Bretar hreykja sér af ólympíumóti fatlaðra BBI skrifar 10. september 2012 11:06 Flugeldar á lokaathöfninni í gær. Mynd/AFP Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar. Leikarnir enduðu með tilkomumikilli flugeldasýningu, tónleikum rokkhljómsveitarinnar Coldplay og margskonar atriðum á Ólympíuleikvanginum, eins og sjá má í myndasafninu hér til hliðar. Ólympíuleikar fatlaðra hafa eflaust opnað augu margra fyrir því að íþróttir og fötlun geta vel farið saman og líklega breytt sýn einhverra á líkamlega fötlun. Íþróttamenn sem kepptu til verðlauna með gervifót eða í hjólastól urðu hetjur í augum fólks, ekki síður en venjulegir íþróttamenn. Íþróttafréttamenn tóku sig saman um að beina athygli sinni sérstaklega að fötlun einstaklinganna. „Við skulum beina athygli okkar þangað. Ef við horfum á íþróttamót fatlaðra þá er spennandi að sjá hver er fatlaður, hvernig og hvernig það hefur áhrif á íþróttamennsku þeirra," sagði Lee Pearson, margfaldur verðlaunahafi á ólympíuleikum fatlaðra, í viðtali við The Guardian. Þannig var í raun áherslan á hvort tveggja í senn, fötlun og íþróttamennsku. Þegar upp var staðið áttuðu menn sig á því að mótið var hvorki ómerkilegra né minna spennandi en venjuleg íþróttamót. Ef eitthvað var þá var keppnin enn tilkomumeiri. Íþróttir snúast í raun um afrek og færni manneskjunnar innan einhverra ákveðinna marka. Hvað getur t.d. fimleikamaður gert mörg handahlaup á slá sem er 10 cm þykk? Hvað getur einn maður hlaupið 42 km hratt? Á íþróttamótum fatlaðra er það sama uppi á teningnum, nema hvað mörkin eru enn þrengri. Hvað getur einn maður hlaupið hratt með hina eða þessa fötlunina? Þannig er grundvallarspurningin sú sama: afrek manneskju innan ákveðinna marka. Átök fatlaðra íþróttamanna á íþróttavellinum síðustu daga hafa án efa opnað augu margra og stuðlað að umburðarlyndi. Í viðtali við The Guardian segir Irene Oldham, 72 ára kona sem er bundin við hjólastól, að í gegnum tíðina hefði hún þurft að venjast feimni venjulegs fólks við fatlaða sambúa sína. „Síðustu dagar hafa verið öðru vísi. Þetta hefur breytt sýn fólks á fatlaða, einkum sýn barna. Þau segja stöðugt: Ég trúi ekki að þeir geti gert þetta. Þeir eru enn betri í þessu en við." Bretar þykjast hafa haldið umrætt mót með miklum sóma. „Við gerðum þessu móti hærra undir höfði en nokkur þjóð hefur áður gert," segir í umfjöllun The Guardian. Leikvangarnir voru þétt setnir. 2,4 milljón miðar seldust, sem er töluvert hærra en áður hefur gerst og fjölmiðlar landsins veittu leikunum mikla athygli. Í viðtali við BBC segir Sebastian Coe, stjórnarformaður ólympíuleikanna, að menn muni aldrei aftur líta fötlun og íþróttir sömu augum. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar. Leikarnir enduðu með tilkomumikilli flugeldasýningu, tónleikum rokkhljómsveitarinnar Coldplay og margskonar atriðum á Ólympíuleikvanginum, eins og sjá má í myndasafninu hér til hliðar. Ólympíuleikar fatlaðra hafa eflaust opnað augu margra fyrir því að íþróttir og fötlun geta vel farið saman og líklega breytt sýn einhverra á líkamlega fötlun. Íþróttamenn sem kepptu til verðlauna með gervifót eða í hjólastól urðu hetjur í augum fólks, ekki síður en venjulegir íþróttamenn. Íþróttafréttamenn tóku sig saman um að beina athygli sinni sérstaklega að fötlun einstaklinganna. „Við skulum beina athygli okkar þangað. Ef við horfum á íþróttamót fatlaðra þá er spennandi að sjá hver er fatlaður, hvernig og hvernig það hefur áhrif á íþróttamennsku þeirra," sagði Lee Pearson, margfaldur verðlaunahafi á ólympíuleikum fatlaðra, í viðtali við The Guardian. Þannig var í raun áherslan á hvort tveggja í senn, fötlun og íþróttamennsku. Þegar upp var staðið áttuðu menn sig á því að mótið var hvorki ómerkilegra né minna spennandi en venjuleg íþróttamót. Ef eitthvað var þá var keppnin enn tilkomumeiri. Íþróttir snúast í raun um afrek og færni manneskjunnar innan einhverra ákveðinna marka. Hvað getur t.d. fimleikamaður gert mörg handahlaup á slá sem er 10 cm þykk? Hvað getur einn maður hlaupið 42 km hratt? Á íþróttamótum fatlaðra er það sama uppi á teningnum, nema hvað mörkin eru enn þrengri. Hvað getur einn maður hlaupið hratt með hina eða þessa fötlunina? Þannig er grundvallarspurningin sú sama: afrek manneskju innan ákveðinna marka. Átök fatlaðra íþróttamanna á íþróttavellinum síðustu daga hafa án efa opnað augu margra og stuðlað að umburðarlyndi. Í viðtali við The Guardian segir Irene Oldham, 72 ára kona sem er bundin við hjólastól, að í gegnum tíðina hefði hún þurft að venjast feimni venjulegs fólks við fatlaða sambúa sína. „Síðustu dagar hafa verið öðru vísi. Þetta hefur breytt sýn fólks á fatlaða, einkum sýn barna. Þau segja stöðugt: Ég trúi ekki að þeir geti gert þetta. Þeir eru enn betri í þessu en við." Bretar þykjast hafa haldið umrætt mót með miklum sóma. „Við gerðum þessu móti hærra undir höfði en nokkur þjóð hefur áður gert," segir í umfjöllun The Guardian. Leikvangarnir voru þétt setnir. 2,4 milljón miðar seldust, sem er töluvert hærra en áður hefur gerst og fjölmiðlar landsins veittu leikunum mikla athygli. Í viðtali við BBC segir Sebastian Coe, stjórnarformaður ólympíuleikanna, að menn muni aldrei aftur líta fötlun og íþróttir sömu augum.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira