Fleiri fréttir

Gönguljósin færð austar

Gangbraut yfir Hringbraut við Þjóðminjasafn Íslands verður færð nokkrum metrum austar svo hún tengist aðliggjandi gönguleiðum betur. Framkvæmdir hefjast klukkan átta í kvöld og standa fram eftir nóttu þar sem gönguljós og merkingar verða færð til.

Ferðamenn prjóna þríhyrnur

Norræn prjónaráðstefna er nú haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi en eigendur blaðsins Lopa og bands standa að viðburðinum.

Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir

Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa.

Átök í Sýrlandi magnast áfram

Ríflega 1.300 Sýrlendingar flúðu frá landinu til Tyrklands í skjóli nætur aðfaranótt þriðjudags. Stöðugur straumur flóttamanna hefur verið frá Sýrlandi síðustu mánuði eftir því sem borgarastríðið þar í landi hefur færst í aukana.

Fossinn Hverfandi birtist á ný

Hálslón hefur náð yfirfallshæð og er nú 625 metrum yfir sjávarmáli. Vatn úr lóninu mun því á næstunni renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Við það myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og steypist þar hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur.

Iceland Express ekki til Berlínar

Iceland Express mun ekki fljúga til Berlínar allan ársins hring eins og auglýst hefur verið. Flugfélagið hefur verið í markaðsátaki í Þýskalandi í sumar en mun þó ekki fljúga til Berlínar í vetur. Flogið verður fram í október en ekkert þar til næsta vor.

Níu látnir í flóðum í Maníla

Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda.

Fluttu og skildu hundinn eftir

Íbúar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fluttu þaðan út um verslunarmannahelgina án þess að taka hundinn sinn með. Ábendingar um þetta bárust lögreglu höfuðborgarsvæðisins í fyrrakvöld.

Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum.

Grunur um íkveikju í báti

Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar bruna sem varð í dragnótabátnum Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn á mánudagsmorgun.

Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum

Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur.

Norska stúlkan enn ófundin

Norska stúlkan, Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem leitað hefur verið að í Ósló síðan á aðfaranótt sunnudags er enn ófundin.

Brynjar er búinn undir fjaðrafok vegna umsóknarinnar

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið.

Þyrla sækir mann út í skip

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna veikinda um borð í erlendu farþegaskipi. Skipið er staðsett út fyrir Langanesi. Samkvæmt frétt mbl.is var fékk áhafnarmeðlimur á skipinu hjartaáfall. Þyrla gæslunnar mun að öllum líkindum koma að skipinu laust fyrir miðnætti í kvöld.

Áttu flottustu innkomuna á Þjóðhátíð í fallhlíf

Menn eru misjafnlega töff á Þjóðhátíð. Flestir eru reyndar ekki sérlega töff, í asnalegum búningum eða klæddir í pollagalla. Tveir einstaklingar áttu þó óumdeilanlega vinninginn í töffarakeppni hátíðarinnar því þeir mættu á Þjóðhátíð í fallhlíf, svifu tígulega inn í Herjólfsdal.

Ætla að enda í Vík í kvöld

Hjólatúr Róberts Þórhallssonar hringinn í kringum landið fer vel af stað, sagði Baldvin Sigurðsson félagi hans í kvöld. Hjólreiðatúrinn er farinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þeir Róbert og Baldvin voru búnir að vera á ferðinni í fjóra klukkutíma þegar Vísir náði tali af Baldvin og voru komnir að Markarfljóti. “Þetta gengur bara mjög vel,” sagði Baldvin

Samráðshópur ráðherra fundaði í fyrsta sinn

Fyrsti fundur samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum fór fram í dag. Enn liggur ekki fyrir hve lengi hópurinn mun starfa.

Lyfjanotkun getur orsakað minnistap

Aukaverkanir lyfja eru ein algengasta orsökin fyrir minnistapi. Þetta segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason hjá Saga Medica í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.

Kynna bókmenntir sem tengjast samkynhneigð

Hinsegin bókmenntaganga mun fara fram föstudaginn næstkomandi. Þar munu bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir og leikarinn Darren Foreman kynna fyrir gestum og gangandi íslenskar bókmenntir sem fléttast á einhvern hátt um samkynhneigð.

Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu

Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í "að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu.

Sundgestir tóku ekki eftir drukknandi dreng í um þrjár mínútur

Tveir tólf ára drengir björguðu sex ára dreng naumlega frá drukknun á föstudag. Þeir eru sannfærðir um að atburðinum muni þeir aldrei gleyma. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir að drengurinn hafi barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem tók ekki eftir því að eitthvað hvað amaði að.

Lögregla hafði aðrar áherslur við eftirlitið

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði aðrar áherslur en áður við eftirlitsstarf sitt á Þjóðhátíð yfir helgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum, segir að það sé alla vega ein af ástæðum þess að fleiri fíkniefnamál komu upp í ár en nokkurntíma áður á hátíðinni.

Vegaframkvæmdir á morgun

Malbikunarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Nýbýlavegi í Kópavogi í fyrramálið. Framkvæmdirnar verða á kaflanum milli Túnbrekku og Álfabrekku. Gatan verður lokuð til austurs en hjáleiðir verða um Túnbrekku og Álfhólsveg. Vegna þess má búast við minniháttar umferðartöfum á þeim vegarkafla.

Á fjórða tug manna tekinn fyrir ölvunarakstur

Þrjátíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tuttugu og níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði.

Veiðiþjófur villti á sér heimildir

Varðskipið Þór stóð nýverið rækjubát að meintum ólöglegum togveiðum í Kolluál undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Við nánari eftirlit varðskipsmanna kom í ljós að skráður skipverji var ekki staddur um borð og reyndi óþekktur maður að villa á sér heimildir, eftir því sem fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Athæfið er litið mjög alvarlegum augum. Varðskipsmenn vísuðu bátnum til hafnar þar sem lögreglan af höfuðborgarsvæðinu tók á móti skipstjóranum og yfirheyrði hann. Lögreglan mun síðan taka ákvörðun um áframhald málsins.

Fjögur ung börn slösuðust í nágrenni við Selfoss

Tilkynnt var um átta slys um helgina í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, öll í sumarbústaðabyggðum eða nágrenni þeirra. Í fjórum tilvikum var um ung börn að ræða. Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á hnakkann og annað á sama aldri slasaðist á róluvelli, fimm ára barn féll tvo metra úr koju niður á gólf í sumarbústað, ekið var á sjö ára dreng á Flúðum og 11 ára stúlka fótbrotnaði eftir stökk úr 3ja metra hæð ofan í Litlu Laxá við Flúðir.

Hrafnhildur úr landi eftir frumsýningu á mynd Ragnhildar Steinunnar

Heimildarmyndin "Hrafnhildur“ verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndin og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. "Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar,“ segir hún.

Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara

Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar.

Fólk gengur kaupum og sölum

Mansalsglæpir eru glæpir sem eru "okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal.

Grunur um íkveikju í Arnari

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn í gærmorgun. Lögreglan á Selfossi sem rannsakar brunann leitaðið til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og leiddi sú rannsókn í ljós að um íkveikju væri að ræða. Eldurinn kom upp í svampdýnu sem staðsett var í vinnslurými bátsins. Allir þeir sem orðið hafa varir mannaferða á bryggjum hafnarinnar, fótgangandi á bílum eða á annan máta, eða annars staðar í Þorlákshöfn á tímabilinu frá kl. 04:00 til 07:30 í gærmorgun eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Ekki tímabært að ræða hækkun á leigu

"Ég held að það sé ekki tímabært að ræða hækkun á leigu," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra um þær hugmyndir sem reifaðar eru í Fréttablaðinu í dag um að Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði hærri leigu fyrir afnot af Hörpu. Þannig sé hægt að bregðast við rekstrarvanda Hörpunnar en eins og komið hefur fram í fréttum er gert ráð fyrir að rekstrartap Hörpu verði 407 milljónir á árinu.

Íslendingar eru hæstir á ÓL

Samkvæmt breska tímaritinu The Guardian eru íslensku Ólympíufararnir hæstir allra en meðalhæð þeirra 1.9 metrar. Vafalaust má þakka handboltalandsliðinu fyrir þann heiður.

Crowe ekki hrifinn af brennivíni

Tökur á stórmyndinni um Nóa og örkina hans fara fram í Reynisfjöru í dag. Leikstjóri myndarinnar birti í gær mynd sem tekin var í fjöruborðinu.

Fara fram á þriggja ára fangelsi

Saksóknarar í Rússlandi hafa farið fram á að þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot verði dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir guðlast.

Loughner fyrir dómara í dag

Talið er að hinn 23 ára gamli Jared Loughner muni taka afstöðu til ákæra á hendur sér í dag. Loughner er grunaður um að hafa myrt sex á götuhorni í Tuscon í Bandaríkjunum á síðasta ári.

Curiosity streymir myndum frá Mars

Fyrstu myndir frá snjalljeppanum Curiosity sem nú situr á yfirborði Mars hafa verið birtar. Um er að ræða 300 ljósmyndir sem sýna lendingu farsins í Gale-gígnum, nokkuð suður af miðbaug plánetunnar. Á næstu dögum mun Curiosity senda nákvæmari myndir af lendingarstað sínum.

Harmleikur í Nígeríu

Að minnsta kosti 15 létust þegar vígamenn hófu skotárás á kirkju í Nígeríu í nótt. Árásin átti sér stað í miðju bænahaldi. Líkleg þykir að múslímskir liðsmenn samtakanna Boko Haram hafi staðið að baki voðaverkinu.

Eldur af völdum flugeldatertu í Heiðmörk

Eldur kviknaði í gróðri í Heiðmörk í gærkvöldi, af völdum flugeldatertu. Eldurinn logaði nokkuð langt frá veginum þannig að slökkviliðsmenn þurftu að leggja langar slöngur til að koma vatni á vettvang, en úr því gekk slökkvistarf vel.

Ólíklegt að Rice verði varaforsetaefni

Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum tilkynntu í gær Condoleezza Rice, sem áður gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Georg W. Bush, myndi ávarpa fundargesti á ráðstefnu flokksins í Flórída seinna í þessum mánuði.

Þúsundir flýja heimili sín í Manila

Tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Manila, höfuðborg Filippseyja, í kjölfar mikilla flóða. Öllum skólum og verslunum í borginni hefur verið lokað.

Fyrirmynd Mount Doom gýs

Miklar tafir hafa orðið á flugi og öðrum samgöngum eftir að eldgos hófst í fjallinu Tongariro á Nýja-Sjálandi í nótt. Rúm öld er liðin síðan eldfjallið gaus síðast.

Fall Assads tímaspursmál

Dagar Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, á valdastóli eru taldir að mati stjórnvalda í Bandaríkjunum. Talsmaður ríkisstjórnar Barack Obama sagði í gær að flótti forsætisráðherra landsins úr landi beri vitni um vanhæfni forsetans til að stjórna landinu.

Margir héldu til veiða í nótt

Mörg fiskiskip héldu til veiða í nótt, en þó var heldur minni kraftur í strandveiðibátum en oft áður. Nú má aðeins veiða á þremur svæðum af fjórum, þar sem búið er að stöðva veiðar á svæðinu frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp þar sem kvótinn er búinn.

Sjá næstu 50 fréttir