Innlent

Vilja opna safn um Gísla í vor

Gísli heitinn Gíslason á Uppsölum Einbúinn varð þekktur mjög eftir að Ómar Ragnarsson tók viðtal við hann í Stiklum en þar áður tók Árni viðtal við hann.
mynd/rúv
Gísli heitinn Gíslason á Uppsölum Einbúinn varð þekktur mjög eftir að Ómar Ragnarsson tók viðtal við hann í Stiklum en þar áður tók Árni viðtal við hann. mynd/rúv
Unnið er að því að opna safn um einbúann Gísla Gíslason á bænum þar sem hann bjó, það er að segja á Uppsölum í Arnarfirði.

„Það á að taka til hendinni í nóvember og við stefnum að því að opna safnið næsta vor,“ segir Árni Johnsen þingmaður, sem fer fyrir hópi manna um opnun safnsins. Verkefnið er Árna kært en hann var fyrstur fjölmiðlamanna til að taka viðtal við einbúann. „Þetta var fimm síðna viðtal í Mogganum, lengsta viðtalið sem þá hafði birst í því blaði,“ segir Árni. - jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×