Innlent

Veiðiþjófur villti á sér heimildir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Varðskipið Þór stóð skipið að ólöglegum veiðum.
Varðskipið Þór stóð skipið að ólöglegum veiðum. mynd/ friðrik þór.
Varðskipið Þór stóð nýverið rækjubát að meintum ólöglegum togveiðum í Kolluál undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Við nánari eftirlit varðskipsmanna kom í ljós að skráður skipverji var ekki staddur um borð og reyndi óþekktur maður að villa á sér heimildir, eftir því sem fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Athæfið er litið mjög alvarlegum augum. Varðskipsmenn vísuðu bátnum til hafnar þar sem lögreglan af höfuðborgarsvæðinu tók á móti skipstjóranum og yfirheyrði hann. Lögreglan mun síðan taka ákvörðun um áframhald málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×