Innlent

Fyrirmynd Mount Doom gýs

Tongariro
Tongariro mynd/wiki commins
Miklar tafir hafa orðið á flugi og öðrum samgöngum eftir að eldgos hófst í fjallinu Tongariro á Nýja-Sjálandi í nótt. Rúm öld er liðin síðan eldfjallið gaus síðast.

Veðurstofa Nýja-Sjálands hefur gefið út að askan nái nú í um 6 þúsund metra hæð. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í sumar og var viðbúnaðarstig aukið í kjölfarið.

Margir kannast eflaust við Tongariro eldfjallið en tökur á þríleiknum um Hringadróttinssögu fóru fram við rætur þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×