Innlent

Lögreglan leitar að öðrum bíl

Þessi mynd var birt á Facebook-síðu leitarhóps í gær en talið er víst að Schjetne hafi borist svona hálsmen daginn sem hún hvarf.
Þessi mynd var birt á Facebook-síðu leitarhóps í gær en talið er víst að Schjetne hafi borist svona hálsmen daginn sem hún hvarf.
Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Giskegjerde Schjetne hefur enn engan árangur borið, en í gær voru tíu dagar síðan hún hvarf. Leitin að stúlkunni heldur þó áfram.

Lögreglan lýsti í gær eftir bíl, til viðbótar við þá tvo sem áður hefur verið lýst eftir. Um er að ræða dökkrauðan fólksbíl af óþekktri tegund sem talinn er hafa ekið eftir götu sem vitað er að Schjetne gekk stuttu áður en hún hvarf.

Lögreglan hefur fengið 1.700 ábendingar frá almenningi og daglega safnast á þriðja hundrað sjálfboðaliða saman til að leita að stúlkunni.- ktg


Tengdar fréttir

Gátskildir á miðjum þjóðvegi

Tveir gátskildir standa á miðjum vegi við innganginn í Þjóðgarðinn á Þingvöllum, þrátt fyrir að fulltrúi Vegagerðarinnar hafi lýst því yfir í síðasta mánuði að aðskotahlutir mættu ekki vera á óupplýstum vegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×