Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 23:29 Hjalti Dagur Hjaltason er formaður Félags læknanema. Samsett Læknanemar eru æfir yfir fyrirhugaðri lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Þeir segja það gert án samráðs við nemana og þrátt fyrir óbreytt starf, ábyrgð og skyldur. Nemar séu látnir greiða niður hagræðingu í heilbrigðismálum. Í tilkynningu lýsa Félag læknanema og Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu yfir miklum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda. Þar segja læknanemar að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi tekið einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarði laun sín út frá. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun sem er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir mannauðsmálum ríkisins, þar á meðal ráðgjöf varðandi mannauðsstjórun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga við Læknafélag Íslands. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum, á öllum helstu deildum, þar sem þeir sinna lykilhlutverki innan heilbrigðiskerfisins sem læknar. Tekið er fram í tilkynningunni að þar veiti þeir meðferðir, skrái upplýsingar í sjúkraskrá en séu að auki oft einir á vakt. Því sé ljóst að um er að ræða mikið ábyrgðarstarf. KMR segir engar forsendur til viðræðna Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi. Félag læknanema segir Kjara- og mannauðssýslu ríkisins hafa einhliða tekið ákvörðun um að lækka laun félagsmanna sinna til að „knýja fram þvingaðan sparnað í rekstri Landspítala.“ Nýju viðmiðin eru sem hér segir: laun nema á þriðja námsári eru óbreytt í 70 prósenta hlutfalli launa sérnámsgrunnslækna, laun nema á fjórða námsári lækka úr 80 prósentum fyrrnefndra launa í 75 prósent og laun nema á fimmta ári lækka úr 90 prósentum í 84. Samkvæmt launatöflu eru 70 prósent 575.368 krónur og 84 prósent 690.441 króna. Félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Samkvæmt lögum LÍ geta læknanemar fengið þessa aukaaðild sem hafa lokið fjórða ári náms í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis. Aukaaðild að LÍ fylgja engin önnur réttindi en þau að geta sótt fundi með málfrelsi og tillögurétti. Þetta segja læknanemar veikja stöðu sína í samningsviðræðum. Læknafélag Íslands hafi nú þegar mótmælt formlega fyrir hönd læknanema en Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi borið því við að þar sem læknanemar séu ekki félagar í Læknafélaginu væri engin forsenda til viðræðna við þá. Ekki til þess fallið að laða lækna til starfa Læknanemar segja þetta bitna á hópi sem gegnir veigamiklum störfum og ber ríka ábyrgð en hefur takmörkuð úrræði til að mótmæla. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags Læknanema, segir viðmót stjórnvalda ekki vera síður mikilvægt í dag en þegar þeir eru orðnir læknar. Læknanemar standi frammi fyrir ákvörðun um hvar og hvernig þeir vilji starfa á næstu árum. „Ef skilaboðin eru þau að læknanemar séu ekki nægilega mikilvægir til að eiga rétt á sanngjörnum kjörum, hvers konar viðmót bíður þeirra þá eftir útskrift? Svona aðgerðir eru ekki til þess fallnar að laða lækna til starfa eftir útskrift,“ segir Hjalti Dagur. „Við förum einfaldlega fram á að kjör læknanema fylgi launaþróun þeirra samninga sem störf okkar byggja á og að tekin sé afstaða gegn því að hópur sem heilbrigðiskerfið sannarlega reiðir sig á sé ítrekað tekinn út fyrir sviga þegar kjör eru ákveðin. Það er réttlætismál,“ segir hann. Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Í tilkynningu lýsa Félag læknanema og Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu yfir miklum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda. Þar segja læknanemar að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi tekið einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarði laun sín út frá. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun sem er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir mannauðsmálum ríkisins, þar á meðal ráðgjöf varðandi mannauðsstjórun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga við Læknafélag Íslands. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum, á öllum helstu deildum, þar sem þeir sinna lykilhlutverki innan heilbrigðiskerfisins sem læknar. Tekið er fram í tilkynningunni að þar veiti þeir meðferðir, skrái upplýsingar í sjúkraskrá en séu að auki oft einir á vakt. Því sé ljóst að um er að ræða mikið ábyrgðarstarf. KMR segir engar forsendur til viðræðna Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi. Félag læknanema segir Kjara- og mannauðssýslu ríkisins hafa einhliða tekið ákvörðun um að lækka laun félagsmanna sinna til að „knýja fram þvingaðan sparnað í rekstri Landspítala.“ Nýju viðmiðin eru sem hér segir: laun nema á þriðja námsári eru óbreytt í 70 prósenta hlutfalli launa sérnámsgrunnslækna, laun nema á fjórða námsári lækka úr 80 prósentum fyrrnefndra launa í 75 prósent og laun nema á fimmta ári lækka úr 90 prósentum í 84. Samkvæmt launatöflu eru 70 prósent 575.368 krónur og 84 prósent 690.441 króna. Félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Samkvæmt lögum LÍ geta læknanemar fengið þessa aukaaðild sem hafa lokið fjórða ári náms í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis. Aukaaðild að LÍ fylgja engin önnur réttindi en þau að geta sótt fundi með málfrelsi og tillögurétti. Þetta segja læknanemar veikja stöðu sína í samningsviðræðum. Læknafélag Íslands hafi nú þegar mótmælt formlega fyrir hönd læknanema en Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi borið því við að þar sem læknanemar séu ekki félagar í Læknafélaginu væri engin forsenda til viðræðna við þá. Ekki til þess fallið að laða lækna til starfa Læknanemar segja þetta bitna á hópi sem gegnir veigamiklum störfum og ber ríka ábyrgð en hefur takmörkuð úrræði til að mótmæla. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags Læknanema, segir viðmót stjórnvalda ekki vera síður mikilvægt í dag en þegar þeir eru orðnir læknar. Læknanemar standi frammi fyrir ákvörðun um hvar og hvernig þeir vilji starfa á næstu árum. „Ef skilaboðin eru þau að læknanemar séu ekki nægilega mikilvægir til að eiga rétt á sanngjörnum kjörum, hvers konar viðmót bíður þeirra þá eftir útskrift? Svona aðgerðir eru ekki til þess fallnar að laða lækna til starfa eftir útskrift,“ segir Hjalti Dagur. „Við förum einfaldlega fram á að kjör læknanema fylgi launaþróun þeirra samninga sem störf okkar byggja á og að tekin sé afstaða gegn því að hópur sem heilbrigðiskerfið sannarlega reiðir sig á sé ítrekað tekinn út fyrir sviga þegar kjör eru ákveðin. Það er réttlætismál,“ segir hann.
Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira