur sem dæmdur var í ellefu ára fangelsi í Litháen á síðasta ári, gengur nú laus. Hann var náðaður af íslenskum stjórnvöldum. Embætti forseta Íslands hefur náðað 45 dæmda einstaklinga frá árinu 1996.

Stefnir í hörð átök - Höskuldur segir formanninn fara með rangt mál

Það stefnir í hörð átök á milli þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Höskuldar Þórhallssonar þingmanns. Höskuldur segir framkvæmdastjóra flokksins fara með rangt mál og þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Sigmundar um að skipta um kjördæmi.

Grafarvogsbúar fá heitt vatn á ný

Nú um klukkan 18:00 var byrjað að hleypa heitu vatni að nýju á þann hluta byggðarinnar í Grafarvogi, sem verið hefur vatnslaus frá í morgun vegna viðgerðar samkvæmt tilkynningu frá orkuveitunni.

Lýður ákærður fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum

Sérstakur saksóknari hefur ákært Lýð Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Exista, fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum samkvæmt útvarpsfréttum RÚV. Þar segir að lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, Bjarnfreður H. Ólafsson, sé sömuleiðis ákærður og þess krafist að hann verði sviptur lögmannsréttindum.

Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri styður Höskuld

"Menn eru bara hissa. Ég held að Höskuldur njóti trausts hérna í bænum, þannig að hann á vísan stuðning margra komi til kosninga. Þessi staða er auðvitað ekki góð fyrir flokkinn, vonandi tekst að landa málinu þannig að allir verði sáttir,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri í viðtali við Vikudag en þar kemur fram að Guðmundur styðji Höskuld Þórhallsson til þess að bjóða sig fram í fyrsta sætið í Norðausturkjördæmi en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa kost á sér í sætið í stað þess að bjóða sig fram í Reykjavík Norður eins og áður.

Ökumaður með 4 ára gamalt barn undir stýri

Á föstudagmorgun var ökumaður í Vestmannaeyjum sektaður fyrir að aka með fjögurra ára gamalt barn í fanginu. Sjálfur var ökumaðurinn með öryggisbeltið spennt.

Meira en helmingur af tækjum Landspítalans keyptur fyrir gjafafé

Um 50-60 prósent af þeim fjárveitingum sem koma til tækjakaupa á Landspítalanum er tilkominn vegna gjafa, sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra á Alþingi í dag þegar sérstök umræða um stöðu Landspítalans fór fram. Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var málshefjandi. Hann hélt því fram við umræðuna að það kostaði einn milljarð króna að endurnýja tækjakostinn.

Húsið að Skólavörðustíg 40 rifið

Unnið hefur verið að því í morgun að rífa húsið við Skólavörðustíg 40. Húsið vakti töluverða athygli fyrir fáeinum misserum þar sem hústökufólk hafði komið sér fyrir þar. Þurfti lögreglan nokkrum sinnum að hafa afskipti af fólkinu sem hafði komið sér fyrir í húsinu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að minnsta kosti einu sinni kallað út vegna tilkynningar um eld í húsinu. Seinna kom í ljós að kveikt hafði verið í húsinu.

Vilja lögsækja fyrrum fangavörð í Auschwitz

Þýsk yfirvöld kanna nú hvort að mögulegt sé að lögsækja fyrrum fangavörð í útrýmingabúðum Nasista í Auschwitz sem hefur búið í Bandaríkjunum í yfir sextíu ár.

"Við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð"

Helgi Ragnar Guðmundsson, einn af fimm sakborningum sem sakaðir eru um að hafa svikið tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009, var þögull sem gröfin í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Miliband hittir Steingrím og Má

David Miliband, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, sem kemur hingað til lands í vikunni í boði forseta Íslands, mun funda með Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.

Ræktuðu kannabis í ósamþykktri íbúð

Fíkniefnaræktun fannst í ósamþykktri íbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi síðdegis á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru þrír karlmenn, tuttugu og tveggja ára til þrjátíu og fimm ára, handteknir og leit gerð í íbúðinni. Þar fundust 28 kannabisplöntur í ræktun, fræ og lítils háttar af hvítu dufti sem talið er vera amfetamín. Plönturnar, fíkniefni, lampar og annað sem notað var við ræktunina var gert upptækt. Mennirnir viðurkenndu að hafa staðið að ræktuninni. Málið telst upplýst og verður sent til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru.

Lögmaður Seðlabankastjóra: Skjólstæðingi mínum mismunað

Andri Árnason, lögmaður Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sagði að laun hans hefðu lækkað um fjörutíu prósent frá því hann tók við embættinu í ágúst 2009. "Við skipunina í embættið var gengið út frá ákveðnum launakjörum sem var breytt með verulegum hætti," sagði Andri.

Eygló gefur kost á sér í Kraganum

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Siv Friðleifsdóttir var í fyrsta sæti listans í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar 2009 en hún tilkynnti í morgun að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram. Eygló Harðardóttir situr núna á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi og því er ljóst að hún mun flytjast á milli kjördæma. Eins og fram hefur komið hyggst formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, líka flytja sig milli kjördæma en hann ætlar að færa sig frá Reykjavík í norðausturkjördæmi.

Sjá næstu 50 fréttir