Innlent

Færeyingarnir komnir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvél Færeyinganna lenti um fjögurleytið.
Flugvél Færeyinganna lenti um fjögurleytið. mynd/ egill.
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways lenti nú um fjögurleytið glænýrri Airbus 319 vél sinni á Reykjavíkurflugvelli með rúmlega 100 fótboltaáhangendur til þess að horfa á vináttuleikinn milli Íslands og Færeyja í Laugardalnum í kvöld.

Eins og fram kemur á íþróttavef Vísis hefur Lars Olsen, þjálfari færeyska landsliðsins, tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Íslandi. Allir Íslandsvinirnir í færeyska landsliðinu byrja inná.

Leikurinn hefst klukkan korter í átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×