Innlent

Kynna bókmenntir sem tengjast samkynhneigð

BBI skrifar
Mynd frá Hinsegin göngunni í fyrra.
Mynd frá Hinsegin göngunni í fyrra.
Hinsegin bókmenntaganga mun fara fram föstudaginn næstkomandi. Þar munu bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir og leikarinn Darren Foreman kynna fyrir gestum og gangandi íslenskar bókmenntir sem fléttast á einhvern hátt um samkynhneigð.

Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, segir að með göngunni séu þrjár flugur slegnar í einu höggi. „Við viljum bara kynna íslenskar bókmenntir og Reykjavíkurborg sem slíka og um leið leggja okkar lóð á vogarskálarnar í réttindabaráttu samkynhneigðra," segir hún.

Meðal höfunda sem lesnir verða eru Kristín Ómarsdóttir, Elías Mar, Sjón, Guðbergur Bergsson og Vigdís Grímsdóttir.

Gangan hefst á Ingólfstorgi klukkan fimm föstudaginn 10. ágúst og fer að öllu leyti fram á ensku. Ástæða þess er sú að þannig gefst færi á að kynna íslenskar bókmenntir fyrir ferðamönnum sem sækja hinsegin daga í Reykjavík um helgina. Þátttaka er ókeypis og gangan mun taka um klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×