Innlent

Á fjórða tug manna tekinn fyrir ölvunarakstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjátíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tuttugu og níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði.

Af þessum 34 voru tíu teknir á laugardag, fjórtán á sunnudag og tíu á mánudag. Þetta voru þrjátíu karlar á aldrinum 18-67 ára og fjórar konur, 19-30 ára. Sjö þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×