Innlent

Brjóstkassi úr ull sigurvegari

Margrét Benediktsdóttir bar sigur úr býtum í keppninni um best prýdda póstkassann í Eyjafjarðarsveit.
Margrét Benediktsdóttir bar sigur úr býtum í keppninni um best prýdda póstkassann í Eyjafjarðarsveit.
Brjóstkassinn á bænum Sléttu í Eyjafirði bar sigur úr býtum í samkeppni um best prýdda póstkassann í Eyjafjarðarsveit. Það var Margrét Benediktsdóttir sem prjónaði brjóstin úr ull og skreytti póstkassann.

Aðstandendur hinnar árlegu Handverkshátíðar á Hrafnagili stóðu fyrir póstkassakeppninni og alls tók 101 bær í sveitinni þátt með því að skreyta póstkassa sinn á einn eða annan hátt.

Kosið var um best prýdda póstkassann hjá ferðaþjónustuaðilum í Eyjafjarðarsveit.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×