Innlent

Áttu flottustu innkomuna á Þjóðhátíð í fallhlíf

BBI skrifar
Menn eru misjafnlega töff á Þjóðhátíð. Flestir eru reyndar ekki sérlega töff, í asnalegum búningum eða klæddir í pollagalla. Tveir einstaklingar áttu hins vegar óumdeilanlega vinninginn í töffarakeppni hátíðarinnar því þeir mættu á Þjóðhátíð í fallhlíf, svifu tígulega inn í Herjólfsdal í kvöldsólinni.

Mennirnir stukku úr flugvél yfir Vestmannaeyjum og svifu inn í Herjólfsdal, þar sem þeir lentu við Hofið neðan við Fjósaklett. Í myndabandinu hér að ofan má sjá stökkvarana í flugvélinni og fylgjast með stökkinu í gegnum myndavél sem einn fallhlífastökkvarinn virðist hafa borið á höfði sér.

Í frétt Eyjafrétta kemur fram að fjórir fullbúnir stökkvarar hafi upphaflega verið í þyrlunni en aðeins er vitað til þess að tveir hafi lent í Dalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×