Hrafnhildur úr landi eftir frumsýningu á mynd Ragnhildar Steinunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. ágúst 2012 13:44 Hrafnhildur er pínu kvíðin fyrir myndinni. Heimildarmyndin „Hrafnhildur" verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndina og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. „Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar," segir hún. Hún segist samt ekki vera hrædd við móttökurnar. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið er ég ánægð með móttökurnar," segir hún. „Í öðrum löndum hefði þetta verið dauðadómur. Þannig að það er rosalega mikill munur á íslensku samfélagi og útlensku hvað þetta varðar," segir hún. Hennar nánasta fólk hafi líka tekið þessu mjög vel. Breytingaferlið hjá Hrafnhildi hefur tekið nokkur ár, en erfitt er að fastsetja hvenær það hófst. „Það er enginn fastur tímapunktur sem er skráð hvenær eitthvað ákveðið ferli hefst," segir hún. Ferlið hefur strembið en líka skemmtilegt. Hrafnhildur segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á áhyggjur annarra af sér og efa og kvíða, en einnig hafi verið strembið að horfa upp á líkamlegar breytingar. Hún segir að nándin hafi líka verið strembin enda er samfélagið sem við búum í lítið.Hrafnhildur hét Halldór fyrir kynleiðréttinguna.Skemmtilegast þykir henni hins vegar að sjá að fólk, sem er henni nátengt, hefur séð að hún kemur heil út úr þessu ferli. „Ég hef komið út heil hinu megin," segir hún. Hún segist líka hafa orðið vör við það að þetta ferli geti orðið öðrum hvatnig í baráttu gegn mótlæti, af hvaða tagi sem er. Hrafnhildur fer fögrum orðum um Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hafði veg og vanda að gerð myndarinnar. „Hún er algjör snillingur," segir Hrafnhildur og bætir því við að með gerð myndarinnar hafi hún verið að sanna sig sem samfélagsrýnir. Það sé ekki lítið verk að gera mynd eins og þessa. Loks segist Hrafnhildur vera þakklát fyrir þau viðbrögð sem hún hafi fengið á meðan á ferlinu stóð. „Það er alveg himinn og haf að vera pínulítið öðruvísi í þessu samfélagi miðað við hvað það var," segir hún. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Heimildarmyndin „Hrafnhildur" verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndina og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. „Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar," segir hún. Hún segist samt ekki vera hrædd við móttökurnar. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið er ég ánægð með móttökurnar," segir hún. „Í öðrum löndum hefði þetta verið dauðadómur. Þannig að það er rosalega mikill munur á íslensku samfélagi og útlensku hvað þetta varðar," segir hún. Hennar nánasta fólk hafi líka tekið þessu mjög vel. Breytingaferlið hjá Hrafnhildi hefur tekið nokkur ár, en erfitt er að fastsetja hvenær það hófst. „Það er enginn fastur tímapunktur sem er skráð hvenær eitthvað ákveðið ferli hefst," segir hún. Ferlið hefur strembið en líka skemmtilegt. Hrafnhildur segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á áhyggjur annarra af sér og efa og kvíða, en einnig hafi verið strembið að horfa upp á líkamlegar breytingar. Hún segir að nándin hafi líka verið strembin enda er samfélagið sem við búum í lítið.Hrafnhildur hét Halldór fyrir kynleiðréttinguna.Skemmtilegast þykir henni hins vegar að sjá að fólk, sem er henni nátengt, hefur séð að hún kemur heil út úr þessu ferli. „Ég hef komið út heil hinu megin," segir hún. Hún segist líka hafa orðið vör við það að þetta ferli geti orðið öðrum hvatnig í baráttu gegn mótlæti, af hvaða tagi sem er. Hrafnhildur fer fögrum orðum um Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hafði veg og vanda að gerð myndarinnar. „Hún er algjör snillingur," segir Hrafnhildur og bætir því við að með gerð myndarinnar hafi hún verið að sanna sig sem samfélagsrýnir. Það sé ekki lítið verk að gera mynd eins og þessa. Loks segist Hrafnhildur vera þakklát fyrir þau viðbrögð sem hún hafi fengið á meðan á ferlinu stóð. „Það er alveg himinn og haf að vera pínulítið öðruvísi í þessu samfélagi miðað við hvað það var," segir hún.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira