Innlent

Vegaframkvæmdir á morgun

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Valli
Malbikunarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Nýbýlavegi í Kópavogi í fyrramálið. Framkvæmdirnar verða á kaflanum milli Túnbrekku og Álfabrekku. Gatan verður lokuð til austurs en hjáleiðir verða um Túnbrekku og Álfhólsveg. Vegna þess má búast við minniháttar umferðartöfum á þeim vegarkafla.

Eftir hádegi á morgun, miðvikudaginn 8. ágúst, verður malbikað á Reykjanesbraut til suðurs frá Miklubraut að Stekkjarbakka. Unnið verður á einni akrein í einu og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega um vinnusvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×