Innlent

Crowe ekki hrifinn af brennivíni

Þessa mynd tók leikstjóri Nóa í Reynisfjöru.
Þessa mynd tók leikstjóri Nóa í Reynisfjöru. mynd/Twitter/Aronofsky
Tökur á stórmyndinni um Nóa og örkina hans fara fram í Reynisfjöru í dag. Leikstjóri myndarinnar birti í gær mynd sem tekin var í fjöruborðinu.

Á henni má sjá tignarlegt stuðlaberg rísa upp úr sandinum. Stjarna kvikmyndarinnar, Russell Crowe, verður vafalaust á staðnum í dag.

Crowe virðist njóta sín vel á Ísland og fékk hann að bragða á Brennivíni um Verslunarmannahelgina. Fór leikarinn ófögrum orðum um vínið.

Næst ætlar Crowe að smakka kæstan hákarl. Hann efast þó um ágæti hákarlsins miðað við færslu hans á Twitter.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×