Innlent

Óáhugaverður völlur í bænum

Innbæjarsamtökin á Akureyri krefjast þess að bærinn taki til við uppbyggingu í kringum Laxdalshús.
Innbæjarsamtökin á Akureyri krefjast þess að bærinn taki til við uppbyggingu í kringum Laxdalshús. Mynd/Helga Frímann
Innbæjarsamtökin á Akureyri merktu leikvöllinn við Hafnarstræti sem „óáhugaverðan stað“ til að skopast að bæjaryfirvöldum. Samtökin notuðu skilti, sem venjulega auðkennir áhugaverða staði, og teiknuðu á það rauðan kross. Akureyri vikublað greinir frá málinu á vef sínum.

Leikvöllurinn stendur á móti Laxdalshúsi, elsta húsi bæjarins, og segja samtökin svæðið í algjörri niðurníðslu og vera bæjaryfirvöldum til skammar. Bærinn er því hvattur til að hefja undirbúning að faglegri uppbyggingu á fjölnota útivistarsvæði fyrir gesti og íbúa hið fyrsta.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×