Innlent

Ögmundur unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar ekki að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort hann hafi brotið jafnréttislög. Þetta kemur fram í hádegisfréttum RÚV. Þar segir að úrskurður Kærunefndar jafnréttismála muni standa.

Ögmundur var dæmdur brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Sýslumaðurinn á Akranesi, Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem einnig sótti um var að mati Kærunefndar jafnréttismála jafnhæf eða hæfari og hefði því átt að hljóta starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×