Bretar hreykja sér af ólympíumóti fatlaðra BBI skrifar 10. september 2012 11:06 Flugeldar á lokaathöfninni í gær. Mynd/AFP Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar. Leikarnir enduðu með tilkomumikilli flugeldasýningu, tónleikum rokkhljómsveitarinnar Coldplay og margskonar atriðum á Ólympíuleikvanginum, eins og sjá má í myndasafninu hér til hliðar. Ólympíuleikar fatlaðra hafa eflaust opnað augu margra fyrir því að íþróttir og fötlun geta vel farið saman og líklega breytt sýn einhverra á líkamlega fötlun. Íþróttamenn sem kepptu til verðlauna með gervifót eða í hjólastól urðu hetjur í augum fólks, ekki síður en venjulegir íþróttamenn. Íþróttafréttamenn tóku sig saman um að beina athygli sinni sérstaklega að fötlun einstaklinganna. „Við skulum beina athygli okkar þangað. Ef við horfum á íþróttamót fatlaðra þá er spennandi að sjá hver er fatlaður, hvernig og hvernig það hefur áhrif á íþróttamennsku þeirra," sagði Lee Pearson, margfaldur verðlaunahafi á ólympíuleikum fatlaðra, í viðtali við The Guardian. Þannig var í raun áherslan á hvort tveggja í senn, fötlun og íþróttamennsku. Þegar upp var staðið áttuðu menn sig á því að mótið var hvorki ómerkilegra né minna spennandi en venjuleg íþróttamót. Ef eitthvað var þá var keppnin enn tilkomumeiri. Íþróttir snúast í raun um afrek og færni manneskjunnar innan einhverra ákveðinna marka. Hvað getur t.d. fimleikamaður gert mörg handahlaup á slá sem er 10 cm þykk? Hvað getur einn maður hlaupið 42 km hratt? Á íþróttamótum fatlaðra er það sama uppi á teningnum, nema hvað mörkin eru enn þrengri. Hvað getur einn maður hlaupið hratt með hina eða þessa fötlunina? Þannig er grundvallarspurningin sú sama: afrek manneskju innan ákveðinna marka. Átök fatlaðra íþróttamanna á íþróttavellinum síðustu daga hafa án efa opnað augu margra og stuðlað að umburðarlyndi. Í viðtali við The Guardian segir Irene Oldham, 72 ára kona sem er bundin við hjólastól, að í gegnum tíðina hefði hún þurft að venjast feimni venjulegs fólks við fatlaða sambúa sína. „Síðustu dagar hafa verið öðru vísi. Þetta hefur breytt sýn fólks á fatlaða, einkum sýn barna. Þau segja stöðugt: Ég trúi ekki að þeir geti gert þetta. Þeir eru enn betri í þessu en við." Bretar þykjast hafa haldið umrætt mót með miklum sóma. „Við gerðum þessu móti hærra undir höfði en nokkur þjóð hefur áður gert," segir í umfjöllun The Guardian. Leikvangarnir voru þétt setnir. 2,4 milljón miðar seldust, sem er töluvert hærra en áður hefur gerst og fjölmiðlar landsins veittu leikunum mikla athygli. Í viðtali við BBC segir Sebastian Coe, stjórnarformaður ólympíuleikanna, að menn muni aldrei aftur líta fötlun og íþróttir sömu augum. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar. Leikarnir enduðu með tilkomumikilli flugeldasýningu, tónleikum rokkhljómsveitarinnar Coldplay og margskonar atriðum á Ólympíuleikvanginum, eins og sjá má í myndasafninu hér til hliðar. Ólympíuleikar fatlaðra hafa eflaust opnað augu margra fyrir því að íþróttir og fötlun geta vel farið saman og líklega breytt sýn einhverra á líkamlega fötlun. Íþróttamenn sem kepptu til verðlauna með gervifót eða í hjólastól urðu hetjur í augum fólks, ekki síður en venjulegir íþróttamenn. Íþróttafréttamenn tóku sig saman um að beina athygli sinni sérstaklega að fötlun einstaklinganna. „Við skulum beina athygli okkar þangað. Ef við horfum á íþróttamót fatlaðra þá er spennandi að sjá hver er fatlaður, hvernig og hvernig það hefur áhrif á íþróttamennsku þeirra," sagði Lee Pearson, margfaldur verðlaunahafi á ólympíuleikum fatlaðra, í viðtali við The Guardian. Þannig var í raun áherslan á hvort tveggja í senn, fötlun og íþróttamennsku. Þegar upp var staðið áttuðu menn sig á því að mótið var hvorki ómerkilegra né minna spennandi en venjuleg íþróttamót. Ef eitthvað var þá var keppnin enn tilkomumeiri. Íþróttir snúast í raun um afrek og færni manneskjunnar innan einhverra ákveðinna marka. Hvað getur t.d. fimleikamaður gert mörg handahlaup á slá sem er 10 cm þykk? Hvað getur einn maður hlaupið 42 km hratt? Á íþróttamótum fatlaðra er það sama uppi á teningnum, nema hvað mörkin eru enn þrengri. Hvað getur einn maður hlaupið hratt með hina eða þessa fötlunina? Þannig er grundvallarspurningin sú sama: afrek manneskju innan ákveðinna marka. Átök fatlaðra íþróttamanna á íþróttavellinum síðustu daga hafa án efa opnað augu margra og stuðlað að umburðarlyndi. Í viðtali við The Guardian segir Irene Oldham, 72 ára kona sem er bundin við hjólastól, að í gegnum tíðina hefði hún þurft að venjast feimni venjulegs fólks við fatlaða sambúa sína. „Síðustu dagar hafa verið öðru vísi. Þetta hefur breytt sýn fólks á fatlaða, einkum sýn barna. Þau segja stöðugt: Ég trúi ekki að þeir geti gert þetta. Þeir eru enn betri í þessu en við." Bretar þykjast hafa haldið umrætt mót með miklum sóma. „Við gerðum þessu móti hærra undir höfði en nokkur þjóð hefur áður gert," segir í umfjöllun The Guardian. Leikvangarnir voru þétt setnir. 2,4 milljón miðar seldust, sem er töluvert hærra en áður hefur gerst og fjölmiðlar landsins veittu leikunum mikla athygli. Í viðtali við BBC segir Sebastian Coe, stjórnarformaður ólympíuleikanna, að menn muni aldrei aftur líta fötlun og íþróttir sömu augum.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira