Innlent

Gátskildir á miðjum þjóðvegi

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki tiltökumál þótt menn keyri á skildina enda séu þeir sveigjanlegir og gefi eftir.
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki tiltökumál þótt menn keyri á skildina enda séu þeir sveigjanlegir og gefi eftir. fréttablaðið/vilhelm
Tveir gátskildir standa á miðjum vegi við innganginn í Þjóðgarðinn á Þingvöllum, þrátt fyrir að fulltrúi Vegagerðarinnar hafi lýst því yfir í síðasta mánuði að aðskotahlutir mættu ekki vera á óupplýstum vegi.

Þá hafði Vegagerðin sett upp þéttbýlishlið við báða innganga inn í þjóðgarðinn. Þéttbýlishliðin samanstóðu af gátskjöldum í báðum vegarköntum og skildi á miðjum veginum í umferðareyju. Þetta þótti of hættulegt.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir skildi, eins og þá sem nú eru á veginum, meinlausa.

„Það gerist ekkert þó þú keyrir á skildina. Þeir eru sveigjanlegir neðst og gefa eftir,“ segir G. Pétur.

Hann segir þá þó ekki vera komna til að vera.

„Ég veit ekki nákvæmlega hver ástæðan fyrir þessu er, en þetta er ekki komið til að vera.“

- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×