Fleiri fréttir

Ákvörðun ráðamanna í Ekvador væntanleg

Yfirvöld í Bretlandi munu koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi upplýsingaveitunnar WikiLeaks, fari úr landi þó svo að stjórnvöld í Ekvador veiti honum hæli. Ráðamenn í Ekvador munu tilkynna um ákvörðun sína í dag.

Skotárás á herflugvelli í Pakistan

Íslamskir vígamenn réðust á einn stærsta herflugvöll Pakistans í nótt. Tveir hermenn og sex ódæðismenn létust í átökunum en skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir.

Leitað í farþegaflugvél í Rússlandi vegna sprengjuhótunar

Leitað var í flugvél í Rússlandi í morgun vegna sprengjuhótunarinnar sem barst Areoflot flugvélinni, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun, vegna hótunar um að fimm ferðatöskur innihéldu sprengiefni og að þær myndu sprynga við lendingu í Moskvu.

Viðbragðsaðilar af höfuðborgarsvæðinu afturkallaðir

Viðbragðsaðilar sem kallaðir voru út frá höfuðborgarsvæðinu vegna vélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli hafa verið afturkallaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Tugir fórust í námuslysi

Að minnsta kosti sextíu verkamenn fórust þegar gullnáma í Kongó hrundi. Mennirnir voru á rúmlega hundrað metra dýpi. Slysið átti sér stað í suðurhluta Kongó.

Fönix - Fæðingardeild stjarnanna

Vísindamenn við Tækniháskólann í Massachusetts hafa uppgötvað risavaxna þyrpingu vetrarbrauta þar sem hundruð nýrra stjarna vakna til lífsins á ári hverju.

Stefnir í eitt albesta berjaárið

„Þetta berjaár er eitt af þessum allra bestu sýnist mér,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um ber.

Bandaríkjamenn óðir í Kalashnikov

Bandaríkjamenn eru nú á meðal stærstu viðskiptavina rússneskra vopnaframleiðenda. Izhevsk vopnaverksmiðjan í Rússland hefur séð betri tíma.

Vilja opna safn um Gísla í vor

Unnið er að því að opna safn um einbúann Gísla Gíslason á bænum þar sem hann bjó, það er að segja á Uppsölum í Arnarfirði.

Skip Robert Falcon Scotts fundið við Grænland

Hópur fræðimanna rannsakar nú skipsflak sem fannst undan suðvesturströnd Grænlands fyrir nokkru. Grunur leikur á að flakið sé hið fornfræga SS Terra Nova sem flutti breska landkönnuðinn Robert Scott að Suðurskautinu fyrir rúmri öld síðan.

Endalok Ragnars seld til Ítalíu

Ítalskur safnari hefur keypt verkið Endalokin eftir Ragnar Kjartansson myndlistarmann. Verkið samanstendur af 144 málverkum sem Ragnar málaði í samnefndum gjörningi á Feneyjatvíæringnum 2009.

Tekinn á bifhjóli - margbraut lögin

Ökumaður bifhjóls reyndist marg brotlegur við ýmsar lagagreinar og reglugerðir þegar hann var stöðvaður á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti.

Risapottur í bandarísku happdrætti

Einn var með allar tölur réttar í bandaríska Powerball happdrættinu í gær. Það var til mikils að vinna enda var potturinn einn sá stærsti í sögu Norður-Ameríku.

Vélin lent án vandkvæða eftir að hafa fengið sprengjuhótun

Airbus farþegaþota frá rússneska flugfélaginu Aeroflot með 253 um borð, lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálf sjö í morgun, eftir að tilkynnt var um sprengju í vélinni og flugstjórinn óskaði eftir tafarlausu lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli.

Gátskildir á miðjum þjóðvegi

Tveir gátskildir standa á miðjum vegi við innganginn í Þjóðgarðinn á Þingvöllum, þrátt fyrir að fulltrúi Vegagerðarinnar hafi lýst því yfir í síðasta mánuði að aðskotahlutir mættu ekki vera á óupplýstum vegi.

Hóta að ráðast inn í sendiráð Ekvador

Yfirvöld í Bretlandi hafa hótað að brjótast inn í sendiráðsbyggingu Ekvador í Lundúnum. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur búið í sendiráðinu frá því að hann bað um hæli í Ekvador fyrir nokkru.

Dökkt súkkulaði gott við háþrýstingi

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að dökkt súkkulaði geti verið mikil heilsubót fyrir þá sem þjást af háþrýstingi. Það var hópur ástralska vísindamanna sem stóð fyrir rannsókninni.

Þúsundir vilja fá atvinnuleyfi

Hundruð þúsunda ólöglegra innflytjenda sækja um dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir að reglur voru rýmkaðar nú í vikunni.

Ábyrgðin sögð liggja hjá Sýrlandsstjórn

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sakar Sýrlandsstjórn um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Uppreisnarmenn hafa einnig gerst sekir um morð, pyntingar og kynferðisofbeldi, en þó í minna mæli en stjórnarliðar.

Húsnæðisskortur en samt mörg tóm hús

Eftir margra ára þrengingar er nú uppgangur á sunnanverðum Vestfjörðum. Það vantar húsnæði fyrir fjölskyldur á Bíldudal en á sama tíma standa sumarhús auð langtímum saman. Íbúar segja heldur ekki hlaupið að því að byggja.

Brjóstkassi úr ull sigurvegari

Brjóstkassinn á bænum Sléttu í Eyjafirði bar sigur úr býtum í samkeppni um best prýdda póstkassann í Eyjafjarðarsveit. Það var Margrét Benediktsdóttir sem prjónaði brjóstin úr ull og skreytti póstkassann.

Mikil innspýting í brasilíska hagkerfið

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, kynnti í gær áform um umfangsmiklar efnahagslegar örvunaraðgerðir í landinu. Hyggst ríkisstjórn hennar verja jafngildi tæplega 8.000 milljarða íslenskra króna í fjárfestingar í innviðum landsins, svo sem í gatna- og járnbrautarkerfi.

Vaxandi harka í deilu um eyjar

Enn á ný deila Japanar og Suður-Kóreumenn hart um yfirráð nokkurra lítilla eyja í hafinu á milli þeirra. Spenna milli ríkjanna hefur vaxið eftir að Lee Myung-bak, forsætisráðherra Suður-Kóreu, sigldi í síðustu viku til eyjanna, sem nefnast Takeshima á japönsku en Dokdo á kóresku.

Fús til að veita Grikkjum frest

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, segist alveg til í að veita Grikkjum lengri frest til að ná fram ströngum sparnaði í ríkisútgjöldum. Frá þessu er skýrt í þýskum fjölmiðlum á Netinu.

Óáhugaverður völlur í bænum

Innbæjarsamtökin á Akureyri merktu leikvöllinn við Hafnarstræti sem „óáhugaverðan stað“ til að skopast að bæjaryfirvöldum. Samtökin notuðu skilti, sem venjulega auðkennir áhugaverða staði, og teiknuðu á það rauðan kross. Akureyri vikublað greinir frá málinu á vef sínum.

Ströng lög um tóbak staðfest

Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að ströngustu lög heims um tóbakssölu standist stjórnarskrá landsins.

Lögreglan leitar að öðrum bíl

Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Giskegjerde Schjetne hefur enn engan árangur borið, en í gær voru tíu dagar síðan hún hvarf. Leitin að stúlkunni heldur þó áfram.

Sækja Þjóðverja sem eru fastir í á

Björgunarsveitamenn úr fimm björgunarsveitum frá Skagafirði og Húnavatnssýslu eru nú á leið á Kjöl til aðstoðar þýsku ferðafólki sem situr fast í tveimur bílum sínum í sandbleytu í á. Fólkið hugðist aka slóða frá Kjalvegi yfir í Ingólfsskála en lenti í ógöngum á leiðinni. Ekki er vitað um nákvæma staðsetningu hópsins og þurfa björgunarsveitir því að byrja á því að leita þess á svæðinu.

Górillubræður himinlifandi að hittast á ný

Það voru sannkölluð gleðistund í dýragarðinum í Wiltshire-sýslu í Bretlandi á dögunum þegar bræðurnir Kesho og Alf hittust í fyrsta skiptið í næstum því þrjú ár. Þeir knúsuðust eins og sönnum górillum sæmir.

Samdi lag til stuðnings Pussy Riot

Á föstudaginn mun dómari kveða upp dóm yfir stúlkunum í hljómsveitinni Pussy Riot en þær gætu átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi verði þær fundnar sekar um að mótmæla í dómkirkjunni í Moskvu í febrúar á þessu ári.

Svindlaði í Scrabble-móti - faldi auða skífu innanklæða

Ungur þátttakandi í alþjóðlegru Scrabble-móti sem fer nú fram í Bandaríkjunum var vísað úr keppni eftir að dómarar urðu þess varir að hann faldi auða-skífu innanklæða. Á skífunum eru bókstafir og gefa þeir mismikið af stigum en í spilinu eru einnig nokkrar auðar skífur, sem gilda sem allir bókstafir.

Vinstri Græn bera að hluta ábyrgð á töfum aðildarviðræðna

Ekki verður gert hlé á viðræðum við Evrópusambandið þrátt fyrir ákall um slíkt frá ráðherrum Vinstri grænna. Vinstri græn bera að hluta ábyrgð á töfum á aðildarviðræðunum, enda neitaði Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að veita umboð til að semja um annað en tollvernd í landbúnaði.

Sérhæft lögregluteymi ekki verið stofnað

Enn hefur ekki verið stofnað sérhæft lögregluteymi gegn mansali eins og þriggja ára gömul aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir. Formaður sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal vonast til að hægt verði að koma því á fót næsta vetur.

Maðurinn sem sá um yfirheyrslur yfir Breivik verið kallaður til

Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Scjetne sem hvarf sporlaust í Noregi síðustu viku hefur engan árangur borið. Fjöldi sjálfboðaliða hefur aðstoðað lögreglu við leitina en einn helsti sérfræðingur landsins á sviði réttarsálfræði og yfirheyrslna hefur verið kallaður til.

Íslenskur spilari vann 46 milljónir - keypti miðann í Smáralind

Tveir skiptu með sér þreföldum fysta vinningi og hlýtur hvor um sig rétt tæplega 187,4 milljónir króna í vinning. Annar miðinn var keyptur í Svíþjóð en hinn i Noregi. Hinn al-íslenski bónusvinningur gekk út og nemur upphæð hans rúmlega 46,1 milljón króna. Miðinn sem innihélt þennan glæsilega vinning var keyptur í Lukkusmáranum í Smáralindinni í Kópavogi. 11 miðar voru með fjórar réttar tölur - í réttri röð í Jóker. Átta þeirra eru í áskrift, einn var keyptur í N1 á Selfossi, einn í Olís í Álfheimum í Reykjavík og einn í Select við Suðurfell í Reykjavík.

Bill Gates leitar að framúrstefnulegum klósettum

Klósett sem notar örbylgjur til að breyta kúk í rafmagn, klósett sem breytir hægðum í kol og klósett sem er sólarorkuknúið voru meðal númera á hönnunarsýningu sem Bill og Melinda Gates stóðu fyrir í því skyni að bæta hreinlæti í heiminum.

Fingralangur karlmaður fór víða í dag

Karlmaður var staðinn að þjófnaði í íþróttahúsi Fram í hádeginu í dag. Kona sem óskaði eftir þessari aðstoð hafði staðið hann að þjófnaðinum og elt hann. Hann var handtekinn og í ljós kom að hann hafði gerst fingralangur að minnsta kosti þrisvar sinnum þennan dag, í Hagkaupum, í íþróttahúsi Fram og líkamsræktarstöð í Bolholti.

Hæfnisnefnd verður Steingrími til aðstoðar

Hæfnisnefnd verður ráðherra til ráðgjafar þegar valið verður í embætti hins nýja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Valið verður milli embættismanna ráðuneytanna þriggja sem munu sameinast.

Færeyingarnir komnir

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways lenti nú um fjögurleytið glænýrri Airbus 319 vél sinni á Reykjavíkurflugvelli með rúmlega 100 fótboltaáhangendur til þess að horfa á vináttuleikinn milli Íslands og Færeyja í Laugardalnum í kvöld.

Segja sýrlensk stjórnvöld bera ábyrgð á blóðbaðinu í Houla

Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sýrlensk stjórnvöld beri ábyrgð á blóðbaðinu í Houla fyrr í sumar. Fréttavefur BBC greinir frá því að rannsakendur hafi rætt við yfir 700 manns, meðal annars hermenn sem hafa flúið land og óbreytta borgara.

Segir Íslendinga ekki sóa miklum mat

Almenningur á Íslandi hendir allt að 3500 tonnum af mat á ári miðað við tölur sem sérfræðingar MATÍS tóku saman. Miðað við lauslega útreikninga Kristins Hugasonar, deildarstjóra matvælaskrifstofu ráðuneytisins, eru það 50 kg á ári á hverja fjölskyldu sem eru um 140 grömm á dag.

Sjá næstu 50 fréttir