Innlent

Leitað í farþegaflugvél í Rússlandi vegna sprengjuhótunar

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur.
Leitað var í flugvél í Rússlandi í morgun vegna sprengjuhótunarinnar sem barst Areoflot flugvélinni, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Í hótuninni kom fram að fimm ferðatöskur í vélinni innihéldu sprengiefni og myndu springa við lendingu í Moskvu.

Vélin, sem Rússar leituðu í, var stödd í borginni Voronezh, sem er um 500 kílómetra frá Moskvu, þegar ákveðið var að leita í henni samkvæmt fréttavef BBC.

Engin sprengjuefni fundust við leitina.

Viðbragðsaðilar frá höfuðborgarvæðinu hafa verið afturkallaðir þar sem Areoflot vélin er lent á heilu og höldnu og farþegar, sem voru um 250, eru komnir frá borði.

Málið er nú á forræði lögreglustjórans á Suðurnesjum. Einhver röskun varð á almennu farþegarflugi um völlinn vegna þessa, þar sem að vélar sem voru að koma vestur um haf voru settar í bið í lofti.


Tengdar fréttir

Vélin lent án vandkvæða eftir að hafa fengið sprengjuhótun

Airbus farþegaþota frá rússneska flugfélaginu Aeroflot með 253 um borð, lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálf sjö í morgun, eftir að tilkynnt var um sprengju í vélinni og flugstjórinn óskaði eftir tafarlausu lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×