Fleiri fréttir Gönguljósin færð austar Gangbraut yfir Hringbraut við Þjóðminjasafn Íslands verður færð nokkrum metrum austar svo hún tengist aðliggjandi gönguleiðum betur. Framkvæmdir hefjast klukkan átta í kvöld og standa fram eftir nóttu þar sem gönguljós og merkingar verða færð til. 8.8.2012 06:15 Ferðamenn prjóna þríhyrnur Norræn prjónaráðstefna er nú haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi en eigendur blaðsins Lopa og bands standa að viðburðinum. 8.8.2012 05:45 Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa. 8.8.2012 05:30 Átök í Sýrlandi magnast áfram Ríflega 1.300 Sýrlendingar flúðu frá landinu til Tyrklands í skjóli nætur aðfaranótt þriðjudags. Stöðugur straumur flóttamanna hefur verið frá Sýrlandi síðustu mánuði eftir því sem borgarastríðið þar í landi hefur færst í aukana. 8.8.2012 05:00 Fossinn Hverfandi birtist á ný Hálslón hefur náð yfirfallshæð og er nú 625 metrum yfir sjávarmáli. Vatn úr lóninu mun því á næstunni renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Við það myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og steypist þar hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. 8.8.2012 04:45 Iceland Express ekki til Berlínar Iceland Express mun ekki fljúga til Berlínar allan ársins hring eins og auglýst hefur verið. Flugfélagið hefur verið í markaðsátaki í Þýskalandi í sumar en mun þó ekki fljúga til Berlínar í vetur. Flogið verður fram í október en ekkert þar til næsta vor. 8.8.2012 04:15 Níu látnir í flóðum í Maníla Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 8.8.2012 04:00 Fluttu og skildu hundinn eftir Íbúar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fluttu þaðan út um verslunarmannahelgina án þess að taka hundinn sinn með. Ábendingar um þetta bárust lögreglu höfuðborgarsvæðisins í fyrrakvöld. 8.8.2012 03:45 Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum. 8.8.2012 03:00 Grunur um íkveikju í báti Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar bruna sem varð í dragnótabátnum Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn á mánudagsmorgun. 8.8.2012 02:45 Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur. 8.8.2012 02:30 Norska stúlkan enn ófundin Norska stúlkan, Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem leitað hefur verið að í Ósló síðan á aðfaranótt sunnudags er enn ófundin. 8.8.2012 02:15 Brynjar er búinn undir fjaðrafok vegna umsóknarinnar Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. 7.8.2012 23:00 Þyrla sækir mann út í skip Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna veikinda um borð í erlendu farþegaskipi. Skipið er staðsett út fyrir Langanesi. Samkvæmt frétt mbl.is var fékk áhafnarmeðlimur á skipinu hjartaáfall. Þyrla gæslunnar mun að öllum líkindum koma að skipinu laust fyrir miðnætti í kvöld. 7.8.2012 23:15 Áttu flottustu innkomuna á Þjóðhátíð í fallhlíf Menn eru misjafnlega töff á Þjóðhátíð. Flestir eru reyndar ekki sérlega töff, í asnalegum búningum eða klæddir í pollagalla. Tveir einstaklingar áttu þó óumdeilanlega vinninginn í töffarakeppni hátíðarinnar því þeir mættu á Þjóðhátíð í fallhlíf, svifu tígulega inn í Herjólfsdal. 7.8.2012 21:47 Ætla að enda í Vík í kvöld Hjólatúr Róberts Þórhallssonar hringinn í kringum landið fer vel af stað, sagði Baldvin Sigurðsson félagi hans í kvöld. Hjólreiðatúrinn er farinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þeir Róbert og Baldvin voru búnir að vera á ferðinni í fjóra klukkutíma þegar Vísir náði tali af Baldvin og voru komnir að Markarfljóti. “Þetta gengur bara mjög vel,” sagði Baldvin 7.8.2012 22:12 Samráðshópur ráðherra fundaði í fyrsta sinn Fyrsti fundur samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum fór fram í dag. Enn liggur ekki fyrir hve lengi hópurinn mun starfa. 7.8.2012 21:34 Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust Framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng í morgun. Undirbúningsvinnan er farin af stað en talið er að byrjað verði að sprengja um áramótin. 7.8.2012 20:49 Lyfjanotkun getur orsakað minnistap Aukaverkanir lyfja eru ein algengasta orsökin fyrir minnistapi. Þetta segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason hjá Saga Medica í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 7.8.2012 20:30 Kynna bókmenntir sem tengjast samkynhneigð Hinsegin bókmenntaganga mun fara fram föstudaginn næstkomandi. Þar munu bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir og leikarinn Darren Foreman kynna fyrir gestum og gangandi íslenskar bókmenntir sem fléttast á einhvern hátt um samkynhneigð. 7.8.2012 19:46 Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í "að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. 7.8.2012 19:44 Sundgestir tóku ekki eftir drukknandi dreng í um þrjár mínútur Tveir tólf ára drengir björguðu sex ára dreng naumlega frá drukknun á föstudag. Þeir eru sannfærðir um að atburðinum muni þeir aldrei gleyma. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir að drengurinn hafi barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem tók ekki eftir því að eitthvað hvað amaði að. 7.8.2012 18:42 Lögregla hafði aðrar áherslur við eftirlitið Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði aðrar áherslur en áður við eftirlitsstarf sitt á Þjóðhátíð yfir helgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum, segir að það sé alla vega ein af ástæðum þess að fleiri fíkniefnamál komu upp í ár en nokkurntíma áður á hátíðinni. 7.8.2012 18:00 Vegaframkvæmdir á morgun Malbikunarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Nýbýlavegi í Kópavogi í fyrramálið. Framkvæmdirnar verða á kaflanum milli Túnbrekku og Álfabrekku. Gatan verður lokuð til austurs en hjáleiðir verða um Túnbrekku og Álfhólsveg. Vegna þess má búast við minniháttar umferðartöfum á þeim vegarkafla. 7.8.2012 17:21 Á fjórða tug manna tekinn fyrir ölvunarakstur Þrjátíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tuttugu og níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. 7.8.2012 16:55 Veiðiþjófur villti á sér heimildir Varðskipið Þór stóð nýverið rækjubát að meintum ólöglegum togveiðum í Kolluál undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Við nánari eftirlit varðskipsmanna kom í ljós að skráður skipverji var ekki staddur um borð og reyndi óþekktur maður að villa á sér heimildir, eftir því sem fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Athæfið er litið mjög alvarlegum augum. Varðskipsmenn vísuðu bátnum til hafnar þar sem lögreglan af höfuðborgarsvæðinu tók á móti skipstjóranum og yfirheyrði hann. Lögreglan mun síðan taka ákvörðun um áframhald málsins. 7.8.2012 16:23 Fjögur ung börn slösuðust í nágrenni við Selfoss Tilkynnt var um átta slys um helgina í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, öll í sumarbústaðabyggðum eða nágrenni þeirra. Í fjórum tilvikum var um ung börn að ræða. Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á hnakkann og annað á sama aldri slasaðist á róluvelli, fimm ára barn féll tvo metra úr koju niður á gólf í sumarbústað, ekið var á sjö ára dreng á Flúðum og 11 ára stúlka fótbrotnaði eftir stökk úr 3ja metra hæð ofan í Litlu Laxá við Flúðir. 7.8.2012 13:59 Hrafnhildur úr landi eftir frumsýningu á mynd Ragnhildar Steinunnar Heimildarmyndin "Hrafnhildur“ verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndin og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. "Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar,“ segir hún. 7.8.2012 13:44 Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7.8.2012 13:19 Fólk gengur kaupum og sölum Mansalsglæpir eru glæpir sem eru "okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal. 7.8.2012 11:40 Grunur um íkveikju í Arnari Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn í gærmorgun. Lögreglan á Selfossi sem rannsakar brunann leitaðið til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og leiddi sú rannsókn í ljós að um íkveikju væri að ræða. Eldurinn kom upp í svampdýnu sem staðsett var í vinnslurými bátsins. Allir þeir sem orðið hafa varir mannaferða á bryggjum hafnarinnar, fótgangandi á bílum eða á annan máta, eða annars staðar í Þorlákshöfn á tímabilinu frá kl. 04:00 til 07:30 í gærmorgun eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. 7.8.2012 11:24 Ekki tímabært að ræða hækkun á leigu "Ég held að það sé ekki tímabært að ræða hækkun á leigu," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra um þær hugmyndir sem reifaðar eru í Fréttablaðinu í dag um að Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði hærri leigu fyrir afnot af Hörpu. Þannig sé hægt að bregðast við rekstrarvanda Hörpunnar en eins og komið hefur fram í fréttum er gert ráð fyrir að rekstrartap Hörpu verði 407 milljónir á árinu. 7.8.2012 10:58 Íslendingar eru hæstir á ÓL Samkvæmt breska tímaritinu The Guardian eru íslensku Ólympíufararnir hæstir allra en meðalhæð þeirra 1.9 metrar. Vafalaust má þakka handboltalandsliðinu fyrir þann heiður. 7.8.2012 10:51 Crowe ekki hrifinn af brennivíni Tökur á stórmyndinni um Nóa og örkina hans fara fram í Reynisfjöru í dag. Leikstjóri myndarinnar birti í gær mynd sem tekin var í fjöruborðinu. 7.8.2012 10:18 Fara fram á þriggja ára fangelsi Saksóknarar í Rússlandi hafa farið fram á að þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot verði dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir guðlast. 7.8.2012 10:01 Loughner fyrir dómara í dag Talið er að hinn 23 ára gamli Jared Loughner muni taka afstöðu til ákæra á hendur sér í dag. Loughner er grunaður um að hafa myrt sex á götuhorni í Tuscon í Bandaríkjunum á síðasta ári. 7.8.2012 09:42 Curiosity streymir myndum frá Mars Fyrstu myndir frá snjalljeppanum Curiosity sem nú situr á yfirborði Mars hafa verið birtar. Um er að ræða 300 ljósmyndir sem sýna lendingu farsins í Gale-gígnum, nokkuð suður af miðbaug plánetunnar. Á næstu dögum mun Curiosity senda nákvæmari myndir af lendingarstað sínum. 7.8.2012 09:10 Harmleikur í Nígeríu Að minnsta kosti 15 létust þegar vígamenn hófu skotárás á kirkju í Nígeríu í nótt. Árásin átti sér stað í miðju bænahaldi. Líkleg þykir að múslímskir liðsmenn samtakanna Boko Haram hafi staðið að baki voðaverkinu. 7.8.2012 09:06 Eldur af völdum flugeldatertu í Heiðmörk Eldur kviknaði í gróðri í Heiðmörk í gærkvöldi, af völdum flugeldatertu. Eldurinn logaði nokkuð langt frá veginum þannig að slökkviliðsmenn þurftu að leggja langar slöngur til að koma vatni á vettvang, en úr því gekk slökkvistarf vel. 7.8.2012 09:03 Hljóp að vígamanni með bitlausum hníf Stjórnandi bænahúss Síka í Wisconsin í Bandaríkjunum bjargaði lífi fjölda barna og kvenna þegar Wade Michael Page hóf skotárás á hofið. 7.8.2012 08:59 Ólíklegt að Rice verði varaforsetaefni Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum tilkynntu í gær Condoleezza Rice, sem áður gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Georg W. Bush, myndi ávarpa fundargesti á ráðstefnu flokksins í Flórída seinna í þessum mánuði. 7.8.2012 08:28 Þúsundir flýja heimili sín í Manila Tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Manila, höfuðborg Filippseyja, í kjölfar mikilla flóða. Öllum skólum og verslunum í borginni hefur verið lokað. 7.8.2012 08:15 Fyrirmynd Mount Doom gýs Miklar tafir hafa orðið á flugi og öðrum samgöngum eftir að eldgos hófst í fjallinu Tongariro á Nýja-Sjálandi í nótt. Rúm öld er liðin síðan eldfjallið gaus síðast. 7.8.2012 07:53 Fall Assads tímaspursmál Dagar Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, á valdastóli eru taldir að mati stjórnvalda í Bandaríkjunum. Talsmaður ríkisstjórnar Barack Obama sagði í gær að flótti forsætisráðherra landsins úr landi beri vitni um vanhæfni forsetans til að stjórna landinu. 7.8.2012 07:32 Margir héldu til veiða í nótt Mörg fiskiskip héldu til veiða í nótt, en þó var heldur minni kraftur í strandveiðibátum en oft áður. Nú má aðeins veiða á þremur svæðum af fjórum, þar sem búið er að stöðva veiðar á svæðinu frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp þar sem kvótinn er búinn. 7.8.2012 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Gönguljósin færð austar Gangbraut yfir Hringbraut við Þjóðminjasafn Íslands verður færð nokkrum metrum austar svo hún tengist aðliggjandi gönguleiðum betur. Framkvæmdir hefjast klukkan átta í kvöld og standa fram eftir nóttu þar sem gönguljós og merkingar verða færð til. 8.8.2012 06:15
Ferðamenn prjóna þríhyrnur Norræn prjónaráðstefna er nú haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi en eigendur blaðsins Lopa og bands standa að viðburðinum. 8.8.2012 05:45
Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa. 8.8.2012 05:30
Átök í Sýrlandi magnast áfram Ríflega 1.300 Sýrlendingar flúðu frá landinu til Tyrklands í skjóli nætur aðfaranótt þriðjudags. Stöðugur straumur flóttamanna hefur verið frá Sýrlandi síðustu mánuði eftir því sem borgarastríðið þar í landi hefur færst í aukana. 8.8.2012 05:00
Fossinn Hverfandi birtist á ný Hálslón hefur náð yfirfallshæð og er nú 625 metrum yfir sjávarmáli. Vatn úr lóninu mun því á næstunni renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Við það myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og steypist þar hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. 8.8.2012 04:45
Iceland Express ekki til Berlínar Iceland Express mun ekki fljúga til Berlínar allan ársins hring eins og auglýst hefur verið. Flugfélagið hefur verið í markaðsátaki í Þýskalandi í sumar en mun þó ekki fljúga til Berlínar í vetur. Flogið verður fram í október en ekkert þar til næsta vor. 8.8.2012 04:15
Níu látnir í flóðum í Maníla Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 8.8.2012 04:00
Fluttu og skildu hundinn eftir Íbúar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fluttu þaðan út um verslunarmannahelgina án þess að taka hundinn sinn með. Ábendingar um þetta bárust lögreglu höfuðborgarsvæðisins í fyrrakvöld. 8.8.2012 03:45
Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum. 8.8.2012 03:00
Grunur um íkveikju í báti Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar bruna sem varð í dragnótabátnum Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn á mánudagsmorgun. 8.8.2012 02:45
Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur. 8.8.2012 02:30
Norska stúlkan enn ófundin Norska stúlkan, Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem leitað hefur verið að í Ósló síðan á aðfaranótt sunnudags er enn ófundin. 8.8.2012 02:15
Brynjar er búinn undir fjaðrafok vegna umsóknarinnar Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. 7.8.2012 23:00
Þyrla sækir mann út í skip Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna veikinda um borð í erlendu farþegaskipi. Skipið er staðsett út fyrir Langanesi. Samkvæmt frétt mbl.is var fékk áhafnarmeðlimur á skipinu hjartaáfall. Þyrla gæslunnar mun að öllum líkindum koma að skipinu laust fyrir miðnætti í kvöld. 7.8.2012 23:15
Áttu flottustu innkomuna á Þjóðhátíð í fallhlíf Menn eru misjafnlega töff á Þjóðhátíð. Flestir eru reyndar ekki sérlega töff, í asnalegum búningum eða klæddir í pollagalla. Tveir einstaklingar áttu þó óumdeilanlega vinninginn í töffarakeppni hátíðarinnar því þeir mættu á Þjóðhátíð í fallhlíf, svifu tígulega inn í Herjólfsdal. 7.8.2012 21:47
Ætla að enda í Vík í kvöld Hjólatúr Róberts Þórhallssonar hringinn í kringum landið fer vel af stað, sagði Baldvin Sigurðsson félagi hans í kvöld. Hjólreiðatúrinn er farinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þeir Róbert og Baldvin voru búnir að vera á ferðinni í fjóra klukkutíma þegar Vísir náði tali af Baldvin og voru komnir að Markarfljóti. “Þetta gengur bara mjög vel,” sagði Baldvin 7.8.2012 22:12
Samráðshópur ráðherra fundaði í fyrsta sinn Fyrsti fundur samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum fór fram í dag. Enn liggur ekki fyrir hve lengi hópurinn mun starfa. 7.8.2012 21:34
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust Framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng í morgun. Undirbúningsvinnan er farin af stað en talið er að byrjað verði að sprengja um áramótin. 7.8.2012 20:49
Lyfjanotkun getur orsakað minnistap Aukaverkanir lyfja eru ein algengasta orsökin fyrir minnistapi. Þetta segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason hjá Saga Medica í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 7.8.2012 20:30
Kynna bókmenntir sem tengjast samkynhneigð Hinsegin bókmenntaganga mun fara fram föstudaginn næstkomandi. Þar munu bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir og leikarinn Darren Foreman kynna fyrir gestum og gangandi íslenskar bókmenntir sem fléttast á einhvern hátt um samkynhneigð. 7.8.2012 19:46
Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í "að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. 7.8.2012 19:44
Sundgestir tóku ekki eftir drukknandi dreng í um þrjár mínútur Tveir tólf ára drengir björguðu sex ára dreng naumlega frá drukknun á föstudag. Þeir eru sannfærðir um að atburðinum muni þeir aldrei gleyma. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir að drengurinn hafi barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem tók ekki eftir því að eitthvað hvað amaði að. 7.8.2012 18:42
Lögregla hafði aðrar áherslur við eftirlitið Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði aðrar áherslur en áður við eftirlitsstarf sitt á Þjóðhátíð yfir helgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum, segir að það sé alla vega ein af ástæðum þess að fleiri fíkniefnamál komu upp í ár en nokkurntíma áður á hátíðinni. 7.8.2012 18:00
Vegaframkvæmdir á morgun Malbikunarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Nýbýlavegi í Kópavogi í fyrramálið. Framkvæmdirnar verða á kaflanum milli Túnbrekku og Álfabrekku. Gatan verður lokuð til austurs en hjáleiðir verða um Túnbrekku og Álfhólsveg. Vegna þess má búast við minniháttar umferðartöfum á þeim vegarkafla. 7.8.2012 17:21
Á fjórða tug manna tekinn fyrir ölvunarakstur Þrjátíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tuttugu og níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. 7.8.2012 16:55
Veiðiþjófur villti á sér heimildir Varðskipið Þór stóð nýverið rækjubát að meintum ólöglegum togveiðum í Kolluál undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Við nánari eftirlit varðskipsmanna kom í ljós að skráður skipverji var ekki staddur um borð og reyndi óþekktur maður að villa á sér heimildir, eftir því sem fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Athæfið er litið mjög alvarlegum augum. Varðskipsmenn vísuðu bátnum til hafnar þar sem lögreglan af höfuðborgarsvæðinu tók á móti skipstjóranum og yfirheyrði hann. Lögreglan mun síðan taka ákvörðun um áframhald málsins. 7.8.2012 16:23
Fjögur ung börn slösuðust í nágrenni við Selfoss Tilkynnt var um átta slys um helgina í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, öll í sumarbústaðabyggðum eða nágrenni þeirra. Í fjórum tilvikum var um ung börn að ræða. Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á hnakkann og annað á sama aldri slasaðist á róluvelli, fimm ára barn féll tvo metra úr koju niður á gólf í sumarbústað, ekið var á sjö ára dreng á Flúðum og 11 ára stúlka fótbrotnaði eftir stökk úr 3ja metra hæð ofan í Litlu Laxá við Flúðir. 7.8.2012 13:59
Hrafnhildur úr landi eftir frumsýningu á mynd Ragnhildar Steinunnar Heimildarmyndin "Hrafnhildur“ verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndin og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. "Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar,“ segir hún. 7.8.2012 13:44
Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7.8.2012 13:19
Fólk gengur kaupum og sölum Mansalsglæpir eru glæpir sem eru "okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal. 7.8.2012 11:40
Grunur um íkveikju í Arnari Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn í gærmorgun. Lögreglan á Selfossi sem rannsakar brunann leitaðið til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og leiddi sú rannsókn í ljós að um íkveikju væri að ræða. Eldurinn kom upp í svampdýnu sem staðsett var í vinnslurými bátsins. Allir þeir sem orðið hafa varir mannaferða á bryggjum hafnarinnar, fótgangandi á bílum eða á annan máta, eða annars staðar í Þorlákshöfn á tímabilinu frá kl. 04:00 til 07:30 í gærmorgun eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. 7.8.2012 11:24
Ekki tímabært að ræða hækkun á leigu "Ég held að það sé ekki tímabært að ræða hækkun á leigu," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra um þær hugmyndir sem reifaðar eru í Fréttablaðinu í dag um að Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði hærri leigu fyrir afnot af Hörpu. Þannig sé hægt að bregðast við rekstrarvanda Hörpunnar en eins og komið hefur fram í fréttum er gert ráð fyrir að rekstrartap Hörpu verði 407 milljónir á árinu. 7.8.2012 10:58
Íslendingar eru hæstir á ÓL Samkvæmt breska tímaritinu The Guardian eru íslensku Ólympíufararnir hæstir allra en meðalhæð þeirra 1.9 metrar. Vafalaust má þakka handboltalandsliðinu fyrir þann heiður. 7.8.2012 10:51
Crowe ekki hrifinn af brennivíni Tökur á stórmyndinni um Nóa og örkina hans fara fram í Reynisfjöru í dag. Leikstjóri myndarinnar birti í gær mynd sem tekin var í fjöruborðinu. 7.8.2012 10:18
Fara fram á þriggja ára fangelsi Saksóknarar í Rússlandi hafa farið fram á að þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot verði dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir guðlast. 7.8.2012 10:01
Loughner fyrir dómara í dag Talið er að hinn 23 ára gamli Jared Loughner muni taka afstöðu til ákæra á hendur sér í dag. Loughner er grunaður um að hafa myrt sex á götuhorni í Tuscon í Bandaríkjunum á síðasta ári. 7.8.2012 09:42
Curiosity streymir myndum frá Mars Fyrstu myndir frá snjalljeppanum Curiosity sem nú situr á yfirborði Mars hafa verið birtar. Um er að ræða 300 ljósmyndir sem sýna lendingu farsins í Gale-gígnum, nokkuð suður af miðbaug plánetunnar. Á næstu dögum mun Curiosity senda nákvæmari myndir af lendingarstað sínum. 7.8.2012 09:10
Harmleikur í Nígeríu Að minnsta kosti 15 létust þegar vígamenn hófu skotárás á kirkju í Nígeríu í nótt. Árásin átti sér stað í miðju bænahaldi. Líkleg þykir að múslímskir liðsmenn samtakanna Boko Haram hafi staðið að baki voðaverkinu. 7.8.2012 09:06
Eldur af völdum flugeldatertu í Heiðmörk Eldur kviknaði í gróðri í Heiðmörk í gærkvöldi, af völdum flugeldatertu. Eldurinn logaði nokkuð langt frá veginum þannig að slökkviliðsmenn þurftu að leggja langar slöngur til að koma vatni á vettvang, en úr því gekk slökkvistarf vel. 7.8.2012 09:03
Hljóp að vígamanni með bitlausum hníf Stjórnandi bænahúss Síka í Wisconsin í Bandaríkjunum bjargaði lífi fjölda barna og kvenna þegar Wade Michael Page hóf skotárás á hofið. 7.8.2012 08:59
Ólíklegt að Rice verði varaforsetaefni Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum tilkynntu í gær Condoleezza Rice, sem áður gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Georg W. Bush, myndi ávarpa fundargesti á ráðstefnu flokksins í Flórída seinna í þessum mánuði. 7.8.2012 08:28
Þúsundir flýja heimili sín í Manila Tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Manila, höfuðborg Filippseyja, í kjölfar mikilla flóða. Öllum skólum og verslunum í borginni hefur verið lokað. 7.8.2012 08:15
Fyrirmynd Mount Doom gýs Miklar tafir hafa orðið á flugi og öðrum samgöngum eftir að eldgos hófst í fjallinu Tongariro á Nýja-Sjálandi í nótt. Rúm öld er liðin síðan eldfjallið gaus síðast. 7.8.2012 07:53
Fall Assads tímaspursmál Dagar Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, á valdastóli eru taldir að mati stjórnvalda í Bandaríkjunum. Talsmaður ríkisstjórnar Barack Obama sagði í gær að flótti forsætisráðherra landsins úr landi beri vitni um vanhæfni forsetans til að stjórna landinu. 7.8.2012 07:32
Margir héldu til veiða í nótt Mörg fiskiskip héldu til veiða í nótt, en þó var heldur minni kraftur í strandveiðibátum en oft áður. Nú má aðeins veiða á þremur svæðum af fjórum, þar sem búið er að stöðva veiðar á svæðinu frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp þar sem kvótinn er búinn. 7.8.2012 07:30