Fleiri fréttir

Ánægð með ákvörðun Ögmundar - samningaviðræður ekki hafnar

"Umbjóðandi minn er mjög ánægður með þessa ákvörðun," segir Áslaug Árnadóttir hæstaréttarlögmaður og lögmaður Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi, út af ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að kæra ekki úrskurð kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur.

Kornið sleppur ennþá í rokinu á Suðurlandi

„Það er allt í lagi hjá okkur og kornið er ekki að skemmast þrátt fyrir rokið. Ég hef meiri áhyggjur af korninu fyrir norðan, það hlýtur að fara mjög illa í þessu veðri," sagði Björgvin Þór Harðarson, svína- og kornbóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Hann ræktar korn á um 200 hekturum í Gunnarsholti á Rangárvöllum. „Það besta er að það rignir ekki eða snjóar hjá okkur í þessu vonda veðri, það munar öllu, það er alveg þurrt þrátt fyrir mikið hvassviðri, það bjargar korninu hér á Suðurlandi," bætti Björgvin Þór við.

Smala ekkert í dag

Leitarmenn á Suðurlandi munu ekki smala mikið í dag vegna veðurs. 16 manna hópur á afrétt Gnúpverja, Flóa- og Skeiðamanna heldur nú til í leitarmannakofa í Bjarnalækjarbotnum og bíður veðrið af sér.

Íslenskt sprotafyrirtæki þykir best

Íslenska sprotafyrirtækið Cloud Engineering var í dag valið besta sprotafyrirtækið á Norður- og Eystrasaltslöndunum í flokki viðskiptahugbúnaðar. Valið fór fram fyrir hina árlegu Arctic 15 ráðstefnu sem haldin verður 16. október næstkomandi.

Skattahækkanirnar í ferðaþjónustu áfall

Boðaðar skattahækkanir í ferðaþjónustu á Íslandi eru áfall fyrir alla þá sem hafa ákveðið að kynna og fjárfesta í ferðaþjónustu á landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samtökum evrópskra ferðaskrifstofa sem send var fjölmiðlum í morgun.

Segir forvörnum gegn sjálfsvígum sérlega ábótavant

Faðir pilts sem framdi sjálfsvíg þegar hann var 22ja ára segir forvörnum gegn sjálfsvígum verulega ábótavant á Íslandi. Á Íslandi fremja tveir til þrír sjálfsvíg í hverjum mánuði. Alþjóðlegur dagur tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga er í dag. Talið er að í heiminum öllum verði sjálfsvíg á 40 sekúntna fresti. Á Íslandi eru að jafnaði 33 til 37 sjálfsvíg á ári. Á síðasta ári voru þau 40.

Ögmundur unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar ekki að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort hann hafi brotið jafnréttislög. Þetta kemur fram í hádegisfréttum RÚV. Þar segir að úrskurður Kærunefndar jafnréttismála muni standa.

Ákærður fyrir umfangsmikla kannabisræktun

Ungur maður hefur verið ákærður fyrir ýmiss konar fíkniefna- og ofbeldisbrot, m.a. að rækta 120 kannabisplöntur á heimili sínu. Ferliðuð ákæra var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem krafist er viðeigandi refsingar.

40 krossar til minningar um þá sem sem létust í sjálfsvígum

Snemma í morgun voru settir upp 40 krossar við Austurvöll framan við Dómkirkjuna til að minna á hversu margir látast í sjálfsvígum. Samkvæmt bráðabirgðatölum létust 40 í sjálfsvígum árið 2010 en síðustu ár hefur fjöldinn verið í kringum 33-37 sjálfsvíg á ári. Hæst fóru sjálfsvíg árið 2000 en þá féll 51 fyrir eigin hendi.

Bretar hreykja sér af ólympíumóti fatlaðra

Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar.

Sprengjusérfræðingar á heimili bresku fjölskyldunnar

Sprengjusérfræðingar breska hersins voru í dag sendir að heimili bresku hjónanna sem skotin voru til bana í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Talið er sprengja hafi fundist á heimilinu. Húsin í nágrenninu hafa verið rýmd og svæðinu umhverfis lokað fyrir umferð.

Björgunarsveitir víða að störfum

Björgunarsveitir hafa víða verið kallaðar út í morgun til aðstoðar fólki á ferð. Sjálfboðaliðar félagsins nú að störfum í Aðaldal, við Ljósavatnsskarð, í Reykjadal, í Víkurskarði, við Varmahlíð og á Hólasandi. Færð er víða tekin að spillast og það virðist koma fólki á óvart samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

Vinnuskúrar fuku á hliðina

Tveir vinnuskúrar á hafnarsvæðinu í Bolungarvík fuku á hliðina í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Ekki var talin hætta á ferðum en búast má við að tjónið sé eitthvað. Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal var svo kölluð út vegna þess að þakplötur voru farnar að fjúka í nótt.

Íbúar Kvennaathvarfsins þurfa meðal annars að sofa á gólfinu

Á þessu þrítugasta afmælisári Kvennaathvarfsins verður blásið lífi í fjáröflunarátakið "Öll með tölu“. Nú verður átakið endurtekið með sölu á nýhannaðri tölu með merki athvarfsins. Átakið mun skipta sköpum fyrir framtíð athvarfsins.

Húsbíll fauk af veginum

Húsbíll fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli og hafnaði í skurði laust fyrir klukkan níu í morgun. Farþegar sluppu ómeiddir en bíllinn liggur enn utan vegar.

Ólympíufarar koma heim í dag

Í tilefni af góðum árangri íslensku keppendanna í Ólympíumóti fatlaðra í London munu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra taka á móti Ólympíuförunum á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra frá London.

Veðurstofan frestar vígslu vegna veðurs

Veðurstofa Íslands hefur frestað vígslu á veðursjá á Austurlandi, sem til stóð að vígja á morgun, vegna veðurs. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá verður að fresta vígslunni til miðvikudagsins 12. september vegna slæmrar veðurspár á morgun.

Nánast öll börn í leikskólum borgarinnar í heilsdagsvistun

Leikskólaplássum sem í boði eru í Reykjavík hefur fjölgað um 19 prósent frá árinu 2000. Hjá borginni hefur þeim fjölgað um 11,4 prósent, úr 5.240 plássum í 5.837 pláss í ár. Þegar sjálfstætt starfandi skólum er bætt við hefur plássum fjölgað úr 5.670 árið 2000 í 6.750 í ár. Fréttablaðið leitaði upplýsinga hjá Reykjavíkurborg um þróunina í leikskólamálum.

Afhenda Afgönum stjórnina á Bagram fangelsinu

Bandaríski herinn mun á næstu dögum afhenda afgönskum stjórnvöldum yfirráðin yfir hinu alræmda Bagram fangelsi en þar eru hýstir um 3.000 af vígamönnum Talibana og grunaðra hryðjuverkamanna.

Sífellt fleiri vinna svart

Svört atvinnustarfsemi virðist færast í vöxt í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi. Þetta hefur komið í ljós í sumar í könnunum ríkisskattstjóra, Alþýðusambands Íslands (ASÍ), og Samtaka atvinnulífsins (SA), í tengslum við átakið Leggur þú þitt af mörkum? Átakinu er beint gegn svartri atvinnustarfsemi.

Leita svara um uppruna í arfgerð makríls

Vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar, Matís og Háskóla Íslands ásamt norskum, færeyskum, grænlenskum og kanadískum vísindamönnum rannsaka arfgerð makríls í Norður-Atlantshafi í samvinnu við útgerðarfyrirtæki. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna makríls innan íslenskrar, færeyskrar og norskrar lögsögu, segir á heimasíðu Hafró.

Frakkar stórtækir í fiskkaupum

Gríðarleg magnaukning hefur orðið í útflutningi á ferskum þorski og ýsu til Frakklands á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Landssambands smábátaeigenda úr gögnum Hagstofu Íslands. Aukningin er 49% í þorskinum og 127% í ýsu.

Boltar í stað stóla í kennslustofunum

Í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ eru ekki bara boltar í íþróttahúsnæði skólans heldur líka í sumum kennslustofum. Þegar nemendur þurfa að losna við óróa úr líkamanum í kennslustund geta þeir setið á sérstökum bolta en samtímis verið á hreyfingu.

Biðlistar lengri en færri sýkjast

Biðlistar á Landspítalanum lengjast þvert á markmið spítalans að fækka þeim kerfisbundið. Þetta kemur fram í pistli forstjórans, Björns Zoëga, sem hefur áhyggjur af þróuninni. Í skrifum hans kemur fram að í dag eru um tvö þúsund sjúklingar á biðlistum spítalans "en það er nokkur fjölgun frá því 1. janúar síðastliðinn, þvert á markmið okkar um að fækka verulega á biðlistunum,? segir Björn.

Túristinn Curiosity - Tók sjálfsmynd á Mars

Vitjeppinn Curiosity, sendiherra mannkyns á Mars, er greinilega ekki svo frábrugðin okkur hér á jörðu niðri. Farið afhjúpaði hégóma sinn þegar það kannaði rannsóknararm sinn á dögunum og laumaðist til að taka af sér sjálfsmynd.

Segir börn flýja frá Sýrlandi vannærð

Sýrlensk börn í flóttamannabúðum UNICEF í Jórdaníu eru ofbeldisfull og þjást af næringarskorti þegar þau koma í búðirnar. Þetta segir íslensk kona sem starfar þar. Hún segist hafa séð sjö ára stelpur slást eins og fullorðna karlmenn.

"Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands"

Sjálfstæðisflokkurinn má ekki einangrast yst á hægri vængnum og verða að teboðshreyfingu Íslands segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varaformaður flokksins. Þá er hún ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður.

Skorið niður um á fimmta hundrað milljónir hjá sérstökum saksóknara

Skorið verður niður hjá sérstökum saksóknara um tæpan hálfan milljarð króna í fjárlögum næsta árs, ef stjórnvöld fylgja áætlunum embættisins sjálfs. Áætlanir embættisins gera ráð fyrir að starfsmönnum þess fækki niður í 50 á næsta ári, en þeir eru 110 í dag.

"Hann var alltaf glaður, ótrúlega fyndinn og einstakur"

Átján ára Íslendingur var myrtur í Tulsa í Óklahómafylki í gærmorgun. Bandarískir fjölmiðlar segja að ekkert bendi til þess að morðinginn hafi þekkt piltinn og hann hafi því verið fórnarlamb tilgangslauss fólskuverks. Vinir hans úr Hagaskóla hittust í dag. Þeir segja hann hafa verið einstaklega skemmtilega manneskju.

Áður verið framið morð þar sem íslenski pilturinn dó

Staðurinn þar sem íslenski pilturinn var myrtur í Tulsa í gærmorgun er sami staður og fólk á þrítugsaldri var myrt á þann 30. ágúst í fyrra. Íslenski pilturinn var staddur á bílastæði við QuikTrip matsölustað þegar hann og maður á fertugsaldri, sem var með honum, voru skotnir. Sá íslenski lést en samferðarmaður hans særðist illa.

Átján ára Íslendingur skotinn til bana í Tulsa

Átján ára íslenskur piltur var skotinn til bana í borginni Tulsa í Óklahómafylki í Bandaríkjunum í gær morgun, bandarískur maður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir sömu árás og pilturinn lét lífið í. Lögregla leitar mannsins.

Ölvaður þjófur reyndi að stela vespu

Ölvaður þjófur var handtekinn ásamt félaga sínum eftir þeir höfðu slegist við öryggisverði í verslun við Skógarlind á þriðja tímanum í dag.

Eldri systirin komin til meðvitundar

Eldri dóttir bresku hjónanna sem skotin voru til bana í Chevaline við frönsku Alpana fyrr í vikunni er nú komin til meðvitundar. Stúlkan er sjö ára gömul. Hún særðist alvarlega í skotárásinni og hefur verið haldið sofandi síðan þá. Stúlkan hafði bæði verið skotin í öxlina og barin.

Erlendir uppreisnarmenn ryðja sér til rúms í Sýrlandi

Erlendum íslamistum sem nú berjast við hlið uppreisnarmanna í Sýrlandi hefur fjölgað þó nokkuð á síðustu vikum. Þetta segir franskur læknir sem hefur á síðustu vikum hlúð að fórnarlömbum átakanna í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands.

Framsókn í lykilstöðu fyrir kosningar

Vaxandi líkur eru á því að Framsóknarflokkurinn verði í lykilstöðu þegar kemur að myndum ríkisstjórnar næsta vor. Þetta segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðið, í pistli sem birtist eftir hann á vefsvæðinu Evrópuvaktin í dag.

Sjá næstu 50 fréttir