Innlent

Ólíklegt að Rice verði varaforsetaefni

Condoleezza Rice
Condoleezza Rice mynd/AFP
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum tilkynntu í gær Condoleezza Rice, sem áður gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Georg W. Bush, myndi ávarpa fundargesti á ráðstefnu flokksins í Flórída seinna í þessum mánuði.

Mikið hefur verið rætt um mögulegt varaforsetaefni Mitt Romney, frambjóðenda Repúblikana í forsetakosningunum. Margir gerðu ráð fyrir að Rice yrði fyrir valinu, þrátt fyrir að hún hafi ítrekað lýst því yfir að hún hafi lítin áhuga á taka þátt í kosningabaráttunni.

Nú þegar ljóst er að hún muni halda ræðu á ráðstefnunni þykir það vera nær öruggt að hún muni ekki gefa kost á sér.

Hefð er fyrir því að varaforsetaefnin séu kynnt á ráðstefnunum, það telst þó ólíklegt að sá hinn sami sé á meðal þeirra sem ávarpa ráðstefnugestina að þessu sinni.

Fjöldi þekktra Repúblikana munu koma fram á ráðstefnunni. Þar á meðal er John McCain en hann beið lægri hlut í forsetakosningunum árið 2008. Þar fór Barack Obama með sigur úr býtum.

Sem fyrr mun John Biden styðja við bakið á Obama í forsetakosningunum í ár. Þeir munu stíga á svið á ráðstefnu Demókrata í Norður-Karólínu í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×