Innlent

Fossinn Hverfandi birtist á ný

Hverfandi getur orðið mjög vatnsmikill en hann steypist hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur.Fréttablaðið/Pjetur
Hverfandi getur orðið mjög vatnsmikill en hann steypist hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur.Fréttablaðið/Pjetur
Hálslón hefur náð yfirfallshæð og er nú 625 metrum yfir sjávarmáli. Vatn úr lóninu mun því á næstunni renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Við það myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og steypist þar hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur.Í gær voru sex ár frá því að Hálslón byrjaði að myndast en lónið hefur fyllst á hverju ári frá árinu 2007. Hverfandi hefur aðeins einu sinni birst fyrr en í ár en það var árið 2010 þegar Hálslón fylltist þann 28. júlí.- mþlAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.