Innlent

Segir Íslendinga ekki sóa miklum mat

BBI skrifar
Íslensk fjölskylda hendir um 140 grömmum af matarleifum á dag, sem Kristni finnst ekki mikið.
Íslensk fjölskylda hendir um 140 grömmum af matarleifum á dag, sem Kristni finnst ekki mikið. Mynd/Heiða
Almenningur á Íslandi hendir allt að 3500 tonnum af mat á ári miðað við tölur sem sérfræðingar MATÍS tóku saman. Miðað við lauslega útreikninga Kristins Hugasonar, deildarstjóra matvælaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, eru það 50 kg á ári á hverja fjölskyldu sem eru um 140 grömm á dag.

Tölur MATÍS byggja á ágiskunum sérfræðinga en ekki nákvæmum staðreyndum. Þær voru á sínum tíma teknar saman í sambandi við rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar á sóun matvæla hjá veitingahúsum og stóreldhúsum á Norðurlöndunum. Að sögn Kristins höfðu Íslendingar ekki tök á að fylgjast með brottkasti veitingahúsa á matarleifum. Hvergi lágu fyrir gögn um slíkt brottkast og því voru upplýsingarnar sem Ísland sendi inn í rannsóknina ekki fullnægjandi og landið var því ekki hluti af henni.

Fjallað var um rannsóknina á RÚV í dag. Þar undraðist formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands að landið hefði ekki tekið þátt í henni og taldi að sóun á Íslandi væri meiri en annars staðar. Kristinn úrskýrir að eðlilegar ástæður hafi verið fyrir því að landið var ekki hluti af rannsókninni. Hann telur og að Íslendingar séu ekki verri en grannþjóðir sínar.

„Ég held að við sóum ekkert sérstaklega miklum mat. Og mér finnst að það megi tóna þessu umræðu niður frekar en hitt," segir hann.


Tengdar fréttir

Menntunarleysi ýtir undir sóun á mat

Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður umhverfisnefndar Alþingis, segir að matarmenningu Íslendinga hafi farið aftur. Það endurspeglist meðal annars í sóun á mat. Hún telur að vinna megi gegn þeirri þróun með því að auka vægi hússtjórnar og heimilishalds í skólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×