Innlent

Skattahækkanirnar í ferðaþjónustu áfall

Karen Kjartansdóttir skrifar
Oddný Harðardóttir er fjármálaráðherra.
Oddný Harðardóttir er fjármálaráðherra.
Boðaðar skattahækkanir í ferðaþjónustu á Íslandi eru áfall fyrir alla þá sem hafa ákveðið að kynna og fjárfesta í ferðaþjónustu á landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samtökum evrópskra ferðaskrifstofa sem send var fjölmiðlum í morgun.

Í tilkynningunni segir að tillögur ríkisstjórnarinnar, um að hækka virðisaukaskatt í ferðaðþjónustunni úr sjö prósentum í 25 prósent, harðlega gagnrýndar. Hækkanirnar eiga að koma til framkvæmda 1. maí á næsta ári og hugnast þreföldun skatta þeim sem reka ferðaskrifstufur lítt.

Í tilkynningunni segir að skattinum sem aðeins beint að ferðamönnum þar sem þeir séu nítíu prósent þeirra sem kaupi sér gistingu á hóteli á Reykjavíkursvæðinu.

Með aðgerðunum verði viðsnúningur á sögulegri velgengni Íslands síðustu fimmtán ár. En tekið er sem dæmi að árið 1997 komu 210 þúsund ferðamenn til landsins en árið 2011 voru þeir nær 600 þúsund. Þessi mikla fjölgun sé nýtilkomin og skýrst að miklu leyti af því að ódýrara hafi orðið að ferðast til Íslands undanfarin ár.

Í tilkynningunni er haft eftir Tom Jenkins, framkvæmdastjóra Samtaka evrópskra ferðaskrifstofa, að skattahækkanir leiði til verðhækkanna sem geri Ísland aftur að dýrum áfangastað. Hækkunin komi auk þess á versta tíma og valdi ferðaþjónustunni miklum skaða þar sem fyrirtæki hafi þegar gert samninga og prentað bæklinga fyrir næsta ár þar sem miðað sé við fyrri skattlagningu. Fyrirtækin muni ekki geta tekið á sig þessa hækkun -- ekkert fyrirtæki standi undir henni.

Þá segir að Íslands sé frábær áfangastaður, með magnaða menningu og náttúru. Skattahækkunin sé mikið áfall fyrir þá sem vilja koma þeim upplýsingum á framfæri við ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×