Bretar hreykja sér af ólympíumóti fatlaðra BBI skrifar 10. september 2012 11:06 Flugeldar á lokaathöfninni í gær. Mynd/AFP Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar. Leikarnir enduðu með tilkomumikilli flugeldasýningu, tónleikum rokkhljómsveitarinnar Coldplay og margskonar atriðum á Ólympíuleikvanginum, eins og sjá má í myndasafninu hér til hliðar. Ólympíuleikar fatlaðra hafa eflaust opnað augu margra fyrir því að íþróttir og fötlun geta vel farið saman og líklega breytt sýn einhverra á líkamlega fötlun. Íþróttamenn sem kepptu til verðlauna með gervifót eða í hjólastól urðu hetjur í augum fólks, ekki síður en venjulegir íþróttamenn. Íþróttafréttamenn tóku sig saman um að beina athygli sinni sérstaklega að fötlun einstaklinganna. „Við skulum beina athygli okkar þangað. Ef við horfum á íþróttamót fatlaðra þá er spennandi að sjá hver er fatlaður, hvernig og hvernig það hefur áhrif á íþróttamennsku þeirra," sagði Lee Pearson, margfaldur verðlaunahafi á ólympíuleikum fatlaðra, í viðtali við The Guardian. Þannig var í raun áherslan á hvort tveggja í senn, fötlun og íþróttamennsku. Þegar upp var staðið áttuðu menn sig á því að mótið var hvorki ómerkilegra né minna spennandi en venjuleg íþróttamót. Ef eitthvað var þá var keppnin enn tilkomumeiri. Íþróttir snúast í raun um afrek og færni manneskjunnar innan einhverra ákveðinna marka. Hvað getur t.d. fimleikamaður gert mörg handahlaup á slá sem er 10 cm þykk? Hvað getur einn maður hlaupið 42 km hratt? Á íþróttamótum fatlaðra er það sama uppi á teningnum, nema hvað mörkin eru enn þrengri. Hvað getur einn maður hlaupið hratt með hina eða þessa fötlunina? Þannig er grundvallarspurningin sú sama: afrek manneskju innan ákveðinna marka. Átök fatlaðra íþróttamanna á íþróttavellinum síðustu daga hafa án efa opnað augu margra og stuðlað að umburðarlyndi. Í viðtali við The Guardian segir Irene Oldham, 72 ára kona sem er bundin við hjólastól, að í gegnum tíðina hefði hún þurft að venjast feimni venjulegs fólks við fatlaða sambúa sína. „Síðustu dagar hafa verið öðru vísi. Þetta hefur breytt sýn fólks á fatlaða, einkum sýn barna. Þau segja stöðugt: Ég trúi ekki að þeir geti gert þetta. Þeir eru enn betri í þessu en við." Bretar þykjast hafa haldið umrætt mót með miklum sóma. „Við gerðum þessu móti hærra undir höfði en nokkur þjóð hefur áður gert," segir í umfjöllun The Guardian. Leikvangarnir voru þétt setnir. 2,4 milljón miðar seldust, sem er töluvert hærra en áður hefur gerst og fjölmiðlar landsins veittu leikunum mikla athygli. Í viðtali við BBC segir Sebastian Coe, stjórnarformaður ólympíuleikanna, að menn muni aldrei aftur líta fötlun og íþróttir sömu augum. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar. Leikarnir enduðu með tilkomumikilli flugeldasýningu, tónleikum rokkhljómsveitarinnar Coldplay og margskonar atriðum á Ólympíuleikvanginum, eins og sjá má í myndasafninu hér til hliðar. Ólympíuleikar fatlaðra hafa eflaust opnað augu margra fyrir því að íþróttir og fötlun geta vel farið saman og líklega breytt sýn einhverra á líkamlega fötlun. Íþróttamenn sem kepptu til verðlauna með gervifót eða í hjólastól urðu hetjur í augum fólks, ekki síður en venjulegir íþróttamenn. Íþróttafréttamenn tóku sig saman um að beina athygli sinni sérstaklega að fötlun einstaklinganna. „Við skulum beina athygli okkar þangað. Ef við horfum á íþróttamót fatlaðra þá er spennandi að sjá hver er fatlaður, hvernig og hvernig það hefur áhrif á íþróttamennsku þeirra," sagði Lee Pearson, margfaldur verðlaunahafi á ólympíuleikum fatlaðra, í viðtali við The Guardian. Þannig var í raun áherslan á hvort tveggja í senn, fötlun og íþróttamennsku. Þegar upp var staðið áttuðu menn sig á því að mótið var hvorki ómerkilegra né minna spennandi en venjuleg íþróttamót. Ef eitthvað var þá var keppnin enn tilkomumeiri. Íþróttir snúast í raun um afrek og færni manneskjunnar innan einhverra ákveðinna marka. Hvað getur t.d. fimleikamaður gert mörg handahlaup á slá sem er 10 cm þykk? Hvað getur einn maður hlaupið 42 km hratt? Á íþróttamótum fatlaðra er það sama uppi á teningnum, nema hvað mörkin eru enn þrengri. Hvað getur einn maður hlaupið hratt með hina eða þessa fötlunina? Þannig er grundvallarspurningin sú sama: afrek manneskju innan ákveðinna marka. Átök fatlaðra íþróttamanna á íþróttavellinum síðustu daga hafa án efa opnað augu margra og stuðlað að umburðarlyndi. Í viðtali við The Guardian segir Irene Oldham, 72 ára kona sem er bundin við hjólastól, að í gegnum tíðina hefði hún þurft að venjast feimni venjulegs fólks við fatlaða sambúa sína. „Síðustu dagar hafa verið öðru vísi. Þetta hefur breytt sýn fólks á fatlaða, einkum sýn barna. Þau segja stöðugt: Ég trúi ekki að þeir geti gert þetta. Þeir eru enn betri í þessu en við." Bretar þykjast hafa haldið umrætt mót með miklum sóma. „Við gerðum þessu móti hærra undir höfði en nokkur þjóð hefur áður gert," segir í umfjöllun The Guardian. Leikvangarnir voru þétt setnir. 2,4 milljón miðar seldust, sem er töluvert hærra en áður hefur gerst og fjölmiðlar landsins veittu leikunum mikla athygli. Í viðtali við BBC segir Sebastian Coe, stjórnarformaður ólympíuleikanna, að menn muni aldrei aftur líta fötlun og íþróttir sömu augum.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira