Mikil innspýting í brasilíska hagkerfið 16. ágúst 2012 05:00 Dilma Rousseff Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, kynnti í gær áform um umfangsmiklar efnahagslegar örvunaraðgerðir í landinu. Hyggst ríkisstjórn hennar verja jafngildi tæplega 8.000 milljarða íslenskra króna í fjárfestingar í innviðum landsins, svo sem í gatna- og járnbrautarkerfi. Hagvöxtur hefur verið mikill í Brasilíu síðasta áratuginn og er hagkerfi landsins orðið hið sjötta stærsta í heimi. Heldur hefur þó dregið úr þrótti hagkerfisins síðustu misseri og hyggst ríkisstjórn Rousseff bregðast við því með þessum aðgerðum. Á blaðamannafundi í gær sagði Roussef að áformin myndu gera Brasilíu ríkari og sterkari. „Brasilía mun loks eignast samgöngukerfi sem hæfir stærð landsins,“ sagði Rousseff enn fremur. Meðal ráðgerðra fjárfestinga má nefna lagningu 10.000 kílómetra af járnbrautarteinum og 7.500 kílómetra af hraðbrautum. Þá verður einnig lagst í uppbyggingu og endurbætur á flugvöllum, höfnum og öðrum samgöngumannvirkjum. Lélegar samgöngur hafa lengi staðið ört vaxandi útflutningsiðnaði Brasilíu fyrir þrifum. Þannig var samgöngukerfi Brasilíu í sæti 104 af 142 ríkjum í nýlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsþingsins (World Economic Forum) um samkeppnishæfni þjóða. Brasilía flytur út gríðarlegt magn hrávara á hverju ári sem í mörgum tilvikum þarf að flytja langt innan úr landinu til hafnar. - mþl Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, kynnti í gær áform um umfangsmiklar efnahagslegar örvunaraðgerðir í landinu. Hyggst ríkisstjórn hennar verja jafngildi tæplega 8.000 milljarða íslenskra króna í fjárfestingar í innviðum landsins, svo sem í gatna- og járnbrautarkerfi. Hagvöxtur hefur verið mikill í Brasilíu síðasta áratuginn og er hagkerfi landsins orðið hið sjötta stærsta í heimi. Heldur hefur þó dregið úr þrótti hagkerfisins síðustu misseri og hyggst ríkisstjórn Rousseff bregðast við því með þessum aðgerðum. Á blaðamannafundi í gær sagði Roussef að áformin myndu gera Brasilíu ríkari og sterkari. „Brasilía mun loks eignast samgöngukerfi sem hæfir stærð landsins,“ sagði Rousseff enn fremur. Meðal ráðgerðra fjárfestinga má nefna lagningu 10.000 kílómetra af járnbrautarteinum og 7.500 kílómetra af hraðbrautum. Þá verður einnig lagst í uppbyggingu og endurbætur á flugvöllum, höfnum og öðrum samgöngumannvirkjum. Lélegar samgöngur hafa lengi staðið ört vaxandi útflutningsiðnaði Brasilíu fyrir þrifum. Þannig var samgöngukerfi Brasilíu í sæti 104 af 142 ríkjum í nýlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsþingsins (World Economic Forum) um samkeppnishæfni þjóða. Brasilía flytur út gríðarlegt magn hrávara á hverju ári sem í mörgum tilvikum þarf að flytja langt innan úr landinu til hafnar. - mþl
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira