Innlent

Fingralangur karlmaður fór víða í dag

JHH skrifar
Karlmaður var staðinn að þjófnaði í íþróttahúsi Fram í hádeginu í dag. Kona sem óskaði eftir þessari aðstoð hafði staðið hann að þjófnaðinum og elt hann. Hann var handtekinn og í ljós kom að hann hafði gerst fingralangur að minnsta kosti þrisvar sinnum þennan dag, í Hagkaupum, í íþróttahúsi Fram og líkamsræktarstöð í Bolholti.

Hann var með greiðslukort á sér sem hann stal í Bolholti og með þeim hafði hann keypt Playstation leikjatölvu fyrir um 50 þúsund krónur. Því sem hann stal var komið til eiganda og greiðslukortafærslur bakfærðar þökk sé konunni sem veitti honum eftirför og lét vita af honum. Eftir skýrslutökur af manninum var honum sleppt samkvæmt reglum þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×