Innlent

Íslenskt sprotafyrirtæki þykir best

BBI skrifar
Sprotafyrirtækið Colud Engineering.
Sprotafyrirtækið Colud Engineering. mynd/Cloud Engineerin
Íslenska sprotafyrirtækið Cloud Engineering var í dag valið besta sprotafyrirtækið á Norður- og Eystrasaltslöndunum í flokki viðskiptahugbúnaðar. Valið fór fram fyrir hina árlegu Arctic 15 ráðstefnu sem haldin verður 16. október næstkomandi.

Cloud Engineering tók þátt í íslenska frumkvöðlaverkefninu Startup Reykjavík á vegum Innovit, Klak og Arion banka í sumar. Þar fékk það aðstöðu og fjármagn til að vinna að hugmynd sinni, Datatracker, sem leyfir notendum að sækja sjálfvirkt sérvalin gögn af netinu á einfaldan hátt.

Ráðstefnan Arctic15 er viðburður þar sem fagfjárfestar og frumkvöðlar leiða saman hesta sína. Ráðstefnan skilar frumkvöðlum miklu því þau 15 félög sem kynntu á ráðstefnunni í fyrra söfnuðu yfir 12 milljón bandaríkjadollurum á 10 mánuðum eftir að þau kynntu á ráðstefnunni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki er tilnefnt til þátttöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×