Innlent

Grunur um íkveikju í báti

Talið er að kviknað hafi í bátnum milli kl. 04.00 og 07.30 á mánudagsmorgun.Fréttablaðið/RÓSA
Talið er að kviknað hafi í bátnum milli kl. 04.00 og 07.30 á mánudagsmorgun.Fréttablaðið/RÓSA
Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar bruna sem varð í dragnótabátnum Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn á mánudagsmorgun.

Lögreglan á Selfossi leitaði til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem rannsakaði bátinn og komst að þeirri niðurstöðu að um íkveikju væri sennilega að ræða. Eldurinn kom upp í svampdýnu í vinnslurými bátsins. Lögregla auglýsir eftir vitnum að atburðinum.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×