Fleiri fréttir

Madonna vill frelsun Pussy Riot

Poppstjarnan Madonna hvetur yfirvöld í Rússlandi til þess að fella niður kærur á hendur meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot.

Vilja að sinfónían og óperan greiði tvöfalt hærri húsaleigu

Stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna nýtingar þeirra á aðstöðu í húsinu verði hækkaðar úr 170 milljónum króna á ári í 341 milljón króna. Með því á að bæta rekstur hússins.

Kastaði flösku að hlaupurunum

Maður kastaði flösku inn á Ólympíuvöllinn í London á sunnudag, í þann mund sem keppendur í úrslitum 100 metra hlaups karla voru að taka af stað. Um bjórflösku úr plasti var að ræða og sakaði hún engan.

Stefnir í bótakröfumál á báða bóga

Harðar deilur standa nú á milli sveitarfélaga á Suður- og Austurlandi og ferðaþjónustufyrirtækisins Bíla og fólks. Nú hefur Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) látið setja lögbann á akstur fyrirtækisins milli Egilsstaða og Hafnar og í júlíbyrjun fóru Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) fram á lögbann á akstur fyrirtækisins þar. Það var samþykkt en þó ekki fylgt eftir.

Páll og Tryggvi hætta í Þjóðhátíðarnefnd

Þeir Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, og Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV, hyggjast ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í nefndinni. Var þetta tilkynnt eftir brekkusönginn í Herjólfsdal á sunnudag sem er hápunktur Þjóðhátíðar hvert ár. Greindi RÚV frá því í gær að þeir Páll og Tryggvi efuðust um að þeir nytu fulls trausts og velvildar samfélagsins í Eyjum til að stýra hátíðinni áfram.

Bæjarfulltrúi ekki aðili að skuldamáli Mosfellsbæjar

StjórnsýslaInnanríkisráðuneytið hefur vísað frá kæru Jóns Jósefs Bjarnasonar, fulltrúa minnihluta Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, vegna afgreiðslu bæjarráðs á skuldamáli. Ráðuneytið segir bæjarfulltrúa ekki hafa kærurétt þar sem hann eigi ekki aðild að málinu. "Mér finnst þetta út í hött. Ráðuneytið á að verja lýðræðið og með þessu eru þeir að standa gegn því. Þeir eru að taka af bæjarfulltrúunum réttinn til að setja fram formlega skoðun á málinu," segir Jón.

Alþjóðleg leit að norskri stúlku

Ítarleg leit var gerð að 16 ára stúlku í Ósló um helgina. Stúlkan hefur enn ekki fundist og er hennar nú einnig leitað á alþjóðlegum vettvangi. Um 500 sjálfboðaliðar leituðu á landi í gær, ásamt lögregluliði og leitarhundum. Kafarar hafa leitað í vatni í nágrenninu og þyrlur leitað stúlkunnar úr lofti. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins.

Við spilum í úrvalsdeildinni

Á dögunum var Lava frá Brugghúsinu í Ölvisholti valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjórmótinu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari heimsóttu bruggmeistarann Jón Elías Gunnlaugsson á æskuslóðirnar í Ölvisholti og komust að því að hann hefur sett sér háleitt framtíðarmarkmið: Að búa til besta bjór í heimi.

Hefur líf þróast annars staðar en á jörðinni?

Við erum skrefi nær því að geta svarað þeirri spurningu hvort líf hafi þróast annarsstaðar en á Jörðinni. Þetta segir rektor Háskólans í Reykjavík um lendingu geimjeppans Curiosity sem lenti á Mars í morgun. Sjálfur starfaði hann í áratug hjá NASA og finnst hann eiga svolítið í tækinu.

Komu akandi til að blása

Umferðin um landið hefur gengið vel í dag. Fjölmargir hafa nýtt sér þá þjónustu lögreglunnar að fá að blása í áfengismæli áður en lagt er af stað. Þá er talið að umferðin þyngist með kvöldinu.

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði áhyggjuefni

Fjöldi þeirra sem hefur þegið bætur í 12 mánuði eða lengur er áhyggjuefni að mati forstjóra Vinnumálastofnunar. Þá er ekki útilokað að atvinnuleysið aukist aftur í haust þegar tímabundnum aðgerðurm stofnunarinnar lýkur en atvinnuleysi mælist nú 5,2 prósent.

Myndir frá síðasta kvöldi Þjóðhátíðar

Mikil stemming var á Þjóðhátíð í gær en þá var síðasta kvöld hátíðarinnar sem staðið hefur yfir síðan á föstudag. Fjölmargir listamenn komu fram þar á meðal stórstjarnan Ronan Keating, Botnleðja og Árni Johnsen söng brekkusönginn fyrir viðstadda. Að því loknu var kveikt á 138 rauðum blysum, eitt fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Svo var sungið Lífið er yndislegt sem ómaði um alla eyjuna enda 15 þúsund manns sem tóku undir. Okkar maður í Eyjum, Óskar P. Friðriksson, var með myndavélina á lofti og myndaði það sem fyrir augu bar. Hægt er að skoða myndirnar hér til hliðar.

Sextíu og sjö ár frá kjarnorkuárás

Í dag eru sextíu og sjö ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma í Japan sem kostaði 140 þúsund manns lífið. Haldin var minningarathöfn í borginni í dag þar sem um 50 þúsund manns söfnuðust saman og minntust árásarinnar.

Skotmaðurinn var fertugur

Maðurinn sem skaut sex til bana í musteri síka í borginni Oak Creek í Wisconsins í Bandaríkjunum í gær heitir Wade Michael Page og er fertugur.

105 þúsund viðskiptavinir keyptu 620 þúsund lítra

Íslendingar keyptu 620 þúsund lítra af áfengi í vikunni fyrir Verslunarmannahelgi en það er um 9 prósent aukning frá sama tíma í fyrra. Á föstudaginn keyptu Íslendingar 225 þúsund lítra af áfengi en það er þó minni sala en árið áður þegar keyptir voru 250 þúsund lítrar á þessum degi. Fólk var heldur skynsamara í ár því fleiri keyptu áfengið á mánudegi fram á fimmtudag. Mesta aukning er í ávaxtavíni, eða 120 prósent.

Umferð farin að þyngjast

Umferð er farin að þyngjast á þjóðvegum landsins enda verslunarmannahelgin senn á enda. Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að fleiri bílar fari í gegnum bæinn með hverjum klukkutímanum og sömu sögu er að segja í Borgarnesi.

Þrjár nauðganir, tvær alvarlegar líkamsárásir og aldrei fleiri fíkniefnamál

Þrjár nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir Þjóðhátíðina sem lauk í gærkvöldi. Konurnar sem hafa kært kynferðisbrotin eru 17 ára, 18 ára og 27 ára. Nauðganirnar áttu sér allar stað inni í Herjólfsdal. Aldrei hafa fleiri fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð og tvær alvarlegar líkamsárásarkærur liggja á borði lögreglu eftir helgina.

Ronan Keating sáttur eftir Þjóðhátíð

Söngvarinn Ronan Keating tróð upp í Herjólfsdal í gærkvöldi við mikinn fögnuð viðstaddra en hann er sjálfur mjög sáttur með hvernig til tókst. Á Twitter-síðu sína skrifar hann að áhorfendur í Vestmannaeyjum hafi verið frábærir en söngvarinn steig á svið um klukkan 22 í gærkvöldi. "Kominn aftur til Reykjavíkur eftir ótrúlega tónleika. Frábærir áhorfendur. Nú ætla ég að sofa í fjóra klukkutíma. Góða nótt allir. ,“ skrifar hjartaknúsarinn. Mikil stemming var í Herjólfsdal í gær og er talið að um 15 þúsund manns hafi verið í Dalnum þegar mest lét.

Fimmtán egypskir hermenn drepnir

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, sagðist í vonast til þess að árás vígamanna á egypska hermenn á Sínaí-skaga um helgina hafi verið vakning fyrir Egyptaland, en forystumenn Ísraela hefur lengi gagnrýnt Egypta fyrir slakar varnir skammt frá landamærum við Ísraelsríki.

Sprengja sprakk í höfuðstöðvum ríkissjónvarpsins

Sprengja á þriðju hæð höfuðstöðva sýrlenska ríkissjónvarpsins í Damaskus í morgun. Stöðin birti í kjölfarið viðtal við upplýsingaráðherra sýrlensku stjórnarinnar, Omran al-Zoabi, sem sagði einhverja starfsmenn hafa særst en engan látist. Mikið tjón var hins vegar unnið á byggingunni með sprengingunni sem uppreisnarmenn í borginni eru taldir bera ábyrgð á.

Forsætisráðherra Sýrlands flúinn til Jórdaníu

Fréttaveitan Reuters greindi frá því, núna laust fyrir klukkan tíu að íslenskum tíma, að forsætisráðherra Sýrlands, Riyad Hijab, hafi verið leystur úr embætti og sé flúinn til Jórdaníu með fjölskyldu sinni. Honum og Assad Sýrlandsforseta mun hafa sinnast.

Tvö kynferðisbrot kærð í Eyjum

Tvö kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina, annað um miðnætti en hitt nú undir morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra áttu brotin sér stað inni í Herjólfsdal. Atvikin eru nú í rannsókn hjá lögreglu en nánari upplýsingar fást ekki þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi.

Curiosity lenti heilu og höldnu á Mars

Ein flóknasta tilraun í sögu geimvísindanna heppnaðist í morgun þegar vísindamönnum bandarísku geimrannsóknarstöðvarinnar NASA tókst að lenda tækinu Curiosity á plánetunni Mars. Curiosity er eins konar vitbíll eða ómönnuð rannsóknarstöð sem hlaðin er háþróuðum tækjabúnaði og gertu ferðast um plánetinua.

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur

Hann var óheppinn þjófurinn sem var stöðvaður í miðju innbroti á Akureyri klukkan sex í morgun. Að sögn varðstjóra hjá lögreglu tilkynntu nágrannar um að verið væri að brjótast inn íbúðarhús í bænum og fóru lögreglumenn strax á vettvang. Þar var þjófurinn að athafna sig en að sögn lögreglu er maðurinn góðkunningi lögreglunnar í bænum eftir helgina en hann hefur alloft komið við sögu lögreglu síðustu daga. Hann var mjög ölvaður og verður tekin skýrsla af honum síðar í dag þegar áfengisvíman er runnin af honum.

Kýldi annan á Ráðhústorginu

Karlmaður gisti fangageymslu á Akureyri í nótt eftir að hafa ráðist á annan mann á Ráðuhústorgi bæjarins rétt fyrir miðnætti. Sá sem varð fyrir árásinni er ekki alvarlega slasaður en tekin verður skýrsla af árásarmanninum í dag. Nokkur erill var hjá lögreglu, mikið um hávaða og ölvunarútköll en engin alvarleg mál sem komu upp. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og þá fylgdust lögreglumenn með opnunartíma skemmtistaða bæjarins.

Mesta tækniafrek mannkyns í nánd

Vitbíllinn Curiosity nálgast nú Mars óðfluga. Farið mun brjóta sér leið í gegnum gufuhvolf rauðu plánetunnar í nótt. Komist farið á leiðarenda er um mesta tækniafrek mannkynssögunnar að ræða.

"Ég er hrædd um börnin mín"

Fjöldi kom saman í belgíska smábænum Malonne í morgun til að mótmæla væntanlegri komu Michelle Martin þangað, en hún er fyrrverandi eiginkona hins alræmda Marc Dutroux sem fékk lífstíðardóm árið 2004 fyrir misnotkun og morð á ungum stúlkum. Martin var fundin samsek og hlaut 30 ára fangelsisdóm en á þriðjudag, var ákveðið að láta hana lausa eftir 16 ára afplánun og voru það nunnur í nágrenni við þennan litla bæ sem samþykktu að taka við henni. "Ég er hrædd um börnin mín, sem eru átta mánaða og þriggja ára. Þegar ég sá að henni yrði sleppt varð ég hrædd um að hún gerði þetta aftur. Hún sat ekki allan dóminn í fangelsi og mér finnst skrýtið að henni skuli vera sleppt núna,“ segir Sophie Vigneron, íbúi í Malonne.

Ekkert sem toppar Hvíta húsið

Fjölmiðlamaðurinn og stjórnsýslufræðingurinn Gunnar Sigurðsson lítur á söngkonuna Helgu Möller sem súperstjörnu. Hvorugt þeirra er fyrir útihátíðir en þeim mun hrifnari af golfíþróttinni göfugu. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar.

Ronan Keating: Frábært partí í kvöld

Írska poppstjarnan Ronan Keating mætti til Eyja síðdegis en hann segist hlakka til að spila þar í kvöld þrátt fyrir lítinn svefn. Við hittum á hann á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Sjö látnir - þar á meðal árásarmaður

Að minnsta kosti sjö eru látnir, þar á meðal einn árásarmaður, í bænahúsi trúarsafnaðar í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú síðdegis. Tugir eru særðir eftir að maðurinn réðist þangað inn. Þetta staðfestir lögreglustjórinn í bænum. Sumar fréttir benda til þess að börn séu í gíslingu í kjallara trúarsafnaðarins en það hefur ekki fengið staðfest. Þá eru einhverjir fjölmiðlar sem halda því fram að aðeins einn árásarmaður hafi ráðist inn í bænahúsið en aðrir segja árásarmennina vera nokkra. Fregnir af málinu eru enn óljósar en fylgst verður með gangi mála hér á Vísi í kvöld.

Laus úr haldi og neitar sök

Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem kærður var fyrir nauðgun í Herjólfsdal aðfaranótt laugardags, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann var yfirheyrður síðdegis í dag og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu neitar hann sök.

Enn í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls

Rannsókn lögreglu á smygli á kókaíni hingað til lands í lok maí síðastliðnum er lokið og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er búist við að málið verði sent til ríkissaksóknara á næstu vikum. Maður á fertugsaldri, og kona á þrítugsaldri, sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Hitabeltisstormur við Jamaíka

Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk nærri landi við eyjuna Jamaíku í morgun en vindhraði stormsins er um hundrað kílómetra hraði á klukkustund. Mikil rigning fylgdi storminum á eyjunni í morgun og flyktust íbúar út í verslanir og keyptu vatn, brauð og niðursoðinn mat ef vera skildi að rafmagn færi af eyjunni. Veðurathugunarstöð bandaríkjanna fylgist grannt með gangi mál. Samkvæmt veðurspám er talið að stormurinn verði flokkaður sem fellibylur annað kvöld haldi hann áfram að stækka og eflast. Búist er við að stormurinn gangi yfir Cayman-eyjar á morgun, norðurhluta Hondúras á þriðjudag og Mexíkó á miðvikudag.

Bráðkvaddur í Herjólfsdal

Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynning um mann sem misst hafði meðvitund í brekkunni í Herjólfsdal. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru læknir, hjúkrunarfræðingur, bráðatæknir og lögreglumenn nærstaddir og hófust lífgunartilraunir þegar í stað og var þeim haldið áfram á sjúkrahúsi en báru ekki árangur. Um er að ræða heimamann og í tilkynningu frá lögreglu segir að hugur allra bæjarbúa sé hjá aðstandendum hans.

Fyrsta Gay-Pride í Víetnam

Yfir hundrað reiðhjólamenn tóku þátt í fyrstu gay-pride hátíð Víetnama í dag og fóru þeir um höfuðborgina til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra.

Útskrifaður í hádeginu

Maðurinn sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi í nótt var útskrifaður af slysadeild á hádegi í dag en hann reyndist minna slasaður en talið var í fyrstu. Maðurinn var ökumaður bifreiðar sem hafnaði utan vegar og fór bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi til móts við bæinn Auðsholt. Hann var meðvitundarlaus þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og því var ákveðið að kalla til þyrlu. Þrír aðrir voru í bílnum en meiðsli þeirra voru minniháttar.

Myndasyrpa frá Þjóðhátíð

Mikið stuð var í Vestmannaeyjum í gær enda var flugeldasýning í Herjólfsdal og fjölmargir tónlistarmenn tóku lagið. Okkar maður Óskar P. Friðriksson var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti allan daginn og kvöldið og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Í myndaalbúminu má sjá enga aðra en Björgvin Halldórsson og Helga Björns taka lagið. Það gerist ekki mikið svalara.

Brekkusöngurinn í beinni á Bylgjunni

"Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Bylgjunnar sem við sendum beint úr frá brekkusöngnum,“ segir útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson sem kom til Vestmannaeyja í morgun. Brekkusöngurinn hefst á slaginu 23:20 og verður hægt að hlusta á allt í beinni á Bylgjunni.

Lognið kom í veg fyrir að varðeldurinn breiddi úr sér

Tilkynnt var um eld í skógi, rétt ofan við tjaldsvæði í Tungudal á Ísafirði í morgun. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var töluverður eldur í trjám á um 25 fermetra svæði og eftir að þeir höfðu barist við eldinn með slökkvitækjum var ákveðið að kalla út slökkvilið sem náði tökum á eldinum fljótt.

Fékk gat á hausinn og tennur brotnuðu eftir hnefahögg

Karlmaður var sleginn hnefahöggi í andlitið fyrir utan skemmtistað á Ísafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann fékk gat á höfuðið og tennur brotnuðu í honum. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni var árásin kærð en vitað er hver árásarmaðurinn er og verður tekinn skýrsla af honum síðar í dag.

Ölvuð grýtti hús á Fiskislóð

Ölvuð kona var handtekin við Fiskislóð í Reykjavík um klukkan hálf tíu í morgun þar sem hún stóð fyrir utan hús og var að grýta það. Að sögn lögreglu braut konan rúðu í því. Rætt verður við hana þegar runnið verður af henni.

Reykti jónu á Amtmannstíg

Um klukkan fimm í morgun sást til gangandi manns á Amtmannsstíg í miðborg Reykjavíkur þar sem hann var að reykja jónu. Að sögn lögreglu var hann stöðvaður, vímuefnið tekið af honum og málið afgreitt með vettvangsskýrslu.

Sjá næstu 50 fréttir