Innlent

Latir knattspyrnugestir sektaðir - heilu bílaplönin auð

Um 50 bifreiðum var lagt ólöglega í Laugardalnum í kvöld.
Um 50 bifreiðum var lagt ólöglega í Laugardalnum í kvöld. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Nóg var að gera hjá lögreglumönnum í Reykjavík á meðan leikur Íslands og Færeyja stóð yfir því um 50 bifreiðum var lagt ólöglega fyrir leikinn. Sekt fyrir brot af þessu tagi er fimm þúsund krónur.

Stuttu eftir að lögreglan setti myndina hér til hliðar inn á Facebook-síðu sína var tveimur öðrum myndum hlaðið inn á síðuna. Þar má sjá hvar bílastæði við Skautahöllina og ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn voru laus.

Ísland vann leikinn 2 - 0, með mörkum frá Kolbeini Sigþórssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×