Innlent

Þyrla sækir mann út í skip

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna veikinda um borð í erlendu farþegaskipi. Skipið er staðsett út fyrir Langanesi. Samkvæmt frétt mbl.is var fékk áhafnarmeðlimur á skipinu hjartaáfall. Þyrla gæslunnar mun að öllum líkindum koma að skipinu laust fyrir miðnætti í kvöld.

Um borð í þyrlunni er læknir og mun hann síga um borð í skipið til að meta hvort maðurinn verði fluttur á sjúkrahús á Akureyri eða hvort nauðsynlegt verður að flytja viðkomandi með sjúkraflugvél til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×