Fleiri fréttir

Skýstrókar í New York

Enginn særðist en talsverðar eignarskemmdir urðu í New York-borg í Bandaríkjunum í nótt þegar tveir skýstrókar fóru þar yfir. Annar kom niður í Queens hverfi og hinn í Brooklyn.

Eftirsótt Biblía og óumbeðnar nærbuxur

Biblía sem áður tilheyrði Elvis Presley, konungi rokksins, var slegin hæstbjóðanda á fimmtíu og níu þúsund pund, eða sem samsvarar ellefu og hálfri milljón íslenskra króna á Elvis-uppboði í Manchester í gær.

Hvassviðri, slydda og snjókoma

Spáð er allt að 40 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu frá Kjalarnesi austur að Austfjörðum í dag. Þá má gera ráð fyrir afar hvössum vindhviðum við fjöll.

Telpan heldur heim til Bretlands

Unga stúlkan sem komst lífs af þegar foreldrar hennar og amma voru skotin til bana í Chevaline við frönsku Alpana á miðvikudag heldur heim til Bretlands í dag.

Með minniháttar áverka eftir hestaslys

Áverkar eldri konu frá Bandaríkjunum sem slasaðist þegar hún féll af hestbaki við Laxárdal í Dölum í gærkvöld eru minni en upphaflega var talið.

Blæddi úr slagæð

Stuttu eftir miðnætti í nótt kom tæplega fimmtugur karlmaður á slysadeild með slagæðarblæðingu. Hann hafði verið á bar á Laugavegi og fengið þar glas í höfuðið.

Aleppo án rennandi vatns

Nýskipaður erindreki Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlandi, Lakhdar Brahimi, mun funda með utanríkisráðherrum Arababandalagsins í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum. Brahimi hefur nú formlega tekið við kyndlinum frá Kofi Annan sem sagði starfi sínu sem friðarsamningamaður lausu á dögunum. Brahimi mun nú reyna að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu.

Alríkisdómari mælir fyrir lögleiðingu marijúana

Bandaríski alríkisdómarinn og lögspekingurinn Richard A. Posner sagði í vikunni að afnema ætti refsistefnu yfirvalda í Bandaríkjunum vegna neyslu og sölu kannabisefna. Hann sagði að lögleiðing kannabiss í landinu væri rökrétt þróun og að stór hluti fíkniefnalaga væri í raun óþarfi.

Djúpið fékk góðar viðtökur í Toronto

Kvikmyndin Djúpið sem Baltasar Kormákur leikstýrði var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Torontó í Kanada í gærkvöldi. Bandaríkjamenn hafa þegar sýnt áhuga á að endurgera myndina. Karen Kjartansdóttir vakti leikstjórann í morgun og spurði hann út í viðtökur.

Fundu rotnandi hreindýrshaus í fjörunni

Heldur undarlegt atvik átti sér stað í fjörunni við Stokkseyri í dag. Þar gekk fjölskylda sem átti leið um fjöruna fram á rotnandi hreindýrahaus í einni tjörninni. Það er fréttavefurinn DFS.is sem greini frá þessu.

Alvarlega slösuð eftir hestaslys

Eldri kona frá Bandaríkjunum slasaðist alvarlega á höfði eftir að hafa dottið af hestbaki í Laxárdal í Dölum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna á sjötta tímanum en útkallið barst klukkan fimm.

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Fyrsti vinningur í Lottóinu gekk ekki út í kvöld. Vinningstölurnar voru 2, 4, 22, 36, 39 og bónustalan var 35.

Landeigendur í Haukadal segja landið ekki til sölu

Talsmaður Landeigendafélags Geysis í Haukadal segir þeirra hlut í landinu ekki vera til sölu. Ríkið hafi haft tækifæri til að kaupa svæðið árið tvö þúsund og átta en ekki staðið við gerða samninga.

Breytingar á námslánakerfinu í vændum

Heildarendurskoðun á framfærslu námsmanna stendur yfir í menntamálaráðuneytinu sem gætu gert framhaldsskólanám lánshæft. Menntamálaráðherra stefnir á að leggja fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að nemendur geti fengið hluta námslána sinna felldan niður ljúki þeir námi á tilsettum tíma.

Dönsk herflutningavél á Reykjavíkurflugvelli

Dönsk herflutningavél lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu. Flugvélin er af gerðinni Lockheed C-130 Hercules. Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni var flugvélin að flytja hóp af fólki hingað til lands. Hún heldur síðan af landi brott seinna í dag en ferðinni er heitið Jótlands.

Eldur kom upp í ruslageymslu

Tilkynnt var um bruna í fjölbýlishúsi við Austurbrún í Reykjavík í dag. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn. Brátt kom þó í ljós að um smávægilegan eld var að ræða.

Framtíð Norðurskautsins rædd á Akureyri

Þingmannaráðstefna um norðurskautsmál var haldin á Akureyri í vikunni. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar voru stjórnskipun á norðurslóðum, mannlífsþróun með áherslu á rannsóknir og viðskiptatækifæri á norðurskautssvæðinu.

Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma.

Tryggvi Þór vill áfram vera á Alþingi

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðaustur kjördæmi, ætlar líklega að sækjast eftir endurkjöri. Greint er frá þessu í norðlenska fréttablaðinu Vikudagur.

Fingralangir ferðamenn handsamaðir

Búið er að leysa þjófnaðarmál sem upp kom í hraðbanka á Akureyri þriðja september síðastliðinn. Lögreglan á Akureyri lýsti eftir þremur útlendingum á fimmtudaginn en þeir voru grunaðir um að hafa svikið fé út úr hraðbankanum.

Meniga slær um sig á finnskum fjármálamarkaði

Íslenski fjármálahugbúnaðurinn Meniga er nú aðgengilegur í netbönkum yfir þrjátíu finnskra sparisjóða. Framkvæmdastjóri Meniga vonast til þess að notendur verði komnir yfir þrjár milljónir í tíu löndum á næstu níu mánuðum.

Hafa endurnýtt sex þúsund farsíma

Fyrirtækið Græn framtíð hefur látið endurnýta hátt í sex þúsund gamla og ónýta farsíma á tólf mánaða tímabili. Þessum raftækjum hefði líklega verið fleygt ef ekki kæmi til söfnunarkerfi félagsins.

Um tvö þúsund á biðlistum Landspítalans

Sjúklingar á biðlistum Landspítalans eru nú um 2000. Forstjóri spítalans segir áhyggjuefni að fjölgað hafi á listum þvert á markmið um að fækka á þeim.

Bilun í tvílyftum strætisvagni

Bilun varð í tveggja hæða rútu fyrirtækisins Reykjavík City Sightseeing í morgun. Þrífa þurfti upp olíu sem lak úr bifreiðinni. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar.

Kringlan 25 ára - Tilboð og skemmtidagskrá

Kringlan fagnar 25 ára afmæli sínu um helgina. Verslunarmiðstöðin opnaði dyr sínar 13. ágúst árið 1987. Þá klippti Pálmi Jónsson, aðalhvatamaður að byggingu Kringlunnar á borða og lýsti verslunarmiðstöðina opna.

Okursíða Dr. Gunna lögð niður

Okursíða Gunnars Lárusar Hjálmarsson, eða doktors Gunna eins og hann er jafnan kallaður, hefur verið aflögð. Þetta tilkynnti Gunnar á heimasíðu sinni í morgun.

Ólöf Nordal hættir á þingi

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að hætta á þingi í vor og flytja til Sviss þegar kjörtímabilinu lýkur þar sem eiginmaður hennar, Tómas Már Sigurðsson, tók nýlega við sem forstjóri Alcoa í Evrópu.

Sex létust í sjálfsmorðssprengjuárás

Sex létust í sjálfsmorðssprengjuárás við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Kabúl í Afganistan snemma í morgun. Fórnarlömbin voru flest á barnsaldri en fimm aðrir særðust í árásinni.

Búið að opna brúnna yfir Stóru-Laxá

Flutningabíll valt við brúnna yfir Stóru-Láxá á sjötta tímanum í morgun. Loka þurfti brúnni um stundasakir vegna slyssins en hún hefur nú verið opnuð á ný. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi varð ökumanninum ekki meint af. Rannsókn á umferðaróhappinu stendur nú yfir.

Tryllt kona rústaði skemmtistað

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þó nokkur ölvun var í miðborginni og þurfti lögreglan að sinna mörgum hávaðaútköllum í heimahús.

Lokatörn kosningabaráttunnar

Innan við tveir mánuðir eru nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Skoðanakannanir sýna að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er, þótt Obama hafi lengi mælst með svolítið forskot á Romney.

Borgarráð beitir ekki börnum í innheimtu

„Telja verður eðlilegra að félagsleg úrræði verði bætt, svo sem með aukinni og sveigjanlegri aðstoð til handa efnalitlum foreldrum,“ segja borgarlögmaður og fjármálastjóri Reykjavíkurborgar sem mæla gegn breytingum á innheimtureglum svo börn verði ekki af þjónustu vegna vanskila.

Óbilgjarnar yfirlýsingar hjá borginni

„Mér finnst þetta vera mjög brattar og óbilgjarnar yfirlýsingar. Ég hélt að við værum að vinna þessi mál í samkomulagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vegna orða Hjálmars Sveinssonar, varaformanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í Fréttablaðinu í gær.

Fólk sektað fyrir að blóta

Vegfarendur í Brussel í Belgíu þurfa nú að gæta að orðbragði sínu. Sektir, 75 til 250 evrur, liggja nú við ljótu orðbragði og skammaryrðum í garð annarra á götum úti.

Hús hrundu og vegir lokuðust

Nokkrir sterkir jarðskjálftar riðu yfir afskekkt fjallahérað í suðvestanverðu Kína í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 5,6 stig og honum fylgdu tugir eftirskjálfta.

Reisa 230 íbúðir við Þverholt og Einholt

Búseti hyggur á byggingu 230 íbúða á reit sem markast af Einholti, Stórholti, Þverholti og Háteigsvegi. Deiliskipulag á svæðinu var fellt úr gildi og nýtt skipulag, sem gerir ráð fyrir byggingunum, var kynnt hagsmunaaðilum á fimmtudag. Verði skipulagið að veruleika gætu framkvæmdir hafist næsta vor.

Lamdi tólf ára vin sonar síns

Fertugur maður í Noregi var í gær sakfelldur fyrir að leggja hendur á tólf ára vin sonar síns og hóta honum öllu illu.

Sjá næstu 50 fréttir