Fleiri fréttir

Bátur varð aflvana við Eldey

Tvö hundruð tonna bátur með sjö manns um borð fékk veiðarfæri í skrúfuna og missti við það vélarafl fyrr í dag. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, Oddur V. Gíslason, og björgunarbáturinn Árni í Tungu eru nú á leið til aðstoða bátinn sem er við Eldey.

Besta bláberjaspretta í áratugi

Víða um vestanvert landi er berjaspretta einstaklega góð og jafnvel sú mesta í áratugi samkvæmt fréttavefnum Skessuhorni. Þar kemur fram að bláber hafi blómgast snemma í sumar og þroskast vel í hlýju og sólríku sumri. Eins er töluvert um krækiber en ekki eins góð spretta á þeim og bláberjunum. Sömu sögu er að segja af aðalbláberjum sem finnast á nokkrum stöðum einkum inn til landsins á Vesturlandi en í miklum mæli á Barðaströnd og um alla Vestfirði.

Eigandi Súfistans fær ekki að fella Alaskaösp

Eigandi Súfistans, Birgir Finnbogason fær ekki að fella myndarlega Alaskaösp sem stendur fyrir framan kaffihúsið á Strandgötu í Hafnarfirði. Eigandinn sendi fyrirspurn til skipulags- og byggingaráðs í júlí en þar óskar hann annarsvegar eftir því að fella öspina vegna skuggamyndunar og svo að lagfæra gangstétt og endurbæta útirými við Súfistann.

Grunaðir um að kaupa þjónustu ólögráða vændiskonu

Frönsku knattspyrnumennirnir Franck Ribery og Karim Benzema hafa verið ákærðir fyrir að kaupa þjónustu vændiskonu sem var undir lögaldri. Mennirnir áttu báðir að leika fyrir franska landsliðið gegn Úrúgvæ í dag. Þeir hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni í tvö ár, en báðir neita þeir ásökununum. Vændiskonan sem þeir voru í viðskiptum við segir að hvorugur þeirra hafi vitað að hún hafi einungis verið sextán ára þegar þeir voru í samskiptum við hana.

Tilraunaborunum lokið á Bakka

Tilraunaborunum á vegna fyrirhugaðrar kísilmálmframleiðslu á Bakka við Húsavík er lokið í bili en boranir hafa staðið yfir undanfarna daga. Enn á eftir að bora tvær til þrjár holur til viðbótar.

Vísbendingar um að makríll hryggni í íslenski lögsögu

Sterkar vísbendingar úr fjölþjóðlegum makrílleiðangri benda til þess að makríll sé farinn að hryggna og alast upp í íslenskri lögsögu, sem væntanlega styrkir samningsstöðu okkar í makríldeilunni í framtíðinni.

Kannski næst stærstu eldarnir

Sinubruninn í Laugardal við Ísafjarðardjúp er annar eða þriðji stærsti jarðeldur sem vitað er til að hafi orðið á Íslandi. Talið er að um tíu hektarar hafi brunnið nú í Laugardal.

Breiðholtshrottar áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á karlmann í Breiðholti þann sjötta júlí í sumar, svipt hann frelsi, hótað honum ofbeldi og neytt hann til að millifæra hátt í fimm hundruð þúsund krónur yfir á bankareikning þeirra. Mennirnir munu sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli þeirra, en þó ekki lengur en til sjöunda september. Rannsókn lögreglu á brotum mannanna er lokið og nú er niðurstöðu Ríkissaksóknara beðið varðandi það hvort gefin verði út ákæra í máli þeirra.

Vill sjá fjárfestingu í nýsköpun

Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Innovit, hvetur lífeyrissjóði og fjársterka aðila til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir aldrei fyrr hafa verið jafnmikið af nýjum viðskiptatækifærum fyrir fjármagnseigendur á Íslandi.

Forsetinn tekur á móti ólympíuförum

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tekur í dag á móti íslensku þátttakendunum á ólympíuleikunum í London á Bessastöðum. Íþróttafólki, þjálfurum og öðrum starfsmönnum sem voru á Ólympíuleikunum er boðið til móttökunnar ásamt forystu ÍSÍ, formönnum sérsambanda þeirra íþróttagreina sem Íslendingar kepptu í sem og fréttamönnum og ljósmyndurum íslenskra fjölmiðla sem viðstaddir voru Ólympíuleikana.

Þurfa nú lítt á íslenskum höfnum að halda

Jens K. Lyberth, aðstoðarsjávarútvegsráðherra Grænlands, segir að viðunandi niðurstaða hafi náðst í viðræðum sjávarútvegsráðherra Íslands og Grænlands í deilunni um uppskipun á makríl sem veiddur er í grænlenskri lögsögu.

„Sænska leiðin“ hefur ekki skilað árangri

Tilraun sænskra stjórnvalda til að stemma stigu við vændi með því að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð hefur ekki skilað tilætluðum árangri, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í síðasta mánuði.

Brákaði rifbein í hjólaferð um landið

Félagarnir Róbert Þórhallsson og Baldvin Sigurðsson, sem eru að hjóla hringinn í kringum landið til að safna áheitum fyrir Styrktarfélaga Krabbameinssjúkra barna, eru núna staddir á Akureyri. Þeir ætla að vera í Varmahlíð í kvöld og verða komnir til Reykjavíkur á laugardaginn.

Magn af makríl við landið helst stöðugt

Magn makríls í íslenskri lögsögu er svipað núna og undanfarin ár miðað við fyrstu niðurstöður rannsóknarleiðangurs Hafrannsóknarstofnunar. Vísindamenn urðu varir við makríl sem virðist hafa komið úr klaki við Ísland á tveimur stöðvum úti af Suðvesturlandi.

Sumarlegt þema í samkeppni

Þema fjórðu og síðustu ljósmyndakeppninnar sem Fréttablaðið stendur fyrir í sumar er „Svona er sumarið“. Fréttablaðið vonast eftir myndum frá þátttakendum sem endurspegla á sem fjölbreytilegastan hátt sumarið sem er að líða. Skilafrestur fyrir sumarmyndirnar er 22. ágúst en myndir skal senda á netfangið Ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is.

Góðgerðar æfing dagsins

Crossfit hreyfingin í Reykjanesbæ ætlar á morgun að láta gott af sér leiða um leið og hún hamast og lyftir þungum hlutum. Haldið verður sérstakt góðgerðar WOD (work of the day; æfing dagsins). Æfingin verður til styrktar FSMA félaginu á Íslandi og þátttökugjald verður 2.500 kr. sem rennur beint til félagsins.

Unnið að hættumati vegna eldgosa í byggð

Undirbúningur við gerð frekara hættumats vegna eldgosa á byggðum svæðum á Suðurlandi er hafinn. Fjölmargir aðilar koma að verkefninu. Heildarkostnaður hleypur á hundruðum milljóna og kemur féð að hluta úr Ofanflóðasjóði.

Tæplega 400 leigjendur eiga í vandræðum með framfærslu

Alls hafa 62 fasteignaeigendur sem leitað hafa til umboðsmanns skuldara þurft að setja hús sín á sölu. 341 leigjandi hefur litla sem enga greiðslugetu að mati stofnunarinnar. Við það bætast 53 í félagslegu húsnæði.

Vilja hækka eftirlaunaaldur

Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við stéttarfélög opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra.

Ástralska ríkið hafði betur gegn tóbaksframleiðendum

Hæstiréttur í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög sem nýlega voru sett þar í landi um merkingar á tóbakspakkningum standist stjórnarskrá. Samkvæmt nýju lögunum má ekki selja sígarettu öðruvísi en í ólífulituðum pakkningum með viðvörunum um skaðsemi reykinga. Hefðbundnar pakkningar sígarettuframleiðendanna verða bannaðar. Helstu tóbaksframleiðendur í heimi létu reyna á þessi lög fyrir dómstólum en lutu í lægra haldi fyrir ástralska ríkinu. Nýju lögin munu því taka gildi 1. desember næstkomandi.

Fjöldi dýra drepist í Miklakonungsdal

„Ástandið er hrikalegt,“ segir Vera Asscheman, íbúi á spænsku eyjunni La Gomera, einum af Kanaríeyjum. Þar hafa skógareldar logað í níu daga og ekki sér fyrir endann á þeim. „Slökkviliðsmenn voru að segja að þeir muni ekki ráða niðurlögum eldanna næsta sólarhringinn,“ segir hún.

Auglýsa eftir sjálfsmorðsárásarmönnum á Netinu

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda óska eftir fólki til að gera sjálfsmorðsárás í atvinnuauglýsingu sem birt er á lokuðu svæði á veraldarvefnum. Á vefnum The Times of Israel er fjallað um málið. Þar segir að í auglýsingunni sé óskað eftir andlega þroskuðum múslimum sem geti helgað sig verkefninu, eins og það er orðað. Vefsíðan sem auglýsingin er birt á heitir Sjumuk al-islam og er sagt eitt helsta málgagn Al Qaeda á Netinu.

Stöðvuðu fíkniefnasölu í Austurborginni

Lögreglan stöðvaði fíkniefnasölu í Austurborginni, eftir ábendingu um að tiltekinn maður væri að líkindum að stunda slíkt athæfi. Lögreglumenn fundu manninn og í farmhaldi af því var farið í húsleit, þar sem lögregla naut aðstoðar fíkniefnahunds frá Tollgæslunni. Þar fannst töluvert magn af fíkniefnum, en lögregla gefur ekki upp magn né tegundir. Jafnframt fundust þar ýmsir munir, sem taldir eru vera þýfi úr innbrotum, sem viðskiptavinir mannsins hafa notað sem gjaldmiðil í fíkniefnaviðskiptum við hann.-

Verður ekki framseldur

Níræður karlmaður að nafni Charles Zentai vann í gær mál gegn áströlskum stjórnvöldum sem hugðust framselja hann til Ungverjalands. Hann er grunaður um stríðsglæpi með því að hafa starfað fyrir Nasista í Seinni heimsstyrjöld og að hafa pyntað og myrt ungling í Budapest, höfuðborg Ungverjalands árið 1944. Hæstiréttur í Ástralíu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið til nein lagaákvæði um stríðsglæpi árið 1944 og því bæri stjórnvöldum ekki að framselja hann. Maðurinn neitar öllum sökum sem bornar eru á hann.

Norðmenn vilja Stoltenberg áfram

Meirihluti almennings í Noregi vill ekki að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, segi af sér embætti, þrátt fyrir að stjórnvöld í landinu hafi beðið mikinn álitshnekki eftir að sannleiksskýrsla um fjöldamorðin í Osló og Útey kom út í fyrradag.

Rán í matvöruverslun

Rán var framið í matvöruverslun í Kópavogi í gærkvöldi þar sem karlmaður hrifsaði peninga úr peningakassa búðarinnar og komst undan. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort hann ógnaði starfsfólki verslunarinnar, eða hvort hann var vopnaður barefli eða öðru, né heldur hversu mikla fjárhæð hann hafði upp úr krafsinu. Hann er ófundinn.-Þá var brotist inn í leikskóla við Nauthólsveg í Reykjavík í gærkvöldi og þaðan stolið fartölvu og spjaldtölvu. Sá þjófur er líka ófundinn.-

Akranesviti orðinn klár menningarviti

Boðið er upp á tónlistarviðburði og fleiri listasamkomur í Akranesvita sem hefur vísað sjófarendum leið í 65 ár. Þar fara fram upptökur á tónlistarviðburðum enda á hljómburðurinn þar að vera álíka þeim í Péturskirkju í Róm.

Tóku dópaðan ökumann með hníf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók út úr dópaðann ökumann á þrítugsaldri úr umferð í gær. Hann var með hníf í fórum sínum og reyndist réttindalaus eftir að hafa misst skírteinið áður fyrir sömu sakir. Hann er visatður í fangageymslu, en verður yfirheyrður þegar af honum verður runnið. Lögreglan á Akureyri tók líka ungan ökumann úr umferð þar í bæ í gærkvöldi, undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk þess sem hann var líka búinn að missa prófið vegna fíkniefnaaksturs áður.-

Fagmenn brutust inn í bíla í Þorlákshöfn

Brotist var inn í að minnstakosti tvo bíla í Þorlákshöfn í nótt og fartölvu stolið úr öðrum þeirra. Lögregla er nú að rannsaka hvort farið hefur verið inn í fleiri bíla, en þjófarnir stóðu fagmannlega að verki, dýrkuðu bílana upp með þartilgerðum tækjum og læstu þeim svo á eftir sér. Lögregla segir þetta óvenjulegt, því yfirleitt brjóti þjófar rúur í bílunum til að komast inn í þá.-

Réðust á leigubílstjóra

Tveir karlmenn réðust á leigubílstjóra í austurborginni í gærkvöldi og veittu honum áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild en reyndist ekki alvarlega meiddur. Mennirnir höfðu tekið sér far með bílnum, en þegar komið var á ákvörðunarstað sögðust þeir ekki eiga fyrir farinu, og réðust á bílstjórann. Hann telur að þeir hafi verið undir áhrifum fíkniefna, en af skeyti frá lögreglu má ráða að þeir hafi komist undan og séu ófundnir.

10% skjólstæðinga missa húsið

Um tíu prósent þeirra sem gert hafa samninga með aðstoð umboðsmanns skuldara hafa misst húsnæði sitt vegna greiðsluerfiðleika. Stór hluti þeirra er of tekjuhár til að vera gjaldgengur í félagslegt stuðningskerfi sveitarfélaga.

Segir stjórnina í Sýrlandi að falli komna

„Stjórnin er að falli komin, bæði siðferðislega og efnahagslega, fyrir utan þá bresti sem komnir eru í herinn,“ sagði Riad Hijab, fyrrverandi forsætisráðherra Sýrlands, á blaðamannafundi í Jórdaníu í gær.

Neyðarástand í Kattholti - 300 óskilakisur komu í sumar

Stjórn Kattavinafélags Íslands vill beina þeim tilmælum til eigenda katta að láta gelda högna sína og gera ófrjósemisaðgerðir á læðum. Neyðarástand ríkir í Kattholti því tæplega 300 óskilakisur komu þangað í sumar.

Íslenskir listamenn sendu Pútín bréf

Stjórn bandalags íslenskra listamanna sendi í dag Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og tveimur rússneskum saksóknurum ákall þar sem þess er krafist að þrjár listakonur úr pönk-rokksveitinni Pussy Riot verði látnar lausar úr haldi og öllum ákærum á hendur verði látnar niður falla.

Enginn bjór á landsleikjum í bráð

"Almennt séð er mín skoðun sú að íþróttir fara ekki saman með áfengi. Mér finnst betur fara á því að þessu sé ekki blandað saman, án þess að ég sé að taka afstöðu til þessa máls,“ segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og íþróttamálaráðherra.

Fíkniefnaverksmiðja neðanjarðar

Ítalska lögreglan gerði 340 kíló af kannabis upptæk á yfirgefinni neðanjarðarlestarstöð í borginni Róm í dag. Stöðin var byggð á fjórða áratug síðustu aldar af einræðisherranum Mussolini.

Tíu milljónir úr Samfélagssjóði Landsbankans

Landsbankinn veitti í dag samfélagsstyrki að upphæð tíu milljónir króna úr Samfélagssjóði bankans. Veittir voru tuttugu styrkir, fimm að upphæð 1 milljón króna hver, fimm að fjárhæð 500 þúsund krónur og tíu að fjárhæð 250 þúsund krónur. Alls bárust tæplega 500 umsóknir um samfélagsstyrki að þessu sinni.

Sígarettustubbar á eldsvæðinu

Umgengni veiðimanna við Laugardalsvatn í Ísafjarðardjúpi er oft á tíðum slæm og hafa þeir skilið eftir sig sígarettustubba og annað rusl í náttúrunni, jafnvel á þeim svæðum sem hafa orðið jarðvegseldum síðustu vikna að bráð.

Studdu ekki innleiðingu sænsku leiðarinnar hér á landi

Réttarvörslukerfið studdi ekki innleiðingu sænsku leiðarinnar hér á landi á sínum tíma. Lagaprófessor sem fór yfir kosti og galla þessarar leiðar fyrir Alþingi og skrifaði sjálft frumvarpið segir reynsluna hafa staðfest efasemdir sínar. Formaður Landssambands lögreglumanna tekur í sama streng og telur nær ógjörning að fara eftir lögunum.

Þurfa að taka á sig 15 prósenta tekjuskerðingu

Hótelrekendur þurfa að taka á sig fimmtán prósenta tekjuskerðingu ætli þeir að halda verðum óbreyttum þrátt fyrir hærri virðisaukaskatt. Hótelhaldari segir að taka þurfi tillit samkeppnisaðstöðu íslenskra ferðaþjónustuaðila því erlendir ferðamenn hafi um margt annað að velja.

Emma Watson elskar Of Monsters and Men

Emma Watson er stödd hér á landi við tökur á myndinni Noah í leikstjórn Darren Aronofsky eins og flestum ætti að vera kunnugt. Hún hefur verið dugleg að segja vinum sínum á samskiptasíðunni Twitter frá dvöl sinni hér á landi. Nýjasta "tístið“ hennar snýr að íslensku tónlistarfólki. Nú síðdegis sagðist hún dýrka Of Monsters and Men, Sóley og Ólaf Arnalds við þetta setur hún merkið "#goiceland".

Undirbúningur fyrir haustþingið hafinn

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er byrjaður að undirbúa sig af fullum krafti fyrir komandi þing sem verður sett þann 11. september næstkomandi. Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti Ögmundur fjölda mála sem hann lagði fram til kynningar á síðastliðnu vorþingi.

Vill ekki fyllerí

Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga fallega um Reykjavíkurborg, stilla áfengisdrykkju í hóf og henda rusli í þar til gerðar ruslatunnur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag sem Jón Gnarr borgarstjóri, Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Einar Örn Benediktsson formaður stjórnar Menningarnætur héldu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir