Ábyrgðin sögð liggja hjá Sýrlandsstjórn 16. ágúst 2012 06:15 Stór sprengja var sprengd við hótel í Damaskus í gær, þar sem friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa dvalist. Að minnsta kosti þrír særðust. nordicphotos/AFP Enginn vafi leikur lengur á því að Sýrlandsher og hrottasveitir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa framið stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni á síðustu vikum og mánuðum, né heldur að ábyrgðin sé hjá Sýrlandsstjórn. Þetta er fullyrt í rúmlega hundrað blaðsíðna skýrslu rannsóknarnefndar á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars eru ýtarlegar lýsingar á framferði hermanna og hrottasveita í bænum Houla í maí. Þar voru meira en hundrað manns drepnir, allt almennir borgarar og nærri helmingur þeirra börn. Meðal annars eru stjórnarliðar sakaðir um morð, pyntingar og kynferðisofbeldi. Í skýrslunni eru sveitir uppreisnarmanna einnig sakaðar um sams konar glæpaverk, en þó fullyrt að það hafi gerst í minna mæli og sjaldnar en glæpir stjórnarliða. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kallar afbrot stríðandi afla í Sýrlandi stríðsglæpi, því hingað til hefur verið notað varfærnara orðalag. Ástæðan er sú að Alþjóðanefnd Rauða krossins lýsti því yfir um miðjan júlí að átökin í Sýrlandi gætu ekki lengur talist neitt annað en borgarastríð. Þar með þurfa stríðandi öfl í landinu að hlíta reglum Genfarsáttmálanna um framferði í stríði. Í skýrslunni er fjallað um tímabilið frá 15. febrúar til 20. júlí á þessu ári. Skýrslan er byggð á viðtölum við fólk á átakasvæðunum og flóttamenn frá Sýrlandi. Nefndin segir þó að starf hennar hafi verið gert torveldara vegna þess að stjórn Bashars al Assad Sýrlandsforseta sýndi engan samvinnuvilja. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Enginn vafi leikur lengur á því að Sýrlandsher og hrottasveitir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa framið stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni á síðustu vikum og mánuðum, né heldur að ábyrgðin sé hjá Sýrlandsstjórn. Þetta er fullyrt í rúmlega hundrað blaðsíðna skýrslu rannsóknarnefndar á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars eru ýtarlegar lýsingar á framferði hermanna og hrottasveita í bænum Houla í maí. Þar voru meira en hundrað manns drepnir, allt almennir borgarar og nærri helmingur þeirra börn. Meðal annars eru stjórnarliðar sakaðir um morð, pyntingar og kynferðisofbeldi. Í skýrslunni eru sveitir uppreisnarmanna einnig sakaðar um sams konar glæpaverk, en þó fullyrt að það hafi gerst í minna mæli og sjaldnar en glæpir stjórnarliða. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kallar afbrot stríðandi afla í Sýrlandi stríðsglæpi, því hingað til hefur verið notað varfærnara orðalag. Ástæðan er sú að Alþjóðanefnd Rauða krossins lýsti því yfir um miðjan júlí að átökin í Sýrlandi gætu ekki lengur talist neitt annað en borgarastríð. Þar með þurfa stríðandi öfl í landinu að hlíta reglum Genfarsáttmálanna um framferði í stríði. Í skýrslunni er fjallað um tímabilið frá 15. febrúar til 20. júlí á þessu ári. Skýrslan er byggð á viðtölum við fólk á átakasvæðunum og flóttamenn frá Sýrlandi. Nefndin segir þó að starf hennar hafi verið gert torveldara vegna þess að stjórn Bashars al Assad Sýrlandsforseta sýndi engan samvinnuvilja. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira