Innlent

Fjögur ung börn slösuðust í nágrenni við Selfoss

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast.
Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast. mynd/ rósa.
Tilkynnt var um átta slys um helgina í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, öll í sumarbústaðabyggðum eða nágrenni þeirra. Í fjórum tilvikum var um ung börn að ræða. Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á hnakkann og annað á sama aldri slasaðist á róluvelli, fimm ára barn féll tvo metra úr koju niður á gólf í sumarbústað, ekið var á sjö ára dreng á Flúðum og 11 ára stúlka fótbrotnaði eftir stökk úr 3ja metra hæð ofan í Litlu Laxá við Flúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×