Innlent

Ætla að enda í Vík í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjólatúr Róberts fer vel af stað.
Hjólatúr Róberts fer vel af stað.
Hjólatúr Róberts Þórhallssonar hringinn í kringum landið fer vel af stað, sagði Baldvin Sigurðsson félagi hans í kvöld. Hjólreiðatúrinn er farinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þeir Róbert og Baldvin voru búnir að vera á ferðinni í fjóra klukkutíma þegar Vísir náði tali af Baldvin og voru komnir að Markarfljóti. „Þetta gengur bara mjög vel," sagði Baldvin

„Við ætlum að enda í Vík í kvöld," bætti hann við, en þar stendur svo til að gista í nótt og halda af stað í fyrramálið. Baldvin segir þeir félagarnir geri ráð fyrir að ferðalagið taki um tíu daga.

Hægt er að fylgjast með ferðinni á facebooksíðu ferðarinnar og þar eru upplýsingar um það hvernig hægt er að heita á kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×