Innlent

Meirihlutinn í Grindavík sprunginn

Meirihluti bæjarstjórnar í Grindavíkur sprakk í gærkvöldi þegar Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn slitu samstarfinu.

Framsóknarflokkurinn átti þrjá fulltrúa og Sjálfstæðsiflokkurinn einn.

Stirt hefur verið í samstarfinu að undanförnu, meðal annars vegna uppbyggingar á íþróttamannvirkjum og sölu á félagsheimilinu Festi, þannig að þessi framvinda mála kom heimamönnum ekki í opna skjöldu, samkvæmt heimildum Fréttastofu.

Framsóknarmenn hafa þegar byrjað viðræður við Samfylkinguna og Grindavíkurlistann um myndun nýs meirihluta.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×