Fleiri fréttir Lyfjanotkun getur orsakað minnistap Aukaverkanir lyfja eru ein algengasta orsökin fyrir minnistapi. Þetta segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason hjá Saga Medica í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 7.8.2012 20:30 Kynna bókmenntir sem tengjast samkynhneigð Hinsegin bókmenntaganga mun fara fram föstudaginn næstkomandi. Þar munu bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir og leikarinn Darren Foreman kynna fyrir gestum og gangandi íslenskar bókmenntir sem fléttast á einhvern hátt um samkynhneigð. 7.8.2012 19:46 Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í "að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. 7.8.2012 19:44 Sundgestir tóku ekki eftir drukknandi dreng í um þrjár mínútur Tveir tólf ára drengir björguðu sex ára dreng naumlega frá drukknun á föstudag. Þeir eru sannfærðir um að atburðinum muni þeir aldrei gleyma. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir að drengurinn hafi barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem tók ekki eftir því að eitthvað hvað amaði að. 7.8.2012 18:42 Lögregla hafði aðrar áherslur við eftirlitið Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði aðrar áherslur en áður við eftirlitsstarf sitt á Þjóðhátíð yfir helgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum, segir að það sé alla vega ein af ástæðum þess að fleiri fíkniefnamál komu upp í ár en nokkurntíma áður á hátíðinni. 7.8.2012 18:00 Vegaframkvæmdir á morgun Malbikunarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Nýbýlavegi í Kópavogi í fyrramálið. Framkvæmdirnar verða á kaflanum milli Túnbrekku og Álfabrekku. Gatan verður lokuð til austurs en hjáleiðir verða um Túnbrekku og Álfhólsveg. Vegna þess má búast við minniháttar umferðartöfum á þeim vegarkafla. 7.8.2012 17:21 Á fjórða tug manna tekinn fyrir ölvunarakstur Þrjátíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tuttugu og níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. 7.8.2012 16:55 Veiðiþjófur villti á sér heimildir Varðskipið Þór stóð nýverið rækjubát að meintum ólöglegum togveiðum í Kolluál undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Við nánari eftirlit varðskipsmanna kom í ljós að skráður skipverji var ekki staddur um borð og reyndi óþekktur maður að villa á sér heimildir, eftir því sem fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Athæfið er litið mjög alvarlegum augum. Varðskipsmenn vísuðu bátnum til hafnar þar sem lögreglan af höfuðborgarsvæðinu tók á móti skipstjóranum og yfirheyrði hann. Lögreglan mun síðan taka ákvörðun um áframhald málsins. 7.8.2012 16:23 Fjögur ung börn slösuðust í nágrenni við Selfoss Tilkynnt var um átta slys um helgina í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, öll í sumarbústaðabyggðum eða nágrenni þeirra. Í fjórum tilvikum var um ung börn að ræða. Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á hnakkann og annað á sama aldri slasaðist á róluvelli, fimm ára barn féll tvo metra úr koju niður á gólf í sumarbústað, ekið var á sjö ára dreng á Flúðum og 11 ára stúlka fótbrotnaði eftir stökk úr 3ja metra hæð ofan í Litlu Laxá við Flúðir. 7.8.2012 13:59 Hrafnhildur úr landi eftir frumsýningu á mynd Ragnhildar Steinunnar Heimildarmyndin "Hrafnhildur“ verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndin og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. "Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar,“ segir hún. 7.8.2012 13:44 Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7.8.2012 13:19 Fólk gengur kaupum og sölum Mansalsglæpir eru glæpir sem eru "okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal. 7.8.2012 11:40 Grunur um íkveikju í Arnari Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn í gærmorgun. Lögreglan á Selfossi sem rannsakar brunann leitaðið til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og leiddi sú rannsókn í ljós að um íkveikju væri að ræða. Eldurinn kom upp í svampdýnu sem staðsett var í vinnslurými bátsins. Allir þeir sem orðið hafa varir mannaferða á bryggjum hafnarinnar, fótgangandi á bílum eða á annan máta, eða annars staðar í Þorlákshöfn á tímabilinu frá kl. 04:00 til 07:30 í gærmorgun eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. 7.8.2012 11:24 Ekki tímabært að ræða hækkun á leigu "Ég held að það sé ekki tímabært að ræða hækkun á leigu," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra um þær hugmyndir sem reifaðar eru í Fréttablaðinu í dag um að Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði hærri leigu fyrir afnot af Hörpu. Þannig sé hægt að bregðast við rekstrarvanda Hörpunnar en eins og komið hefur fram í fréttum er gert ráð fyrir að rekstrartap Hörpu verði 407 milljónir á árinu. 7.8.2012 10:58 Íslendingar eru hæstir á ÓL Samkvæmt breska tímaritinu The Guardian eru íslensku Ólympíufararnir hæstir allra en meðalhæð þeirra 1.9 metrar. Vafalaust má þakka handboltalandsliðinu fyrir þann heiður. 7.8.2012 10:51 Crowe ekki hrifinn af brennivíni Tökur á stórmyndinni um Nóa og örkina hans fara fram í Reynisfjöru í dag. Leikstjóri myndarinnar birti í gær mynd sem tekin var í fjöruborðinu. 7.8.2012 10:18 Fara fram á þriggja ára fangelsi Saksóknarar í Rússlandi hafa farið fram á að þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot verði dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir guðlast. 7.8.2012 10:01 Loughner fyrir dómara í dag Talið er að hinn 23 ára gamli Jared Loughner muni taka afstöðu til ákæra á hendur sér í dag. Loughner er grunaður um að hafa myrt sex á götuhorni í Tuscon í Bandaríkjunum á síðasta ári. 7.8.2012 09:42 Curiosity streymir myndum frá Mars Fyrstu myndir frá snjalljeppanum Curiosity sem nú situr á yfirborði Mars hafa verið birtar. Um er að ræða 300 ljósmyndir sem sýna lendingu farsins í Gale-gígnum, nokkuð suður af miðbaug plánetunnar. Á næstu dögum mun Curiosity senda nákvæmari myndir af lendingarstað sínum. 7.8.2012 09:10 Harmleikur í Nígeríu Að minnsta kosti 15 létust þegar vígamenn hófu skotárás á kirkju í Nígeríu í nótt. Árásin átti sér stað í miðju bænahaldi. Líkleg þykir að múslímskir liðsmenn samtakanna Boko Haram hafi staðið að baki voðaverkinu. 7.8.2012 09:06 Eldur af völdum flugeldatertu í Heiðmörk Eldur kviknaði í gróðri í Heiðmörk í gærkvöldi, af völdum flugeldatertu. Eldurinn logaði nokkuð langt frá veginum þannig að slökkviliðsmenn þurftu að leggja langar slöngur til að koma vatni á vettvang, en úr því gekk slökkvistarf vel. 7.8.2012 09:03 Hljóp að vígamanni með bitlausum hníf Stjórnandi bænahúss Síka í Wisconsin í Bandaríkjunum bjargaði lífi fjölda barna og kvenna þegar Wade Michael Page hóf skotárás á hofið. 7.8.2012 08:59 Ólíklegt að Rice verði varaforsetaefni Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum tilkynntu í gær Condoleezza Rice, sem áður gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Georg W. Bush, myndi ávarpa fundargesti á ráðstefnu flokksins í Flórída seinna í þessum mánuði. 7.8.2012 08:28 Þúsundir flýja heimili sín í Manila Tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Manila, höfuðborg Filippseyja, í kjölfar mikilla flóða. Öllum skólum og verslunum í borginni hefur verið lokað. 7.8.2012 08:15 Fyrirmynd Mount Doom gýs Miklar tafir hafa orðið á flugi og öðrum samgöngum eftir að eldgos hófst í fjallinu Tongariro á Nýja-Sjálandi í nótt. Rúm öld er liðin síðan eldfjallið gaus síðast. 7.8.2012 07:53 Fall Assads tímaspursmál Dagar Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, á valdastóli eru taldir að mati stjórnvalda í Bandaríkjunum. Talsmaður ríkisstjórnar Barack Obama sagði í gær að flótti forsætisráðherra landsins úr landi beri vitni um vanhæfni forsetans til að stjórna landinu. 7.8.2012 07:32 Margir héldu til veiða í nótt Mörg fiskiskip héldu til veiða í nótt, en þó var heldur minni kraftur í strandveiðibátum en oft áður. Nú má aðeins veiða á þremur svæðum af fjórum, þar sem búið er að stöðva veiðar á svæðinu frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp þar sem kvótinn er búinn. 7.8.2012 07:30 Þjóðhátíðargestir komnir í land Herjólfur sigldi með þjóðhátíðargesti til lands langt fram á nótt, eða þar til hann var bundinn við bryggju í Eyjum klukkan fjögur. 7.8.2012 07:00 Afsláttur í takt við stórsigur Atlantsolía ætlar að fara að fordæmi Olís, og dótturfélagsins ÓB og veita 17 króna afslátt af bensínverði í dag, eftir 17 marka stórsigur íslenska handboltaliðsins á því breska í gær. 7.8.2012 06:49 Landinn hélt rólegur heim úr fríinu Ekki er vitað um nein slys eða óhöpp þrátt fyrir mikla umferð víða um land í gær og fram á kvöld. Umferðin dreifðist óvenju vel að sögn lögreglu, því margir lögðu snemma af stað heimleiðis, og þó nokkrir voru ekki á ferðinni fyrr en eftir að umferðarþunginn er að jafnaði mestur, enda blíðviðri um allt land. 7.8.2012 06:43 Ferðamenn bíða í röð við leiði Fischers Það er ekki hægt að segja annað en að það sé töluverð umferð. Það eru alltaf þó nokkrir bílar og ein til tvær rútur á dag sem koma við,? segir Halldór Þórarinsson, sem býr að Laugardælum. Leiði Bobby Fischers er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna. 7.8.2012 07:00 Skotmaður líklega tengdur hvítum öfgamönnum Svo virðist sem maðurinn sem myrti 6 og særði 4 í skotárás í Wisconsin í Bandaríkjunum á sunnudag hafi verið tengdur hreyfingu hægri öfgamanna. CNN hefur eftir upplýsingum frá lögreglunni að Wade Michael Page gæti hafa verið tengdur samtökum sem berjast fyrir yfirburðum hvíta kynstofnsins. 7.8.2012 07:00 Madonna vill frelsun Pussy Riot Poppstjarnan Madonna hvetur yfirvöld í Rússlandi til þess að fella niður kærur á hendur meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot. 7.8.2012 06:45 Vilja að sinfónían og óperan greiði tvöfalt hærri húsaleigu Stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna nýtingar þeirra á aðstöðu í húsinu verði hækkaðar úr 170 milljónum króna á ári í 341 milljón króna. Með því á að bæta rekstur hússins. 7.8.2012 06:00 Kastaði flösku að hlaupurunum Maður kastaði flösku inn á Ólympíuvöllinn í London á sunnudag, í þann mund sem keppendur í úrslitum 100 metra hlaups karla voru að taka af stað. Um bjórflösku úr plasti var að ræða og sakaði hún engan. 7.8.2012 06:00 Stefnir í bótakröfumál á báða bóga Harðar deilur standa nú á milli sveitarfélaga á Suður- og Austurlandi og ferðaþjónustufyrirtækisins Bíla og fólks. Nú hefur Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) látið setja lögbann á akstur fyrirtækisins milli Egilsstaða og Hafnar og í júlíbyrjun fóru Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) fram á lögbann á akstur fyrirtækisins þar. Það var samþykkt en þó ekki fylgt eftir. 7.8.2012 03:00 Páll og Tryggvi hætta í Þjóðhátíðarnefnd Þeir Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, og Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV, hyggjast ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í nefndinni. Var þetta tilkynnt eftir brekkusönginn í Herjólfsdal á sunnudag sem er hápunktur Þjóðhátíðar hvert ár. Greindi RÚV frá því í gær að þeir Páll og Tryggvi efuðust um að þeir nytu fulls trausts og velvildar samfélagsins í Eyjum til að stýra hátíðinni áfram. 7.8.2012 02:00 Bæjarfulltrúi ekki aðili að skuldamáli Mosfellsbæjar StjórnsýslaInnanríkisráðuneytið hefur vísað frá kæru Jóns Jósefs Bjarnasonar, fulltrúa minnihluta Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, vegna afgreiðslu bæjarráðs á skuldamáli. Ráðuneytið segir bæjarfulltrúa ekki hafa kærurétt þar sem hann eigi ekki aðild að málinu. "Mér finnst þetta út í hött. Ráðuneytið á að verja lýðræðið og með þessu eru þeir að standa gegn því. Þeir eru að taka af bæjarfulltrúunum réttinn til að setja fram formlega skoðun á málinu," segir Jón. 7.8.2012 01:00 Alþjóðleg leit að norskri stúlku Ítarleg leit var gerð að 16 ára stúlku í Ósló um helgina. Stúlkan hefur enn ekki fundist og er hennar nú einnig leitað á alþjóðlegum vettvangi. Um 500 sjálfboðaliðar leituðu á landi í gær, ásamt lögregluliði og leitarhundum. Kafarar hafa leitað í vatni í nágrenninu og þyrlur leitað stúlkunnar úr lofti. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins. 7.8.2012 00:00 Við spilum í úrvalsdeildinni Á dögunum var Lava frá Brugghúsinu í Ölvisholti valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjórmótinu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari heimsóttu bruggmeistarann Jón Elías Gunnlaugsson á æskuslóðirnar í Ölvisholti og komust að því að hann hefur sett sér háleitt framtíðarmarkmið: Að búa til besta bjór í heimi. 6.8.2012 21:30 Pussy Riot vilja að mál gegn þeim verði fellt niður Stúlkurnar úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot vilja að mál gegn þeim verði fellt niður á þeim grundvelli að dómstóllinn sé pólitísk hlutdrægur og hlusti ekki á þeirra sjónarmið. 6.8.2012 22:00 Hefur líf þróast annars staðar en á jörðinni? Við erum skrefi nær því að geta svarað þeirri spurningu hvort líf hafi þróast annarsstaðar en á Jörðinni. Þetta segir rektor Háskólans í Reykjavík um lendingu geimjeppans Curiosity sem lenti á Mars í morgun. Sjálfur starfaði hann í áratug hjá NASA og finnst hann eiga svolítið í tækinu. 6.8.2012 19:29 Komu akandi til að blása Umferðin um landið hefur gengið vel í dag. Fjölmargir hafa nýtt sér þá þjónustu lögreglunnar að fá að blása í áfengismæli áður en lagt er af stað. Þá er talið að umferðin þyngist með kvöldinu. 6.8.2012 19:09 Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði áhyggjuefni Fjöldi þeirra sem hefur þegið bætur í 12 mánuði eða lengur er áhyggjuefni að mati forstjóra Vinnumálastofnunar. Þá er ekki útilokað að atvinnuleysið aukist aftur í haust þegar tímabundnum aðgerðurm stofnunarinnar lýkur en atvinnuleysi mælist nú 5,2 prósent. 6.8.2012 18:46 Myndir frá síðasta kvöldi Þjóðhátíðar Mikil stemming var á Þjóðhátíð í gær en þá var síðasta kvöld hátíðarinnar sem staðið hefur yfir síðan á föstudag. Fjölmargir listamenn komu fram þar á meðal stórstjarnan Ronan Keating, Botnleðja og Árni Johnsen söng brekkusönginn fyrir viðstadda. Að því loknu var kveikt á 138 rauðum blysum, eitt fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Svo var sungið Lífið er yndislegt sem ómaði um alla eyjuna enda 15 þúsund manns sem tóku undir. Okkar maður í Eyjum, Óskar P. Friðriksson, var með myndavélina á lofti og myndaði það sem fyrir augu bar. Hægt er að skoða myndirnar hér til hliðar. 6.8.2012 17:40 Sjá næstu 50 fréttir
Lyfjanotkun getur orsakað minnistap Aukaverkanir lyfja eru ein algengasta orsökin fyrir minnistapi. Þetta segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason hjá Saga Medica í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 7.8.2012 20:30
Kynna bókmenntir sem tengjast samkynhneigð Hinsegin bókmenntaganga mun fara fram föstudaginn næstkomandi. Þar munu bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir og leikarinn Darren Foreman kynna fyrir gestum og gangandi íslenskar bókmenntir sem fléttast á einhvern hátt um samkynhneigð. 7.8.2012 19:46
Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í "að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. 7.8.2012 19:44
Sundgestir tóku ekki eftir drukknandi dreng í um þrjár mínútur Tveir tólf ára drengir björguðu sex ára dreng naumlega frá drukknun á föstudag. Þeir eru sannfærðir um að atburðinum muni þeir aldrei gleyma. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir að drengurinn hafi barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem tók ekki eftir því að eitthvað hvað amaði að. 7.8.2012 18:42
Lögregla hafði aðrar áherslur við eftirlitið Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði aðrar áherslur en áður við eftirlitsstarf sitt á Þjóðhátíð yfir helgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum, segir að það sé alla vega ein af ástæðum þess að fleiri fíkniefnamál komu upp í ár en nokkurntíma áður á hátíðinni. 7.8.2012 18:00
Vegaframkvæmdir á morgun Malbikunarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Nýbýlavegi í Kópavogi í fyrramálið. Framkvæmdirnar verða á kaflanum milli Túnbrekku og Álfabrekku. Gatan verður lokuð til austurs en hjáleiðir verða um Túnbrekku og Álfhólsveg. Vegna þess má búast við minniháttar umferðartöfum á þeim vegarkafla. 7.8.2012 17:21
Á fjórða tug manna tekinn fyrir ölvunarakstur Þrjátíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tuttugu og níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. 7.8.2012 16:55
Veiðiþjófur villti á sér heimildir Varðskipið Þór stóð nýverið rækjubát að meintum ólöglegum togveiðum í Kolluál undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Við nánari eftirlit varðskipsmanna kom í ljós að skráður skipverji var ekki staddur um borð og reyndi óþekktur maður að villa á sér heimildir, eftir því sem fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Athæfið er litið mjög alvarlegum augum. Varðskipsmenn vísuðu bátnum til hafnar þar sem lögreglan af höfuðborgarsvæðinu tók á móti skipstjóranum og yfirheyrði hann. Lögreglan mun síðan taka ákvörðun um áframhald málsins. 7.8.2012 16:23
Fjögur ung börn slösuðust í nágrenni við Selfoss Tilkynnt var um átta slys um helgina í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, öll í sumarbústaðabyggðum eða nágrenni þeirra. Í fjórum tilvikum var um ung börn að ræða. Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á hnakkann og annað á sama aldri slasaðist á róluvelli, fimm ára barn féll tvo metra úr koju niður á gólf í sumarbústað, ekið var á sjö ára dreng á Flúðum og 11 ára stúlka fótbrotnaði eftir stökk úr 3ja metra hæð ofan í Litlu Laxá við Flúðir. 7.8.2012 13:59
Hrafnhildur úr landi eftir frumsýningu á mynd Ragnhildar Steinunnar Heimildarmyndin "Hrafnhildur“ verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndin og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. "Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar,“ segir hún. 7.8.2012 13:44
Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7.8.2012 13:19
Fólk gengur kaupum og sölum Mansalsglæpir eru glæpir sem eru "okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal. 7.8.2012 11:40
Grunur um íkveikju í Arnari Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn í gærmorgun. Lögreglan á Selfossi sem rannsakar brunann leitaðið til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og leiddi sú rannsókn í ljós að um íkveikju væri að ræða. Eldurinn kom upp í svampdýnu sem staðsett var í vinnslurými bátsins. Allir þeir sem orðið hafa varir mannaferða á bryggjum hafnarinnar, fótgangandi á bílum eða á annan máta, eða annars staðar í Þorlákshöfn á tímabilinu frá kl. 04:00 til 07:30 í gærmorgun eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. 7.8.2012 11:24
Ekki tímabært að ræða hækkun á leigu "Ég held að það sé ekki tímabært að ræða hækkun á leigu," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra um þær hugmyndir sem reifaðar eru í Fréttablaðinu í dag um að Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði hærri leigu fyrir afnot af Hörpu. Þannig sé hægt að bregðast við rekstrarvanda Hörpunnar en eins og komið hefur fram í fréttum er gert ráð fyrir að rekstrartap Hörpu verði 407 milljónir á árinu. 7.8.2012 10:58
Íslendingar eru hæstir á ÓL Samkvæmt breska tímaritinu The Guardian eru íslensku Ólympíufararnir hæstir allra en meðalhæð þeirra 1.9 metrar. Vafalaust má þakka handboltalandsliðinu fyrir þann heiður. 7.8.2012 10:51
Crowe ekki hrifinn af brennivíni Tökur á stórmyndinni um Nóa og örkina hans fara fram í Reynisfjöru í dag. Leikstjóri myndarinnar birti í gær mynd sem tekin var í fjöruborðinu. 7.8.2012 10:18
Fara fram á þriggja ára fangelsi Saksóknarar í Rússlandi hafa farið fram á að þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot verði dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir guðlast. 7.8.2012 10:01
Loughner fyrir dómara í dag Talið er að hinn 23 ára gamli Jared Loughner muni taka afstöðu til ákæra á hendur sér í dag. Loughner er grunaður um að hafa myrt sex á götuhorni í Tuscon í Bandaríkjunum á síðasta ári. 7.8.2012 09:42
Curiosity streymir myndum frá Mars Fyrstu myndir frá snjalljeppanum Curiosity sem nú situr á yfirborði Mars hafa verið birtar. Um er að ræða 300 ljósmyndir sem sýna lendingu farsins í Gale-gígnum, nokkuð suður af miðbaug plánetunnar. Á næstu dögum mun Curiosity senda nákvæmari myndir af lendingarstað sínum. 7.8.2012 09:10
Harmleikur í Nígeríu Að minnsta kosti 15 létust þegar vígamenn hófu skotárás á kirkju í Nígeríu í nótt. Árásin átti sér stað í miðju bænahaldi. Líkleg þykir að múslímskir liðsmenn samtakanna Boko Haram hafi staðið að baki voðaverkinu. 7.8.2012 09:06
Eldur af völdum flugeldatertu í Heiðmörk Eldur kviknaði í gróðri í Heiðmörk í gærkvöldi, af völdum flugeldatertu. Eldurinn logaði nokkuð langt frá veginum þannig að slökkviliðsmenn þurftu að leggja langar slöngur til að koma vatni á vettvang, en úr því gekk slökkvistarf vel. 7.8.2012 09:03
Hljóp að vígamanni með bitlausum hníf Stjórnandi bænahúss Síka í Wisconsin í Bandaríkjunum bjargaði lífi fjölda barna og kvenna þegar Wade Michael Page hóf skotárás á hofið. 7.8.2012 08:59
Ólíklegt að Rice verði varaforsetaefni Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum tilkynntu í gær Condoleezza Rice, sem áður gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Georg W. Bush, myndi ávarpa fundargesti á ráðstefnu flokksins í Flórída seinna í þessum mánuði. 7.8.2012 08:28
Þúsundir flýja heimili sín í Manila Tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Manila, höfuðborg Filippseyja, í kjölfar mikilla flóða. Öllum skólum og verslunum í borginni hefur verið lokað. 7.8.2012 08:15
Fyrirmynd Mount Doom gýs Miklar tafir hafa orðið á flugi og öðrum samgöngum eftir að eldgos hófst í fjallinu Tongariro á Nýja-Sjálandi í nótt. Rúm öld er liðin síðan eldfjallið gaus síðast. 7.8.2012 07:53
Fall Assads tímaspursmál Dagar Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, á valdastóli eru taldir að mati stjórnvalda í Bandaríkjunum. Talsmaður ríkisstjórnar Barack Obama sagði í gær að flótti forsætisráðherra landsins úr landi beri vitni um vanhæfni forsetans til að stjórna landinu. 7.8.2012 07:32
Margir héldu til veiða í nótt Mörg fiskiskip héldu til veiða í nótt, en þó var heldur minni kraftur í strandveiðibátum en oft áður. Nú má aðeins veiða á þremur svæðum af fjórum, þar sem búið er að stöðva veiðar á svæðinu frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp þar sem kvótinn er búinn. 7.8.2012 07:30
Þjóðhátíðargestir komnir í land Herjólfur sigldi með þjóðhátíðargesti til lands langt fram á nótt, eða þar til hann var bundinn við bryggju í Eyjum klukkan fjögur. 7.8.2012 07:00
Afsláttur í takt við stórsigur Atlantsolía ætlar að fara að fordæmi Olís, og dótturfélagsins ÓB og veita 17 króna afslátt af bensínverði í dag, eftir 17 marka stórsigur íslenska handboltaliðsins á því breska í gær. 7.8.2012 06:49
Landinn hélt rólegur heim úr fríinu Ekki er vitað um nein slys eða óhöpp þrátt fyrir mikla umferð víða um land í gær og fram á kvöld. Umferðin dreifðist óvenju vel að sögn lögreglu, því margir lögðu snemma af stað heimleiðis, og þó nokkrir voru ekki á ferðinni fyrr en eftir að umferðarþunginn er að jafnaði mestur, enda blíðviðri um allt land. 7.8.2012 06:43
Ferðamenn bíða í röð við leiði Fischers Það er ekki hægt að segja annað en að það sé töluverð umferð. Það eru alltaf þó nokkrir bílar og ein til tvær rútur á dag sem koma við,? segir Halldór Þórarinsson, sem býr að Laugardælum. Leiði Bobby Fischers er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna. 7.8.2012 07:00
Skotmaður líklega tengdur hvítum öfgamönnum Svo virðist sem maðurinn sem myrti 6 og særði 4 í skotárás í Wisconsin í Bandaríkjunum á sunnudag hafi verið tengdur hreyfingu hægri öfgamanna. CNN hefur eftir upplýsingum frá lögreglunni að Wade Michael Page gæti hafa verið tengdur samtökum sem berjast fyrir yfirburðum hvíta kynstofnsins. 7.8.2012 07:00
Madonna vill frelsun Pussy Riot Poppstjarnan Madonna hvetur yfirvöld í Rússlandi til þess að fella niður kærur á hendur meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot. 7.8.2012 06:45
Vilja að sinfónían og óperan greiði tvöfalt hærri húsaleigu Stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna nýtingar þeirra á aðstöðu í húsinu verði hækkaðar úr 170 milljónum króna á ári í 341 milljón króna. Með því á að bæta rekstur hússins. 7.8.2012 06:00
Kastaði flösku að hlaupurunum Maður kastaði flösku inn á Ólympíuvöllinn í London á sunnudag, í þann mund sem keppendur í úrslitum 100 metra hlaups karla voru að taka af stað. Um bjórflösku úr plasti var að ræða og sakaði hún engan. 7.8.2012 06:00
Stefnir í bótakröfumál á báða bóga Harðar deilur standa nú á milli sveitarfélaga á Suður- og Austurlandi og ferðaþjónustufyrirtækisins Bíla og fólks. Nú hefur Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) látið setja lögbann á akstur fyrirtækisins milli Egilsstaða og Hafnar og í júlíbyrjun fóru Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) fram á lögbann á akstur fyrirtækisins þar. Það var samþykkt en þó ekki fylgt eftir. 7.8.2012 03:00
Páll og Tryggvi hætta í Þjóðhátíðarnefnd Þeir Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, og Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV, hyggjast ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í nefndinni. Var þetta tilkynnt eftir brekkusönginn í Herjólfsdal á sunnudag sem er hápunktur Þjóðhátíðar hvert ár. Greindi RÚV frá því í gær að þeir Páll og Tryggvi efuðust um að þeir nytu fulls trausts og velvildar samfélagsins í Eyjum til að stýra hátíðinni áfram. 7.8.2012 02:00
Bæjarfulltrúi ekki aðili að skuldamáli Mosfellsbæjar StjórnsýslaInnanríkisráðuneytið hefur vísað frá kæru Jóns Jósefs Bjarnasonar, fulltrúa minnihluta Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, vegna afgreiðslu bæjarráðs á skuldamáli. Ráðuneytið segir bæjarfulltrúa ekki hafa kærurétt þar sem hann eigi ekki aðild að málinu. "Mér finnst þetta út í hött. Ráðuneytið á að verja lýðræðið og með þessu eru þeir að standa gegn því. Þeir eru að taka af bæjarfulltrúunum réttinn til að setja fram formlega skoðun á málinu," segir Jón. 7.8.2012 01:00
Alþjóðleg leit að norskri stúlku Ítarleg leit var gerð að 16 ára stúlku í Ósló um helgina. Stúlkan hefur enn ekki fundist og er hennar nú einnig leitað á alþjóðlegum vettvangi. Um 500 sjálfboðaliðar leituðu á landi í gær, ásamt lögregluliði og leitarhundum. Kafarar hafa leitað í vatni í nágrenninu og þyrlur leitað stúlkunnar úr lofti. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins. 7.8.2012 00:00
Við spilum í úrvalsdeildinni Á dögunum var Lava frá Brugghúsinu í Ölvisholti valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjórmótinu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari heimsóttu bruggmeistarann Jón Elías Gunnlaugsson á æskuslóðirnar í Ölvisholti og komust að því að hann hefur sett sér háleitt framtíðarmarkmið: Að búa til besta bjór í heimi. 6.8.2012 21:30
Pussy Riot vilja að mál gegn þeim verði fellt niður Stúlkurnar úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot vilja að mál gegn þeim verði fellt niður á þeim grundvelli að dómstóllinn sé pólitísk hlutdrægur og hlusti ekki á þeirra sjónarmið. 6.8.2012 22:00
Hefur líf þróast annars staðar en á jörðinni? Við erum skrefi nær því að geta svarað þeirri spurningu hvort líf hafi þróast annarsstaðar en á Jörðinni. Þetta segir rektor Háskólans í Reykjavík um lendingu geimjeppans Curiosity sem lenti á Mars í morgun. Sjálfur starfaði hann í áratug hjá NASA og finnst hann eiga svolítið í tækinu. 6.8.2012 19:29
Komu akandi til að blása Umferðin um landið hefur gengið vel í dag. Fjölmargir hafa nýtt sér þá þjónustu lögreglunnar að fá að blása í áfengismæli áður en lagt er af stað. Þá er talið að umferðin þyngist með kvöldinu. 6.8.2012 19:09
Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði áhyggjuefni Fjöldi þeirra sem hefur þegið bætur í 12 mánuði eða lengur er áhyggjuefni að mati forstjóra Vinnumálastofnunar. Þá er ekki útilokað að atvinnuleysið aukist aftur í haust þegar tímabundnum aðgerðurm stofnunarinnar lýkur en atvinnuleysi mælist nú 5,2 prósent. 6.8.2012 18:46
Myndir frá síðasta kvöldi Þjóðhátíðar Mikil stemming var á Þjóðhátíð í gær en þá var síðasta kvöld hátíðarinnar sem staðið hefur yfir síðan á föstudag. Fjölmargir listamenn komu fram þar á meðal stórstjarnan Ronan Keating, Botnleðja og Árni Johnsen söng brekkusönginn fyrir viðstadda. Að því loknu var kveikt á 138 rauðum blysum, eitt fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Svo var sungið Lífið er yndislegt sem ómaði um alla eyjuna enda 15 þúsund manns sem tóku undir. Okkar maður í Eyjum, Óskar P. Friðriksson, var með myndavélina á lofti og myndaði það sem fyrir augu bar. Hægt er að skoða myndirnar hér til hliðar. 6.8.2012 17:40