Erlent

Níu látnir í flóðum í Maníla

Flóðin eru sums staðar axladjúp en um helmingur höfuðborgarinnar er umflotinn mittisdjúpu vatni. nordicphotos/afp
Flóðin eru sums staðar axladjúp en um helmingur höfuðborgarinnar er umflotinn mittisdjúpu vatni. nordicphotos/afp
Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda.

Þetta eru aðrar náttúruhamfarirnar sem Filippseyingar þurfa að þola á síðustu vikum því stutt er síðan fellibylurinn Saola gekk yfir höfuðborgina og héruð norður af henni í nokkra daga í síðustu viku. Fellibylurinn kostaði 53 manns lífið hið minnsta.

Íbúar hafast nú við í neyðarskýlum því jarðvegurinn er gegnsósa og aurskriður eru yfirvofandi hvarvetna.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×