Innlent

Íslendingar eru hæstir á ÓL

mynd/AP
Samkvæmt breska tímaritinu The Guardian eru íslensku Ólympíufararnir hæstir allra en meðalhæð þeirra 1.9 metrar. Vafalaust má þakka handboltalandsliðinu fyrir þann heiður.

Norður-Kóreubúar eru aftur móti lægstir en meðalhæð þeirra er 162 sentímetrar. Þá eru Króatar þyngstir en meðalþyngd þeirra er 84 kíló.

Kólumbíumenn eru léttastir og vega 63.4 kíló. Japaninn Hiroshi Hoketsu er síðan elstur keppenda en hann er 71 árs gamall og keppir í hestaíþróttum.

Adzo Kpossi frá Tógó er yngst en hún er 13 ára gömul og keppir í 50 metra skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×