Innlent

Íslenskur spilari vann 46 milljónir - keypti miðann í Smáralind

Tveir skiptu með sér þreföldum fysta vinningi og hlýtur hvor um sig rétt tæplega 187,4 milljónir króna í vinning. Annar miðinn var keyptur í Svíþjóð en hinn i Noregi. Hinn al-íslenski bónusvinningur gekk út og nemur upphæð hans rúmlega 46,1 milljón króna. Miðinn sem innihélt þennan glæsilega vinning var keyptur í Lukkusmáranum í Smáralindinni í Kópavogi. 11 miðar voru með fjórar réttar tölur - í réttri röð í Jóker. Átta þeirra eru í áskrift, einn var keyptur í N1 á Selfossi, einn í Olís í Álfheimum í Reykjavík og einn í Select við Suðurfell í Reykjavík.

Tölur kvöldsins: 1 - 10 - 16 - 17 - 31 - 46

Bónustölur: 22 - 34

Ofurtalan: 40



Jókertölur: 0 - 7 - 3 - 9 - 9




Fleiri fréttir

Sjá meira


×