Innlent

Þjóðhátíðargestir komnir í land

Herjólfur sigldi með þjóðhátíðargesti til lands langt fram á nótt, eða þar til hann var bundinn við bryggju í Eyjum klukkan fjögur.

Eiga þá allir gestir að vera komnir í land eftir þjóðhátíðina, enda var flugveður líka gott í gær.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst, er ekki búið að hafa uppi á tveimur karlmönnum sem kærðir hafa verið fyrir nauðgun á hátíðinni, en lögreglumenn eru meðal annars að fara yfir upptökur úr nýju eftirlitsmyndavélunum í Dalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×