Innlent

Myndir frá síðasta kvöldi Þjóðhátíðar

Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður ásamt þjóðhátíðargesti í Herjólfsdal í gær.
Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður ásamt þjóðhátíðargesti í Herjólfsdal í gær. mynd/óskar p. friðriksson
Mikil stemming var á Þjóðhátíð í gær en þá var síðasta kvöld hátíðarinnar sem staðið hefur yfir síðan á föstudag. Fjölmargir listamenn komu fram þar á meðal stórstjarnan Ronan Keating, Botnleðja og Árni Johnsen söng brekkusönginn fyrir viðstadda. Að því loknu var kveikt á 138 rauðum blysum, eitt fyrir hvert ár sem Þjóðhátíð hefur verið haldin. Svo var sungið Lífið er yndislegt sem ómaði um alla eyjuna enda 15 þúsund manns sem tóku undir.

Okkar maður í Eyjum, Óskar P. Friðriksson, var með myndavélina á lofti og myndaði það sem fyrir augu bar. Hægt er að skoða myndirnar hér til hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×