Innlent

Grunur um íkveikju í Arnari

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Myndin er tekin af Sax.is
Myndin er tekin af Sax.is Ljósmynd: Arnbjörn Eiríksson
Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn í gærmorgun. Lögreglan á Selfossi sem rannsakar brunann leitaðið til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og leiddi sú rannsókn í ljós að um íkveikju væri að ræða. Eldurinn kom upp í svampdýnu sem staðsett var í vinnslurými bátsins. Allir þeir sem orðið hafa varir mannaferða á bryggjum hafnarinnar, fótgangandi á bílum eða á annan máta, eða annars staðar í Þorlákshöfn á tímabilinu frá kl. 04:00 til 07:30 í gærmorgun eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×