Innlent

Fossinn Hverfandi birtist á ný

Hverfandi getur orðið mjög vatnsmikill en hann steypist hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur.Fréttablaðið/Pjetur
Hverfandi getur orðið mjög vatnsmikill en hann steypist hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur.Fréttablaðið/Pjetur
Hálslón hefur náð yfirfallshæð og er nú 625 metrum yfir sjávarmáli. Vatn úr lóninu mun því á næstunni renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Við það myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og steypist þar hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur.

Í gær voru sex ár frá því að Hálslón byrjaði að myndast en lónið hefur fyllst á hverju ári frá árinu 2007. Hverfandi hefur aðeins einu sinni birst fyrr en í ár en það var árið 2010 þegar Hálslón fylltist þann 28. júlí.- mþl



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×