Innlent

Sérhæft lögregluteymi ekki verið stofnað

Karen Kjartansdóttir skrifar
Enn hefur ekki verið stofnað sérhæft lögregluteymi gegn mansali eins og þriggja ára gömul aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir. Formaður sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal vonast til að hægt verði að koma því á fót næsta vetur.

Mansalsglæpir eru glæpir sem eru „okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Mikil vinna fer fram á vegum Sameinuðu þjóðanna þeirra til að uppræta og varpa ljósi á mansal sem telst bæði vinnuþrælkun og kynlífsþrælkun sem Vesturlandaþjóðir.

Samkvæmt gögnum Fíkniefna- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna eru 80 prósent þeirra sem lenda í kynlífþrælkun er ungar stúlkur og konur. Aðstæður þeirra eru oft svo ömurlegar að erfitt er að færa þær í orð eins og segir orðrétt í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um málið. Vandinn hefur vaxið undanfarin ár en málin eru mjög erfið í rannsókn, þar sem sjálfsmynd fórnarlambanna er oft svo brotin eftir hroðalegt ofbeldi að þau eru orðin ónæm fyrir aðstæðum sínum auk þess sem eiturlyfjanotkun er algeng meðal þeirra.

Það er ekki að undra að fáir viti hvernig eigi að snú sér í þessum málum. Hér á landi hefur hin svokallaða sænska leið verið farin en hún gerir kaup á vændi refsiverð. Innan Sameinuðu þjóðanna eru margir efins um þá leið og í nýrri skýrslu alþjóðlegs hóps sem fjallað um áhrif mismunandi lagasetninga á útbreiðslu HIV-veirunnar er jafnvel talið að hún geti gert aðstæður fórnarlamba mansals enn verri og ýtt undir mansal.

Ekki er vitað hvort staðan er sú hér á landi, þar sem lögregla telur sig ekki getað framfylgt þessum lögum og hafa þau því í raun verið óvirk. Þá hefur lögreglan einnig glímt við fjárskort undanfarin ár sem getur orðið til þess að flóknum og tímafrekum málum, á borð við mansalsmál, er ýtt til hliðar.

Þá hefur sérstök deild innan lögreglunnar ekki verið stofnuð en vonast er til þess að það breytist innan tíðar að sögn Hildar Jónsdóttur, formanns sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal.

„Ég held að við séum að fara sjá hylla undir þetta sérhæfða lögregluteymi þótt það hafi því miður tekið alltof langan tíma að koma því á fót," segir Hildur.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst ætlar innanríkisráðuneytið að veita um 50 milljón króna á næsta ári í baráttuna gegn skipulögðum glæpum og mansali. Vonast Hildur að sú upphæð nýtist til að sérstakt teymi innan lögreglunnar taki til stafa næsta vetur.

En getur verið að það hafi verið mistök að taka upp sænsku leiðina svokölluð hér á landi?

„Skipulögð glæpasamtök eru alls staðar að styrkja tök sín þar sem þau telja sig mögulega geta hagnast og það án tillit til lagaumhverfis. Þannig ég tel að við ættum að fara varlega í að draga of miklar ályktarnir af þeim skýrslum sem komið hafa fram," segir Hildur.


Tengdar fréttir

Íslensk löggjöf vekur athygli víða um heim

Talskona Stígamóta hefur ferðast um allan heim til að kynna íslenska löggjöf er varðar vændi og mansal. Segir eftirfylgni lögreglu verulega ábótavant. Talskona vændisfólks í Skandinavíu segir löggjöfina ýta undir mansal og vændi.

Óttast að sænska leiðin fjölgi HIV smituðum

Sænska leiðin nýtist ekki í baráttu gegn vændi og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

„Sænska leiðin“ hefur ekki skilað árangri

Tilraun sænskra stjórnvalda til að stemma stigu við vændi með því að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð hefur ekki skilað tilætluðum árangri, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í síðasta mánuði.

Sænska leiðin ýtir undir mansal

Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum.

Sænska leiðin auðveldar útbreiðslu HIV

Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×