Innlent

Fluttu og skildu hundinn eftir

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/AFP
Íbúar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fluttu þaðan út um verslunarmannahelgina án þess að taka hundinn sinn með. Ábendingar um þetta bárust lögreglu höfuðborgarsvæðisins í fyrrakvöld.

Haft var samband við eigendur hundsins sem sögðu skepnuna ekkert skorta, hvorki í mat né drykk og að hundurinn kæmist út á svalir. Kváðust þeir ætla að sækja hvutta innan tíðar en ekki var orðið af því í gær.

Málinu var vísað til hundaeftirlitsins sem ætlaði að hlutast til um að hundurinn, sem er af husky-tegund, fengi þá umönnun sem hann þarf. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×