Innlent

Gönguljósin færð austar

Umferð.
Umferð. Mynd/Stefán Karlsson
Gangbraut yfir Hringbraut við Þjóðminjasafn Íslands verður færð nokkrum metrum austar svo hún tengist aðliggjandi gönguleiðum betur. Framkvæmdir hefjast klukkan átta í kvöld og standa fram eftir nóttu þar sem gönguljós og merkingar verða færð til.

Búast má við einhverjum truflunum á umferð meðan á framkvæmdum stendur. Áhersla verður þó lögð á að verkið skapi sem minnsta truflun fyrir umferð. Því verður hluta Hringbrautar lokað og umferð beint um hjáleiðir um Suðurgötu, Skothúsveg, Sóleyjargötu og Bjarkargötu, sem tímabundið verður breytt í einstefnuakstursbraut.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×